Morgunblaðið - 22.12.2018, Blaðsíða 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. DESEMBER 2018
Um klukkan 20.20 sáust skyndilega
frá stjórnborða margar sprengju-
flugvélar fljúga í röð í lágflugi rétt yf-
ir sléttum haffletinum. Þetta voru
Heinkel 111-tundurskeyta- og
sprengjuflugvélar. Þær nálguðust að
því er virtist hægt en ákveðið ytri
verndarskipin.
„Verið viðbúin,“ hljómaði úr öfl-
ugum hátalara
eins loftvarna-
skipsins. „Átta
sprengjuflugvélar
nálgast.“
Stuttu seinna
breytti hún töl-
unni í tíu
sprengjuflug-
vélar. Alls voru
Heinkel-vélarnar
reyndar tuttugu og þrjár og auk þess
voru nokkrar Junkers 88-sprengju-
vélar einnig í nágrenninu. Áhafnir
allra skipa voru kvaddar á bardaga-
stöðvar, skipin sendu ljósmerki sín á
milli og skyttur tóku til starfa.
„Þarna koma þær!“ heyrði Alli að
einhver hrópaði svo að það bergmál-
aði um Ironclad og einmitt þá tóku
flugvélarnar á sig mynd og sáust
nálgast frá stjórnborðshlið skipalest-
arinnar. Samtímis glumdi í hátalara-
kerfum skipanna:
„Sprengjuflugvélar nálgast, þær
eru tólf … nei, þær eru átján … guð
minn góður, þær eru tuttugu og
fimm …“
Þýsku flugvélarnar dreifðu sér nú
samkvæmt fyrirfram ákveðinni árás-
araðferð í tvo hópa þar sem annar
hópurinn nálgaðist fremri hluta
skipalestarinnar á stjórnborða en
hinn hópurinn, sem taldi um það bil
tíu flugvélar, tók vinstri beygju á
stjórnborða og nálgaðist skipalestina
aftan frá.
Verndarskipin hófu fyrst skothríð
á flugvélarnar og síðan kaupskipin
hvert af öðru. Himinninn fram undan
flugvélunum varð sem veggur af
byssuskotum sem loguðu á himn-
inum með reykjarstrók aftan úr sér
og þegar þau lentu svo á haffletinum
kraumaði sjórinn af sprengjubrotum.
[…]
Carter skaut enn linnulaust og
Navy-strákunum var raðað sem
færibandi frá skotfærageymslunni að
byssunni til að fóðra byssuna með
kúlum. Þeir sem voru niðri í skot-
færageymslunni reyndust ekki nógu
sterkir til að lyfta sprengjunum nógu
hátt upp úr geymslunni. Ef þeir
misstu skotfærin í gólfið var hætta á
sprengingu og þá gæti skuturinn á
Ironclad beinlínis tæst í sundur.
Óbreyttu sjómennirnir voru því í flýti
kallaðir til og beðnir að lyfta skotfær-
unum. Þetta var þó á móti reglunum
því aðeins þeir sem tilheyrðu hernum
máttu meðhöndla skotvopn. En nú
þurftu allir sem vettlingi gátu valdið
að hjálpa til því líf þeirra lá við. Í
þetta sinn faldi Alli sig ekki í skrið-
dreka heldur tók til höndum og
hjálpaði til. Einn hásetanna kallaði
um leið og hann stökk niður í geymsl-
una:
„Ég heimta tvöfalt kaup!“
Þá svaraði annar: „Það gagnast
þér ekki dauðum!“
Síðan stukku þeir báðir niður í
skotfærageymsluna. Þeim tókst að
mata loftvarnabyssuna af skotfærum
og því var skotið látlaust úr loft-
varnabyssunni þeirra, eins og af öll-
um öðrum byssum allra skipanna.
Stanslaust þurfti að stilla byssuna
í hæð við árásarflugvélarnar. Vél-
byssuskothríð glumdi líka frá flug-
vélunum. Hluti af farmi Ironclad
voru margar tunnur af blýkvoðu sem
hafði verið raðað upp á þilfarinu.
Kvoðunni var blandað saman við
bensín og notuð á flugvélar. Þrjár
tunnur tættust í sundur eftir byssu-
kúlur en sem betur fer kviknaði ekki
í innihaldinu. Sprengikúla sat hins
vegar föst í yfirbyggingu Ironclad og
enginn hafði þor til að fjarlægja
hana. Skytturnar á nágrannaskipinu
Troubador voru sterklega grunaðar
um að hafa skotið kúlunni.
Bubbi hafði það hlutverk í þessum
hildarleik að vera uppi á byssupall-
inum og henda tómum skothylkjum
út af skotpallinum. Byssan spúði með
krafti úr sér sjóðheitum skothylkj-
unum og Bubbi þurfti að nota vett-
linga til þess að taka þau upp og
kasta þeim útbyrðis og um leið passa
sig á að verða ekki fyrir þeim þegar
þau spýttust úr byssunni. Hefði hann
fengið skothylki í höfuðið hefði hann
steinrotast. Byssan snerist stans-
laust í hringi til að halda miði á flug-
vél sem skyttan miðaði á. Alli stóð í
röðinni á dekkinu sem myndaði færi-
bandið með byssukúlurnar úr skot-
færageymslunni og fylgdist með
Bubba. Honum fannst hann vera
settur í brjálæðislega aðstöðu en
dáðist að því hve vel Bubbi leysti
þetta verk af hendi. Það var eins og
hann væri þaulvanur að umgangast
loftvarnabyssur. Stundum hentust
hylkin í járngrindina sem var í kring-
um byssupallinn og endurköstuðust
þaðan til baka og þurfti Bubbi því að
fylgjast með skothylkjunum frá báð-
um hliðum.
