Morgunblaðið - 22.12.2018, Qupperneq 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi
– sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Kirkjur Íslands: Skrúði og áhöld. Straumar og stefnur í Bogasal
Kirkjur Íslands: Með augum biskups og safnmanna í Myndasal
Heiða Helgadóttir – NÆRandi á Vegg
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur
úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjud.-sunnud. kl. 10-17
VÉFRÉTTIR – KARL EINARSSON DUNGANON
LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign
BÓKFELL eftir Steinu í Vasulka-stofu
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga nema mánudaga frá kl. 10-17
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TENGINGAR – SIGURJÓN ÓLAFSSON
OG NOKKRIR SAMFERÐAMENN HANS
Opið allar helgar frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
- HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 13-17.
Bergstaðastræti 74, sími 515 9625, www.listasafn.is
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Guðrún Eva Mínervudóttir hefur
gefið út sitt fyrsta smásagnasafn,
Ástin Texas, en hún hefur gert
garðinn frægan með skáldverkum
sínum og sló seinast í gegn með
bókinni Skegg Raspútíns, sem
kom út fyrir ári. Nú einbeitir hún
sér hins vegar að smásagnaform-
inu, þar sem unnt er að skapa
stemningu og kafa strax djúpt inn
í söguheim persónanna.
„Það sem er svo stórkostlegt við
smásöguna, að öllum öðrum form-
um ólöstuðum, er að þú getur far-
ið beint inn í stemningu og beint á
dýptina í staðinn fyrir að þurfa
alltaf að vera að plotta,“ segir
hún. „Þetta er meira opið í báða
enda og maður á að geta dottið
inn í söguna algjörlega fyrirstöðu-
laust. Í smásögunum er líka þessi
hvíld frá stóra plottinu sem er svo
áberandi í kringum okkur, í skáld-
sögunum og í glæpasögum sem við
fáum líka stóran skammt af í sjón-
varpsþáttum og kvikmyndum.“
Sögurnar fjalla allar um ástina
á ólíkan hátt og tengjast lauslega.
Mormónatrúboðinn Austin Texas
kemur fram í tveimur af fimm
sögum bókarinnar en hann er
byggður á samnefndum trúboða
sem Guðrún hitti og varð kveikjan
að persónunni.
„Oft þegar ég hitti nýtt fólk og
það segir eitthvað eftirminnilegt
við mig fæ ég smá eldingu í haus-
inn. Þá fer eitthvað í gang og ég
byrja að skrifa. Í þetta skipti var
það mormónatrúboði sem heitir
Austin og er frá Texas,“ segir
Guðrún og bætir við að bókin sé
nefnd í höfuðið á Austin.
Sýnin og tónninn
tengir sögurnar
Guðrún byrjaði óvænt á bókinni
og fyrr en varði var hún farin að
fá mormóna í heimsókn til sín einu
sinni í viku um nokkurt skeið við
vinnslu bókarinnar, undir þeim
formerkjum að hún væri að vinna
með mormónapersónur. Í bókinni
koma fram beinar tilvitnanir frá
Austin sjálfum og er hann settur
inn í skáldaðar aðstæður, en það
er gert með leyfi hans. Austin er
mikilvæg persóna og lendir tvíveg-
is í hlutverki ástarguðs.
„Allar þessar sögur eru í ein-
hverjum skilningi ástarsögur en
það má segja að allt í lífinu fjalli
óbeint um ástina. Ég myndi segja
að í báðum sögunum þar sem titil-
persóna bókarinnar kemur fyrir
lendi hann óvart í hlutverki Kúp-
íds, ástarguðsins. Hann hjálpar
óafvitandi til við að tendra aftur
eld milli hjóna sem eru sundur og
saman og í hinu tilvikinu verður
hann til þess að dauðvona kona
býður heim til sín örlagabyttunni
sem hún er ástfangin af.
Það sem tengir sögurnar fyrst
og fremst er sýnin og tónninn í
þeim en þær eru ekki og eiga ekki
að vera á neinn hátt keimlíkar.
Tengingarnar á milli þeirra eru
það lauslegar að sögurnar gætu
alveg eins verið án þeirra, það
skiptir ekki öllu máli í samheng-
inu. En á sama tíma eiga þær
mjög vel saman.“
Ástarsambönd eru ekki til
Í byrjun bókarinnar birtist les-
endum orðsending frá heimspek-
ingnum Lacan sem hljóðar svo:
„Ástarsambönd eru ekki til.“ Þessi
orð gripu Guðrúnu en hún skilur
þau sem svo að enginn sé í raun
og veru í sama ástarsambandi.
„Það sem ég held að hann sé að
„Innblástur er eitt af
Guðrún Eva Mínervudóttir einbeitir sér að smásögum
Segir smásagnaformið veita hvíld frá stóra plottinu
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Guðmundur Óskar ykkur gleðilegra
jóla nefnist ný jólastuttskífa sem varð
fyrir skömmu aðgengileg á streymis-
veitunni Spotify og eins og nafnið gef-
ur til kynna er maðurinn sem stendur
að útgáfunni Guðmundur Óskar Guð-
mundsson, bassaleikari og lagasmið-
ur með meiru.
