Morgunblaðið - 22.12.2018, Síða 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018
eignasala@eignasala.is
Óskum landsmönnum
gleðilegra jóla og
farsældar á komandi ári
Þrátt fyrir að vera ekki orð-inn þrítugur hefur AronEinar Gunnarsson, fyrirliðikarlalandsliðsins í fótbolta
undanfarin sex ár, verið á hvers
manns vörum í um sex ár og „þjóðar-
eign“ eftir árangur liðsins á nýliðnu
Evrópu- og heimsmeistaramóti. Því
fer vel á því að
hann staldri við á
þessum tímamót-
um, horfi yfir far-
inn veg og segi
frá upplifuninni
frá eigin sjónar-
horni.
Aron Einar
kemur til dyr-
anna eins og hann
er klæddur og er einlægur í frásögn
sinni. Sem strákur segist hann ekki
hafa átt sér þann draum að verða
landsliðsmaður. Hann hafi verið
mikill orkubolti, fylgst lítið sem ekk-
ert með landsliðinu og nánast ekkert
horft á fótbolta enda upptekinn í
eigin leik. Spor sem margir geta sett
sig í.
Þetta er lýsandi dæmi um frásögn-
ina. Aron er einn af okkur og hver
sem er getur sett sig í hans spor. Þar
til kemur að lífsviðurværinu. Þá fer
hann fram úr flestum enda leggur
hann sig allan fram í öllu sem hann
tekur sér fyrir hendur.
Atvinnumennska í íþróttum er
harður skóli og ekkert sjálfgefið. Ar-
on hefur gengið í gegnum marga
prófraunina og það er með þetta
starf eins og svo mörg önnur að hver
er sinnar gæfu smiður. Eins og
margoft kemur fram hefur Aron alla
tíð þurft að fá útrás fyrir orkuna og
snemma ákvað hann að nota hana til
þess að vera betri en hinir. Ekkert
flóknara en það. Hitt lykilatriðið og
ekki síðra enda styður það hið fyrra
er samheldin fjölskylda. Mömmu-
strákurinn verður það alltaf og hann
er líka hreykinn af Kristbjörgu,
eiginkonu sinni. „Við erum heppnir
gæjar“ (bls. 134).
Mikið er spunnið í Aron sem
knattspyrnumann. Hann er sannur
fyrirliði og mikill leiðtogi. En hann
er ekki aðeins þessi harði nagli úti á
velli heldur ljúf fyrirmynd, góður
leiðbeinandi og stoltur fjölskyldu-
faðir. Í heimi atvinnumanna snýst
allt um það að vera bestur og ná
besta árangri. Ekkert pláss fyrir til-
finningar. Enga viðkvæmni. Þessu
er Aron ekki sammála og leynir því
ekki að hann hafi gengið til sálfræð-
ings. „Lífið er meira en fótbolti“ seg-
ir hann eftir að hafa misst af fæðingu
frumburðarins. „Þegar ég fékk
drenginn í hendurnar áttaði ég mig á
því hvað fótbolti er mikið prump mið-
að við lífið sjálft“ (bls. 130).
Saga Arons er skemmtileg og Ein-
ar Lövdahl setur hana í búning við
hæfi. Prófarkalestur Ingibjargar
Valsdóttur er til fyrirmyndar og
myndir prýða góðan texta. Þetta er
ekki aðeins saga um sigra og töp
heldur frásögn manns, sem hefur
þurft að glíma við marga erfiðleika.
Hann bendir á leiðir til úrbóta, er
raunsær en um leið úrræðagóður og
skapandi. Að ekki sé minnst á húm-
orinn, sem er aldrei langt undan.
Saga Arons á ekki aðeins erindi til
unnenda knattspyrnu heldur allra
sem láta sig lífið varða. Tilvalin
kennslubók en umfram allt gott efni
um góðan dreng sem hefur látið gott
af sér leiða og ætlar að halda því
áfram.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Fyrirliðinn „Saga Arons á ekki aðeins erindi til unnenda knattspyrnu heldur
allra sem láta sig lífið varða,“ segir rýnir um sögu landsliðsfyrirliðans.
Orka og inn-
blástur frá fót-
bolta og fjölskyldu
Ævisaga
Aron – Sagan mín bbbbn
Einar Lövdahl skrásetti.
Fullt tungl 2018. Innb., 302 bls.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Dvórák: Píanókvintett nr. 2 í A Op.
81.* – Schubert: Píanókvintett í A
D667, „Silungakvintettinn“.** Rögn-
valdur Sigurjónsson píanó*, Rut Ing-
ólfsdóttir fiðla, Helga Hauksdóttir
fiðla*, Graham Tagg víóla, Pétur Þor-
valdsson selló, Einar B. Waage
kontrabassi**. Upptökur: RÚV 1974*
og 1976**. Útg.: Smekkleysa SMG 8,
2018 bbbmn
,Kjarni kjarnans í list listanna‘
(svo vitnað sé í munntama skilgrein-
ingu á klassískri kammermúsík, er
annars mætti kalla á mörkum hins
mögulega á hérlendum dvergmark-
aði, jafnvel þótt framlag landans sé
furðubeysið
miðað við
beztu erlendu
aðstæður)
birtist nýverið
í formi útgáfu
hugsjóna-
sprottna
plötufyrirtæk-
isins Smekkleysu á kannski tveim
kunnustu píanókvintettum (?: fyrir
píanó og strengjakvartett) fornra
stórmeistara í meðförum sumra
fremstu íslenzkra hljómlistarmanna
frá 8. áratug síðustu aldar; s.s. frá
þeim tíma er hérlent tónlistarlíf tók
fjörkipp í kjölfar nýstofnaðrar
Listahátíðar. Að virðist aðallega fyr-
ir tilstilli Rutar Ingólfsdóttur í til-
efni af aldarafmæli Rögnvalds Sig-
urjónssonar píanóleikara
(1918-2004) er margir minnast einn-
ig fyrir einstæða útvarpsþætti hans
um „Túlkun í tónlist“ á 9. áratug.
Það liggur því kannski í hlutarins
eðli að forvitnilegasta hlið þessarar
útgáfu felst einkum í nærtækri upp-
rifjun á tónmenningarsögu lands-
manna. Og þar kemur sumt á óvart.
Eflaust hafa síðar meir birzt
merkari hljóðritanir á ofangetnum
snilldarverkum, jafnt tækni- sem
túlkunarlegra séð. Hitt stendur þó
eftir, að enn hefur fjarska fátt verið
gefið út af klassísku tónlistar-
framlagi forvera okkar. Væri því
ærið athugunarefni hvað fleira
mætti draga fram úr bústnum fór-
um útvarps allra landsmanna sem
verðskuldar endurvakningu – hvað
þá á tímum þegar síaukin einkavæð-
ing hneigist æ meir að stundar-
tengdari viðfangsefnum hérs og
nús.
Vonandi hvetur þetta þarfa fram-
tak til frekari slíkra aðgerða, enda
stendur þessi vel undir sínu.
Jórunn Viðar: Söngvar. Erla Dóra
Vogler MS og Eva Þyri Hilmarsdóttir
píanó. Upptaka: Hannesarholti
Reykjavík, 28.-29.5. 2018. Útg.:
JV2018. bbbnn
Jórunn Viðar (1918-2017) var
fyrst íslenzkra kvenna til að nema
tónsmíðar á fag-
skólastigi og
markaði sér
einna eftir-
minnilegast orð-
spor í grein
sönglaga. Ekki
aðeins fyrir víða
auðheyrð þjóð-
leg áhrif, heldur einnig fyrir að
mínu viti hrífandi fersk persónuleg
tilþrif í ýmist hefðbundnum, ný-
klassískum eða jafnvel framsæknum
módernískum anda. Situr þar marg-
ur eyrnayrmill eftir með manni,
jafnvel þótt einungis sé getið ,hins
íslenzka Álfakóngs‘ Kall sat undir
kletti, Vísna Fiðlu-Bjarnar eða hins
dáspræka dadaíska impressjónisma
Unglingsins í skóginum við ljóð Kilj-
ans.
Þessi nýi hljómdiskur (,JV2018‘)
með 14 frumsömdum lögum Jór-
unnar og 12 útsetningum hennar á
íslenzkum þjóðlögum myndar auð-
fúsa viðbót við fyrri útgáfur á
söngvaseiði Jórunnar, ekki sízt fyrir
pottþéttan píanóleik Evu Þyriar.
Að vísu var ég ekki alltaf jafn-
sáttur við einsönginn; fannst hann
stundum mega tjalda meiri fjöl-
breytni í textatúlkun og skýrleika í
framburði miðað við suma fyrri (oft-
ast karlkyns) söngvara, auk þess
sem frekar mjóslegið raddfæri Erlu
Dóru vantaði á köflum meiri dýpt og
fyllingu. En ef marka má frekar
ungan aldur er þó aldrei að vita
nema úr eigi eftir að rætast.
Íslenzki álfakóngurinn
Hlýtt á tvo nýútgefna og ólíka íslenzka hljómdiska.
Ríkarður Örn Pálsson
vindsvelgur@gmail.com
Tónskáldið Á öðrum hljómdiskinum flytja söngkonan Erla Dóra Vogler og
Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari sönglög eftir tónskáldið Jórunni Viðar.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ný sinfónísk passía byggð á hlutverki Solveigar í hinu
fræga leikverki norska leikskáldsins Ibsens verður frum-
sýnd á Festspillene-listahátíðinni í Bergen í maí. Passían
er flutt við hina kunnu tónlist Edvards Griegs við Pétur
Gaut og við nýtt handrit og eftir hugmynd Calixtos Bietos.
Textinn, samkvæmt Bergens Tidende, er eftir hinn kunna
rithöfund Karl Ove Knausgård. Með aðalhlutverkið fer
sópransöngkonan Mari Eriksmoen, Fílharmóníuhljóm-
sveit Bergen og Edvard Grieg-kórinn flytja en mynd-
listarkonan Sarah Derendinger hannar vídeóvörpun á
sviðinu. Uppsetningin er samstarfsverkefni nokkurra evrópskra menning-
arstofnana og verður verkið einnig sett upp í Reykjavík af Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands, í Kaupmannahöfn, Gautaborg, Vilníus og Bilbao.
Passía um Solveigu flutt í Reykjavík
Karl Ove
Knausgaard