Morgunblaðið - 22.12.2018, Blaðsíða 31
ar stundir sem eftir lifa í
minningunni. Þar var Vífill oft
hrókur alls fagnaðar og margar
skemmtilegar sögur sagðar og
hlegið dátt. Hann hafði sterkar
skoðanir og lá ekki á þeim, hafði
lúmskt gaman af því að ganga
fram af fólki og fá viðbrögð.
Hann vann ýmis störf bæði til
sjós og lands og áhugamálin
voru mörg en síðustu árin stóð
golfið upp úr sem hann stundaði
ásamt Önnu konu sinni og fóru
þau margar golfferðir jafnt inn-
anlands sem utan.
Eftir að Vífill komst á „aldur“
var hann byrjaður á leikskóla að
eigin sögn þar sem hann vann
nokkra tíma á dag og sagði það
vera með skemmtilegri vinnu
sem hann hafði stundað.
Hann var vinamargur og
ræktaði vel vini sína, ættingja
og fjölskyldu.
Elsku Anna, Svala, Steinar,
Kalli, tengdabörn, barnabörn og
litla langafastelpan, þið hafið
misst mikið en minningin um
Vífil mun lifa í hjörtum ykkar
og okkar allra um ókomna tíð.
Söknum þín, elsku bróðir,
Bragi, Helga og Gígja.
Stutt er síðan við samfögn-
uðum Vífli á 70 ára afmælinu í
ágúst. Glaðbeittur sat hann svo
við eldhúsborðið okkar 24. nóv-
ember, sötraði kaffi og sagði
okkur sögur og ýmis framtíð-
arplön.
Rétt rúmum tveimur vikum
síðar kvaddi hann þessa jarð-
vist. Skyndileg veikindi lögðu
hann snögglega að velli.
Við urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að kynnast þeim heið-
urshjónum í golfferð á Spáni.
Upp úr því myndaðist afar góð
vinátta sem við erum mikið
þakklát fyrir. Við ferðuðumst
saman innanlands og utan, spil-
uðum golf, borðuðum góðan
mat, hlógum mikið og nutum
lífsins.
Vífill átti reglulega leið til
Reykjavíkur og oftar en ekki
kíkti hann til okkar í kaffi. Þær
heimsóknir glöddu okkur alltaf.
Við þökkum fyrir vináttuna
og samverustundirnar og kveðj-
um með sorg í hjarta. Brosum
þó líka þegar við hugsum til
hans því hann hafði svo einstakt
lag á því að segja skemmtilega
frá mönnum og málefnum.
Við munum sakna hans, en
mestur er söknuðurinn hjá
Önnu okkar, Svölu, Steinari,
Kalla, tengdabörnum og öllum
afkomendunum sem Vífill var
svo stoltur af. Hjartans sam-
úðarkveðjur sendum við þeim.
Sesselja Árnadóttir og
Sigurður Sigurðsson.
Við erum harmi slegin. Vífill
markaði djúp spor í okkar litla
samfélag með sínum skemmti-
lega, litríka og ljúfa karakter.
Hann hafði jafnan sterkar skoð-
anir á hlutunum og átti það til
að kynda vel upp í umræðum á
kaffistofunni. Vífill gat tautað
hressilega, fussað og sveiað og á
sama tíma verið með glettnis-
blik í augum. Hann hafði gaman
af því að hnýta í fólk á jákvæð-
an máta og koma þannig um-
ræðunum á flug. Á meðan um-
ræðurnar stóðu sem hæst átti
hann það til að halla sér aftur
með stríðnisglampa í augum og
taka vel í nefið.
Það sem kemur einnig upp í
hugann er hvað Vífill var dug-
legur þátttakandi í knattspyrnu-
starfinu á Höfn. Hann lagði sitt
á vogarskálarnar með ýmsum
hætti, keyrði landshorna á milli
með Sindraleikmenn, einnig eft-
ir að börnin hans hættu að spila.
Hann var dyggur stuðningsmað-
ur og mætti ávallt á völlinn.
Það var að vissu leyti ein-
stakt að fá karlmann á sjötugs-
aldri inn í leikskólastarfið og á
sama tíma svo dýrmætt fyrir
börnin að fá að hafa slíka fyr-
irmynd. Það eru mörg lítil
hjörtu á Sjónarhóli sem sjá á
eftir afa Vífli og hans verður
sárt saknað.
Elsku Vífill, við minnumst
skemmtilegrar nærveru þinnar
og þökkum fyrir samfylgdina
sem og velvildina í okkar garð.
Hugheilar samúðarkveðjur til
ykkar elsku Anna, Svala, Stein-
ar, Kalli og fjölskyldur.
Sindri Ragnarsson og
Fanney Björg Sveinsdóttir.
Glaður í sinni léttur í lund,
Ljúft var Vífli að kynnast,
Nú komið er að kveðjustund,
með kærleik munum hans minnast.
(Hulda Björk Svansdóttir.)
Elsku Vífill okkar, það er
sárt að vita til þess að þú kemur
aldrei aftur til okkar í leikskól-
ann Sjónarhól. Þú ert búinn að
tilheyra starfsmannahópnum
svo lengi. Þú byrjaðir að vinna á
Lönguhólum og tókst svo þátt í
sameiningu leikskólanna
Krakkakots og Lönguhóla sem
síðar fékk nafnið Sjónarhóll. Þú
mættir alltaf snemma til vinnu,
löngu áður en þinn vinnutími
var kominn.
Þú gerðir það til þess að geta
náð að hitta alla vinnufélagana
og spjalla við þá um heima og
geima áður en þú fórst inn á
deild að vinna með börnunum.
Þú mættir alltaf glaður til vinnu
og jákvæður, það var svo gott
að vera nálægt þér, grínistinn
okkar, sem hélst þétt utan um
starfsmannahópinn.
Þegar þú mættir til dæmis
inn í eldhús sagðir þú með
kankvísum svip: „jæja ég kem
nú bara til að athuga hvort ég
geti eyðilagt fyrir ykkur mat-
artímann“.
Það var alltaf stutt í spaugið
og þú varst manna fyrstur ef
átti að gera eitthvað í starfs-
mannahópnum utan vinnutíma,
að bjóða þig fram í að skutlast
með okkur.
Þú hafðir svo gott lag á að
tala við alla, kunnir vel á fólk og
vildir að öllum liði vel. Þú varst
vinsæll í barnahópnum og þegar
þú mættir í vinnu þá leystist allt
upp í vitleysu eins og þú orðaðir
það, börnin þutu til og kölluðu
Vífill, eða afi með tilhlökkunar-
rómi og væntumþykju og þú
heilsaðir öllum með sæll vinur,
sæl vinan. Þú varst hjálpsamur
og fljótur að grípa í verkfæri ef
eitthvað þurfti að laga. Þegar
við spurðum þig: hvernig hefur
þú það í dag? sagðir þú gjarnan:
„Lífið er of stutt til að eyða því í
að vera í fýlu, ég er bara kátur í
dag.“ Þetta voru sko orð að
sönnu, lífið þitt varð alltof stutt.
Þú kunnir marga brandara,
sögur, og vísur sem við fengum
að njóta og oftar en ekki fórst
þú að hlæja að sjálfum þér, ekk-
ert síður en öðrum. Þú smitaðir
alla af þínum einstaka húmor.
Þú varst svo víðsýnn, hafðir
sterkar skoðanir og varst alltaf
tilbúinn að ræða um heimsmálin
og pólitík. Vinnan var þér afar
mikilvæg og þú sagðir oft: „Hér
er gott að vinna.“
Stórt skarð hefur verið hogg-
ið í starfsmannahópinn. Við
kveðjum þig með virðingu og
þakklæti í huga og vottum fjöl-
skyldu þinni og vinum okkar
dýpstu samúð.
Þínir samstarfsfélagar í leik-
skólanum Sjónarhóli
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson.)
Fyrir hönd starfsfólks leik-
skólans Sjónarhóls,
Maríanna Jónsdóttir
leikskólastjóri.
Vífill okkar féll frá eftir stutt
veikindi og skilur eftir sig stórt
skarð í samfélaginu á Höfn. Víf-
ill var mikill mannvinur, kom
víða við og snerti hjörtu margra
á lífsleiðinni.
Hann var mikil félagsvera og
vann með ungum sem öldnum í
ýmsum verkefnum, svo sem á
leikskólanum, sem lestrarvinur í
grunnskólanum, húsvörður í
Nýheimum og við að keyra rút-
ur fyrir okkur í
knattspyrnudeildinni. Hann var
tíður gestur í sundlauginni, á
golfvellinum, fótboltavellinum, í
Sindrahúsinu og á hinum ýmsu
kaffistofum í bænum. Oftast var
gleði og mikið hlegið í kringum
Vífil, enda var hann hnyttinn og
stórskemmtilegur. Hann setti
það ekki fyrir sig að keyra með
fótboltafólkið okkar í langferðir
um allt land og verðum við hon-
um ævinlega þakklát fyrir alla
þá vinnu sem hann lagði í félag-
ið.