[…]
Þýskararnir höfðu ráðist að þeim
af öllu afli en PQ-17 var enn á sínum
stað. Áhafnir bæði fylgdarskipanna
og kaupskipanna höfðu staðið sig
eins og hetjur. Enginn um borð í
Ironclad hafði slasast, skipið var
heilt. Samkenndin og baráttuandinn
voru nú góð og mennirnir glöddust
yfir vel unnu verki. Það var engu lík-
ara en spegilslétt hafið og þokulaus
himinninn endurspegluðu tilfinn-
ingar þeirra. Atburðir kvöldsins
höfðu fært mönnum bæði á herskip-
unum og kaupskipunum góða von um
að skipin myndu komast á leiðar-
enda. Alls staðar voru menn að masa
og spjalla með miklu látbragði og
handapati. Þeir ræddu um hvað hafði
gerst, hvar hver hafði verið og hve-
nær, hvað þeir höfðu upplifað, hver
hafði séð eða gert hvað. Mönnum bar
ekki saman um hversu margar flug-
vélarnar voru sem höfðu gert árás
eða hvaða tegund þær voru, hvort
það hefðu verið sjóflugvélar eða ekki.
Orðaflaumurinn var mikill og menn
greindi á um eitt og annað. Adrena-
línið flóði og æsingurinn ætlaði seint
að stillast. Eitt var þó víst: þessi at-
burður myndi aldrei gleymast og
sagt yrði frá honum aftur og aftur.
Öllum var létt að hættan virtist af-
staðin, alla vega í bili.
Alla fannst þetta óraunverulegt.
Fyrir rúmum mánuði hafði hann dól-
að á dagróðrabát á Faxaflóanum. Nú
hafði hann lent í loftárás.
En þarna var hann samt ennþá og
í heilu lagi.
Upp úr klukkan tíu um kvöldið
voru skipverjar á Ironclad og hinum
kaupskipunum farnir að gera sér
vonir um að um frekari loftrárásir
yrði ekki að ræða þetta kvöldið. Eng-
inn vissi hvað morgundagurinn bæri
í skauti sínu en miðað við frammi-
stöðuna þennan dag virtist ekki
ástæða til að örvænta. Eftir aðeins
tvo til þrjá sólarhringa yrði PQ-17
komin svo langt í austur að hætta á
árásum Þjóðverja yrði hverfandi.
Jack Broome var líka bjartsýnn. Eft-
ir að hann hafði siglt á Keppel með-
fram röðum kaupskipanna í kvöldsól-
inni skrifaði hann í dagbók sína:
„Mér þótti eftir að hafa upplifað þá
staðfestu sem skipalestin og fylgdar-
skip hennar sýndu að ef skotfærin
entust, þá gæti PQ-17 komist hvert
sem er.“
En einmitt um það leyti sem
Broome ætlaði að nota tækifærið til
að halla sér stundarkorn tilkynnti
loftskeytamaður Keppels að skeyti
hefði borist frá London. Og hann ætl-
aði ekki að trúa sínum eigin augum.
En það var ekki um að villast. Stundu
síðar, klukkan 22.15 á þessu laugar-
dagskvöldi, tóku skipverjar í brúnni
á Ironclad eftir því að á Keppel hafði
nýr merkjafáni verið dreginn að
húni. Það voru skilaboð til bæði
kaupskipa og fylgdarskipa. Fáninn
var hvítur með rauðum krossi og
hafði ekki sést áður á siglingunni.
Moore og menn hans þurftu að fletta
upp í plöggum skipalestarinnar, sem
þeir höfðu fengið í Hvalfirði, til að
vita hvaða skipanir fælust í þessum
fána. Þegar þeir höfðu komist að því
lét Moore skoða plöggin aftur, vand-
legar. Hann og menn hans trúðu
nefnilega ekki eigin augum.
Hvíti fáninn með rauða krossinum
þýddi að PQ-17 yrði nú samstundis
leyst upp og tvístrað um allan sjó.
„Sprengjuflugvélar nálgast …“
Sumarið 1947 lagði skipalestin PQ-17 upp frá
Hvalfirði áleiðis til Arkangelsk með hergögn
handa sovéska hernum. Albert Sigurðsson var
háseti á einu af skipunum sem komust á leiðar-
enda eftir gríðarlega harðar árásir Þjóðverja.
Kolbrún Albertsdóttir ritar sögu Alberts í bók-
inni PQ-17-skipalestin.
Háskaför Lengri línan sýnir siglingu PQ-17 skipalestarinnar til og með 4. júlí 1942. Þjóðverjar náðu að granda 24
af þeim 35 kaupskipum sem lögðu upp frá Hvalfirði í herskipafylgd 27. júní. 153 sjómenn féllu.
Fylgdarskip Tundurspillirinn Wainwright úr bandaríska flotanum.
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri