Morgunblaðið - 22.12.2018, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.12.2018, Qupperneq 41
DÆGRADVÖL 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það þarf ýmislegt að leggja á sig til þess að halda sambandi við annað fólk gang- andi. Því væri upplagt að gera sér glaðan dag í góðra vina hópi. 20. apríl - 20. maí  Naut Ekki bíða eftir því að hlutirnir gerist, taktu málin í þínar hendur. Þú kannt að gera mikið úr litlu. Ýmislegt óvænt á eftir að koma upp úr kafinu næstu vikur. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Haltu fast um pyngjuna núna fyrir jólin. Þú hefur of lengi bitið á jaxlinn, drífðu þig til læknis og bættu ástandið. Einhver nær að plata þig. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú gætir fundið fyrir tilfinningum í garð einhverrar manneskju sem er mjög ólík þér. Einhver ágreiningur gæti komið upp varð- andi heimilisþrifin og þá er að komast að sam- komulagi. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að finna leið til þess að vinna hugmyndum þínum brautargengi. Ræktaðu garðinn þinn, þá verða allir í kringum þig glað- ari. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Framtíðin er björt og mikið verður um ferðalög á komandi ári. Vertu opin/n fyrir hug- myndum frá yngstu kynslóðinni. Einhver þér nákominn gengur í hjónaband fljótlega. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú stendur á tímamótum og þarft að gera upp hug þinn til nýrra verkefna. Það kemur upp ósætti í vinahópnum sem þó leysist fljótt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Eitthvað sem tengist fjármálum og eignum veldur þér áhyggjum í dag. Vertu viss um að þú eigir fyrir því sem þú kaupir. Nýr fjölskyldumeðlimur kemur til sögunnar fljót- lega. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú nýtur þess að undirbúa jólin og barnsleg gleði þín hefur áhrif á alla sem um- gangast þig. Vertu opin/n fyrir hugmyndum annarra og láttu alla fá hlutverk sem það vilja. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þig langar til að kaupa eitthvað og það strax. Einhver gengur á eftir þér með gras- ið í skónum. Fall er fararheill. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur alla möguleika á því að fá fólk til liðs við þig ef þú gætir þess að flytja mál þitt með öfgalausum hætti. Ef einhver vill létta undir með þér skaltu þiggja það. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það er ekki létt verk að vera vinur margra í einu. Sópaðu áhyggjunum undir tepp- ið í nokkra daga, þær breyta hvort sem er engu. Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Þór og Elli þreyttu forðum. Þau má finna á veisluborðum. Leynist hérna lítil sáta. Líka faðmur hlýr úr máta. Þessi er lausn Hörpu á Hjarðar- felli: Þreyttu fangbrögð Þór og Elli. Þarna eru veisluföng. Forðum saxað fang í hvelli. Fangi vafði börnin svöng. Helgi Seljan svarar: Fangbrögð áður þreyttu Þór og Elli. Þarna ég sé nú veizluföng á borði. Föngin saxa réð á flottum velli. Í fang’ans stúlkan hneig með kær- leiksorði. Þessi er lausn Guðrúnar Bjarna- dóttur: Fangbrögð þreytti Þór við Ella, þurfti síðan veisluföng. Á túni falleg föng. Þar gella í fang tók Þór. Samt líka svöng. Helgi R. Einarsson leysir gátuna þannig: Að lausn oft virðist löng leið og frekar ströng, rétt, nú eða röng. Hér rímar allt við föng. Þessi er skýring Guðmundar: Fangbrögð þreyttu Þór og Elli. Þekja matföng veisluborð. Fang er sáta flutt af velli. Fang er hlýtt á baugaskorð. Þá er limra: Kvað Manga við svanga Manga: Með þér út á langa tanga mig langar að ganga að leita fanga, ég nenni ekki heima að hanga. Og síðan ný gáta eftir Guðmund: Sólin skín í gegnum gler, geislum baðar land og ver, gatan bein og greiðfær er, gátu sendi nú frá mér: Frem ég það, ef flýti mér. Fæðu hún að munni ber. Þetta mannsins ævi er. Í þau rýtingurinn fer. Um aldamótin flutti Páll úr Loð- mundarfirði norður á Sléttu og dvaldi hjá mági sínum sr. Halldóri á Presthólum. Hér víkur Páll að þrætugirni hans: Hér er rifist hvíldarlaust, svo hófi engu nemur, vetur, sumar, vor og haust – og verst ef einhver kemur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Fangs er von að frekum úlfi Í klípu „Þessi sjálfsagi er aÐdáunarverÐur.” eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ég skil ekkert í þessu, gulrótagrösin virÐast vera aÐ minnka!” Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að skilja að hún hefur rétt fyrir sér – þú ert ekki í góðu formi. EXTRA-EXTRA-EXTRA-EXTRA- EXTRA-EXTRA GRÍÐARSTÓRA OFURLÚXUS PÍTSU NÚ ÞEGAR JÓLIN NÁLGAST … ÞÚ SLEPPTIR EINU „EXTRA” SKALTU TRYGGJA AÐ FÓLK VITI RÉTTAR STÆRÐIR ÉG VILDI ÓSKA ÞESS AÐ ÉG GÆTI FENGIÐ AFTUR HVERN EYRI SEM ÉG HEF EYTT Í BJÓR! JAHÁ! ÉG MYNDI KAUPA BRUGGHÚS!!ÞAÐ ER ALDEILIS! VIÐ VÆRUM MOLDRÍK! Játast verður að þegar þetta er rit-að, síðdegis föstudaginn 21. des- ember, hefur Víkverji varla gert nokkurn skapaðan hlut til að undir- búa jólin. Hann heldur því inn í jólafríið með sótsvarta samvisku og langan tossalista af hlutum sem þarf að gera. Efst á blaði er að kaupa jólatré en ekki langt undan er kaup á gjöf handa betri helmingnum. Þá þarf að þrífa heimilið svo einhver sómi sé að og í kjölfarið rifja upp hvernig blessuðum jólamatnum var tjaslað saman í fyrra. Þá á vitaskuld eftir að kaupa inn allan matinn, maltið og appelsínið og eina alvöru- vínflösku. Ef ekki tvær. Þetta er bara það sem kemur fyrst upp í hug- ann því ekki hefur Víkverji enn gerst svo forsjáll að útbúa téðan tossalista sem hann þarf að komast yfir. x x x Óskandi er að Víkverja takist aðsýna af sér mikinn dugnað framan af degi því síðdegis, nánar tiltekið klukkan 17.30, á hann fund við gamlan og traustan vin. Með honum á Víkverji ófáar frábærar minningar. Sú besta er frá miðviku- deginum 26. maí 1999. Þann dag voru Víkverji og þessi gamli félagi reyndar í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð hvor frá öðrum. Hann var á Camp Nou-vellinum í Barcelona en Víkverji á kránni Rauða ljóninu á Eiðistorgi en þrátt fyrir fjarlægðina bundust þessir tveir einhverjum órjúfanlegum böndum þennan dag. Nú er Óli Gunnar Solskjær mættur aftur til starfa hjá sigursælasta lið- inu á Bretlandseyjum, sem gefur Víkverja tilefni til að gleðjast. Enda annað vart hægt eftir það sem á und- an er gengið. x x x Líður nú að lokum árs og þá kepp-ast miðlar við að setja saman árslista og upprifjanir ýmiss konar. Víkverji tekur fullan þátt í þessu enda er fátt skemmtilegra en listar. Það er sjaldnast ástæða til að flækja hlutina mikið og því hefur Víkverji ákveðið að útnefna þrjá merkustu einstaklinga sem féllu frá á árinu 2018. Þeir eru, raðað í mikilvægis- röð: Kim Larsen, Burt Reynolds og Anthony Bourdain. Yðar skál, herra- menn. vikverji@mbl.is Víkverji Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. (Lúkasarguðspjall 1.68) SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐ ÞÉR AÐ KOSTNAÐAR-LAUSU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.