Hefur skífan (ef
skífu skyldi kalla
þar sem útgáfan
er á netinu) að
geyma fjögur
jólalög flutt af
Ylju, Sölku Sól og
Sólkerfinu, tríóinu Fjörkum og Valdi-
mar Guðmundssyni.
Valdimar syngur „Hvað hefur orð-
ið um jólin?“, Salka og Sólkerfið flytja
„Sérhver jól“, Tríóið Fjarkar flytur
„Þú þarft ekki að vera jólasveinn“ og
Ylja tekur fyrir hið sígræna „Have
yourself a merry little Christmas“.
Birkir Blær samdi textana
Lögin eru öll tökulög og öll með ís-
lenskum textum nema eitt. Valdimar
syngur lag eftir Jimmy Webb sem
kom út á jólaplötu Frank Sinatra
1968, Salka syngir „I’m in the mood
for love“ og Tríóið Fjarkar flytur
gamalt Inkspots jólalag sem heitir á
frummálinu „You don’t have to be a
Santa Clause“. Textann við lögin
samdi Birkir Blær Ingólfsson.
Guðmundur er spurður að því
hvort flytjendur hafi sjálfir valið lögin
sem eru á skífunni og svarar hann að
þeir hafi gert það og hann tekið lögin
upp, öll nema Sölku-lagið sem hafi
verið umfangsmeira en hin, Hamm-
ondorgel og fleira sem gert hafi að
verkum að fara þurfti í hljóðverið
Sýrland til að taka lagið upp.
Aldrei tímanlega
„Við fórum svo seint að hugsa um
þetta að það varð enginn tími fyrir
neitt nema svona smájólakort,“ segir
Guðmundur, spurður að því hvort
stuttskífan komi út víðar en á Spotify
og í mögulega í öðru formi, þ.e. föstu.
– Hvers vegna ákvaðstu að senda
frá þér svona litla jólaplötu?
„Ég var fyrir tilviljun beðinn um að
pródúsera þessi fjögur lög á sama
tíma,“ svarar Guðmundur, „og maður
ætlar aldrei að læra það, ár eftir ár,
að vera tímanlega. Það er alveg fá-
ránlegt, sko!“
Guðmundur segir að honum finnist
það tilheyra jólunum að senda eitt-
hvað jólalegt frá sér út í kosmósið. Sú
hefð hans eigi rætur að rekja til þess
tíma er hann var í hljómsveitinni
Hjaltalín. „Fyrsta Hjaltalín-lagið var
jólalag sem kom út á safnplötunni
Stúfur árið 2004. Síðan þá hef ég allt-
af reynt að gera eitthvað, þótt það sé
ekki meira en að brenna 30 diska og
gefa í jólagjafir eða taka upp eitthvað
smá. Einu sinni gerðum við Siggi
bróðir [Sigurður Guðmundsson,
söngvari og hljómborðsleikari] plötu
sem hét Jól í skúrnum. Þá bjuggum
við í bílskúr og tókum upp fimm, sex
lög og brenndum á diska.“
Tilheyrir jólum að senda
eitthvað jólalegt frá sér
Guðmundur Óskar öllum gleðilegra jóla á Spotify
Tríó Örn Eldjárn, Valdimar Guðmundsson og Guðmundur Óskar.
Myndlistarkonurnar Valgerður Ýr
Magnúsdóttir og Berglind Erna
Tryggvadóttir hlutu í gær styrki úr
Styrktarsjóði Guðmundu Andrés-
dóttur í Listasafni Íslands.
Samkvæmt skipulagsskrá Styrkt-
arsjóðs Guðmundu Andrésdóttur er
markmið hans „að styrkja og hvetja
unga og efnilega myndlistarmenn
til náms.“ Stjórn sjóðsins veitti
hvorri þeirra styrk að upphæð ein
og hálf milljón króna.
Stjórn sjóðsins skipa Aðalheiður
Valgeirsdóttur, Harpa Þórsdóttur
og Jóhann Torfason.
Samkvæmt erfðaskrá Guðmundu
Andrésdóttur listmálara var stofn-
aður styrktarsjóður í hennar nafni
sem er í vörslu Listasafns Íslands.
Guðmunda (1922-2002) tilheyrði
þeirri kynslóð listamanna sem á
sjötta áratug síðustu aldar ruddi
abstraktlistinni hér braut. Það var
innan þessa tjáningarforms sem
Guðmundu tókst að þróa mjög svo
persónulega listsköpun, sem gerir
framlag hennar til samtímalistar á
Íslandi sterkt og áhrifamikið. Sam-
kvæmt erfðaskrá sinni arfleiddi
hún Listasafn Íslands, Listasafn Há-
skóla Íslands og Listasafn Reykja-
víkur að fjölda listaverka sinna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veglegir styrkir Berglind Erna og Jón Sölvi sem tók við fyrir Valgerði Ýr,
sem er við nám í Noregi, við afhendingu styrkjanna í Listasafni Íslands.
Tvær hlutu styrki
úr sjóði Guðmundu