Hans verður sárt saknað úr
lífi okkar og störfum og við
munum lifa með góðum minn-
ingum um hann um ókomna tíð.
Fjölskyldu Vífils og vinum
sendum við okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hvíldu í friði, kæri vinur.
Með ást og virðingu.
Fyrir hönd knattspyrnudeild-
ar Sindra,
Kristján Guðnason.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018
Alúðarþakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýju við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður
og dóttur,
HREFNU HANNESDÓTTUR,
Hofslundi 8, Garðabæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Drafnarhúss og Ísafoldar fyrir einstaka umönnun og samfylgd
síðustu ár.
Ármann Guðmundsson
Hannes Ármannsson Kolbrún Lísa Hálfdánardóttir
Bergný Ármannsdóttir Árni Johnsen
Kristín Sigríður Skúladóttir
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát og útför eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
BJARNFRÍÐAR HARALDSDÓTTUR,
Fríðu á Ásfelli.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Höfða,
hjúkrunar- og dvalarheimilis Akranesi, fyrir
frábæra umönnun.
Sigurður Hjálmarsson
Sigríður Sigurðardóttir Jón Ágúst Þorsteinsson
Sæunn I. Sigurðardóttir Björn Baldursson
Haraldur Sigurðsson Elín Heiða Þorsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar okkar ástkæru
móður, tengdamóður, ömmu, langömmu
og langalangömmu,
FJÓLU EGGERTSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
Heilbrigðisstofnunar Vesturlands, fyrir hlýju og góða umönnun.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
Sigga, Bára, Hanna og Dísa
Elsku eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
JÓHANNES ÁGÚSTSSON,
Holtsgötu 41,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum laugardaginn
15. desember.
Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn
27. desember klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hans er bent
á hjartadeild Landspítalans.
Elísabet Guðmundsdóttir
Guðmundur B. Jóhannesson
Júlíus Ágúst Jóhannesson Elínborg E. Guðjónsdóttir
og afastrákarnir
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur vináttu, samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar bróður okkar, mágs
og frænda,
MAGNÚSAR BERGSSONAR
rafvirkja,
Hilmisgötu 4, Vestmannaeyjum,
sem lést 15. nóvember.
Innilegar þakkir til þeirra sem önnuðust hann af alúð á
sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum og einnig þökkum við þeim
sem heimsóttu hann og styttu honum stundir þar eða sýndu
honum á annan hátt vináttu.
Guð blessi ykkur öll.
Karl Bergsson Erna Sigurjónsdóttir
Þórey Bergsdóttir Jón G. Tómasson
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRA ERLA HALLGRÍMSDÓTTIR,
Akraseli 13,
lést á líknardeild Landspítalans
miðvikudaginn 19. desember.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 4. janúar
klukkan 13.
Edda Björnsdóttir Halldór Jón Sigurðsson
Þórunn Árnadóttir Ívar Ásgeirsson
Árni Þór Árnason Mimmo IIlvonen Árnason
Jenný Árnadóttir Jay Manganello
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku maðurinn minn,
DR. VALGARÐUR EGILSSON,
læknir og rithöfundur,
Hólatorgi 4, 101 Reykjavík,
sem lést á heimili okkar 17. desember, verður jarðsunginn frá
Dómkirkjunni föstudaginn 28. desember kl. 15.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Katrín Fjeldsted
Elskulegur faðir okkar,
ÓTTARR MÖLLER
forstjóri,
lést á Hrafnistu í Reykjavík 19. desember.
Emilía Björg Möller
Kristín Elísabet Möller
Erla Möller
Auður Margrét Möller
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EYMUNDUR KRISTJÁNSSON,
Baughól 21, Húsavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
þriðjudaginn 18. desember.
Jarðsungið verður frá Húsavíkurkirkju föstudaginn
28. desember klukkan 14.
Lilja Skarphéðinsdóttir
Kristján Eymundsson Marian Knudsvik
Ásta Eir Eymundsdóttir Hrafn Karlsson
Helga Dögg Aðalsteinsdóttir
og afagullin öll