Morgunblaðið - 22.12.2018, Blaðsíða 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018
Jólagjafir
Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is.
Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-16
í sérflokki
Flóunar-
kanna
Kaffivélar Matvinnsluvélar
Verð 11.990 kr.
Verð frá 84.990 kr. Verð frá 34.990 kr.
Brauðristar
Brauðristar 50´s
Hraðsuðu-
katlar 50´s
Verð 30.990 kr.
Verð 19.990 kr.
Verð 21.990 kr.
Við Íslendingar bú-
um yfir mörgum auð-
lindum, eitt af þeim er
samhugur á örlaga-
stundum. Nú er ein
slík runnin upp, við
þurfum að bjarga svo
mörgu af unga fólkinu
okkar frá lélegu sjálfs-
mati, kvíða og þung-
lyndi og öðrum geð-
röskunum sem jafnvel
orsakast af neyslu eiturlyfja eða ann-
arra vímuefna. Við höfum ekki efni á
að missa þetta fólk sem lifir í geysi-
hörðu samkeppnisumhverfi, hundr-
uðum saman á hverju ári, úr vonleysi
og vanmætti til framtíðarinnar. Við
verðum að vekja með því von, virkja
það – iðjuleysi er versta vanlindin.
Iðja hins vegar hefur mikil áhrif á
vonleysi, kvíða og vanmátti. Að hafa
hlutverk skiptir máli, (að skipta
máli), að vera með.
Hér tala ég af eigin reynslu en sjálf
datt ég út af vinnumarkaði fyrir
nokkrum árum vegna tíðra floga-
veikikasta og geðraskana og þó
finnst mér ég oft ekki minna hæfi-
leikaríkari en hver annar. En heilsan
gerir mér ekki kleift að vera á vinnu-
markað í samkeppnisumhverfi. Og
mér finnst mér ég vera minna virði
fyrir vikið. En ef einhver dirfist að
segja að öryrkjar séu bara fólk sem
nenni ekki að vinna verð ég rosalega
reið – inni í mér – og einnig er ég við-
kvæm fyrir fréttaflutningi af ör-
yrkjum. Ekki vegna þess að ég veit
vel að ég get ekki unnið
heldur vegna þeirrar
smánar sem samfélagið
hefur kallað yfir ör-
yrkja. Bara orðið „ör-
yrki“ finnst mér hafa yf-
ir sér svo neikvæðan
blæ að ég get varla sagt
það sjálf. Við verðum að
finna nýtt og fallegra
orð yfir þennan hóp.
Öryrkjar fara
með veggjum
Síðan ég varð fyrir þessu heilsu-
tjóni og datt út af vinnumarkaði hef
ég aldrei verið jafneinmana og leiðst
jafnmikið. Ég þarf að finna verk að
vinna á hverjum einasta degi sem
hentar heilsu minni. Á vinnumarkaði
hefurðu nefnilega hlutverk og þú um-
gengst annað fólk, þú sýnir stolt/ur
afrakstur verka þinna. Því er ekki að
heilsa fyrir öryrkjann því hann hefur
ekki heilsu til að vera á vinnumark-
aði. Ég óska engum þess að verða ör-
yrki.
Nú er mikið talað um fjölgun ör-
yrkja og hvað skuli gera til að mæta
þeim vanda, því auðvitað er það
„Ég er stoltur
öryrki“
Eftir Unni H.
Jóhannsdóttur
Unnur H. Jóhannsdóttir
» Það hafa fáir sagt í
mín eyru: „Ég er
stoltur öryrki“ – flestir
fara með veggjum eins
og ég gerði lengi vel –
og skammast sín.
Sérfræðiþjónusta
lækna á landsbyggð-
inni á undir högg að
sækja og er mismun-
andi eftir búsetu.
Svandís Svavarsdóttir
heilbrigðisráðherra
hefur boðað að endur-
skoða skuli fyrir-
komulag sérfræði-
læknaþjónustu með
aukinni áherslu á
göngudeildarþjónustu
á Landspítalanum, frekar en að
sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar
taki á móti sjúklingum á stofum sín-
um. Hætti læknir störfum sökum
aldurs eða búferlaflutninga í einka-
geiranum hafa nýir sérfræðilæknar
ekki fengið samning við Sjúkra-
tryggingar Íslands til þess að taka
við. Þetta hefur komið í veg fyrir alla
nýliðun og haft þær afleiðingar að
fólk af landsbyggðinni neyðist til að
sækja í síauknum mæli sérfræði-
þjónustu til höfuðborgarinnar.
Við sem búum úti á landi erum
meðvituð um að ekki er raunhæft að
veita alla sérfræðiþjónustu á hinum
ýmsu svæðum landsins en vissulega
er hægt að gera betur.
Nú hefur legið fyrir að ramma-
samningar hins opinbera við sér-
fræðilækna renni út um áramótin.
Rammasamningur felur í sér að rík-
ið niðurgreiðir og tekur þátt í kostn-
aði við þá heilbrigðisþjónustu sem
veitt er utan opinbera heilbrigðis-
kerfisins að stórum hluta.
Svandís Svavars-
dóttir heilbrigðis-
ráðherra hefur lagt til
að rammasamningur
Sjúkratrygginga við
sérfræðilækna verði
framlengdur um eitt ár
og boðar samráð við
Sjúkratryggingar og
sérfræðilækna um
kerfisbreytingar. Sér-
fræðilæknar hafa aftur
á móti ekki verið til-
búnir að framlengja
samninginn að
óbreyttu.
Mikilvægt er að ráðast í greiningu
á þeirri þjónustu sem er í boði á
landsbyggðinni og áætla þörf, sjá
hvaða þjónustu skortir en þá mun án
efa koma í ljós sá mikli munur sem
er á aðgengi á heilbrigðisþjónustu
eftir búsetu. Markmið laga um
sjúkratryggingar (nr.112, 2008) er
meðal annars að tryggja jafnan að-
gang að heilbrigðisþjónustu óháð
efnahag. Jafnframt skal leitast við
að tryggja þjónustu við sjúkra-
tryggða hvar á landinu sem þeir eru
búsettir og að veitendur þjónustu
gæti þess að sjúkratryggðir njóti
jafnræðis. Að mínu mati er upp-
bygging göngudeildarþjónustu á
Landspítala á kostnað sérfræði-
læknisþjónustu úti á landi ekki til
þessa fallin.
Mörg okkar sem búum úti á landi
tökum því nánast sem sjálfsögðum
hlut að fara til læknis í Reykjavík,
með tilheyrandi vinnutapi, kostnaði
og fyrirhöfn. Í dag taka Sjúkra-
tryggingar Íslands þátt í ferða-
kostnaði fyrir fólk utan af lands-
byggðinni en þó aðeins ef ekki er
starfandi sérfræðingur í viðkomandi
sérgrein í heimabyggð. Það hlýtur í
þessu samhengi að liggja í augum
uppi að það sé hagstæðara fyrir
þjóðarbúið að senda einn lækni út á
land til að vinna í nokkra daga í mán-
uði í stað þess að tugir manna þurfi
að taka sig upp og sækja þjónustuna
suður. Landsbyggðarfólk á ský-
lausan rétt á sömu þjónustu og íbúar
á höfuðborgarsvæðinu og gott að-
gengi að þeim fáu sérfræðilæknum
sem starfa úti á landi er okkur sér-
lega dýrmætt. Því er verulegt
áhyggjuefni að sérfræðiþjónusta er
nú enn og aftur sett í uppnám.
Vil ég nýta tækifærið hér og
hvetja heilbrigðisráðherra til að
flýta vinnu við endurskoðun á núver-
andi fyrirkomulagi þessa málafloks
og útbúa heildstætt kerfi svo heil-
brigðisþjónusta verði aðgengileg
fólki óháð búsetu.
Sérfræðiþjónusta
lækna á landsbyggðinni
Eftir Ingibjörgu
Ólöfu Isaksen » Landsbyggðarfólk á
skýlausan rétt á
sömu þjónustu og íbúar
á höfuðborgarsvæðinu
og gott aðgengi að þeim
fáu sérfræðilæknum
sem starfa úti á landi er
okkur sérlega dýr-
mætt.
Ingibjörg
Ólöf Isaksen
Höfundur er framkvæmdastjóri
Læknastofa Akureyrar og bæjar-
fulltrúi á Akureyri.