Morgunblaðið - 29.12.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.12.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Opið virka daga kl. 09.00-18.30 og laugardaga kl. 12.00-16.00 VELKOMIN Í URÐARAPÓTEK Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi, lýkur á morgun göngu sinni frá Hvalnesskriðum, mörkum Suður- kjördæmis í austri, að Garðskaga- vita í vestri. „Ég setti mér þetta ára- mótaheit fyrir ári og var ekki viss um hvað ég væri að fara út í. Ég hefði reyndar getað verið búinn að klára þetta fyrir lifandis löngu, en ég reyndi að teygja úr þessu. Ég geng mikið almennt,“ segir Ásmundur, sem gengur oft áður en hann mætir á Alþingi fyrir klukkan átta á morgnana, að jafnaði um 40-50 kíló- metra í viku. Leiðin sem Ásmundur fór er 550 kílómetrar eftir akvegi, en hann hef- ur gengið tæpa 700 kílómetra. Síð- asti spölurinn verður 200. gönguferð Ásmundar frá Keflavík í Garðinn, en árið 2007 gekk hann hundrað ferðir til að styðja við bakið á Sævari Guð- bergssyni vini sínum, sem barðist við veikindi. Ásmundur hóf að ganga í kringum árið 2005, um fimmtugt þegar hann tók sér tak á ýmsum sviðum lífsins að eigin sögn. „Ég er með gerviliði í báðum hnjám og hafði misst mig dálítið í þyngdinni. Ég átti vont með þetta fyrst, en með tíð og tíma fór ég að ná upp gönguþreki. Fyrst þegar ég fór í 40 mínútna göngutúra gerði ég ekki meira þann daginn. Ég var illa á mig kominn,“ segir hann og nefnir að gönguferð- irnar séu góð leið til að hreinsa hug- ann og bera ábyrgð á eigin heilsu. „Þó að ég sé þéttur, þá er ég í svaka- lega fínu formi. Maður finnur það að lífið verður allt léttara og maður þarf ekki að vera einhver íþrótta- maður. Þetta snýst bara um eigin líðan.“ Gaman að ganga í vondu veðri „Oft er skemmtilegt að labba þeg- ar veðrið er verst og það er gaman að taka tímann til að halda dampi. Síðan hefur maður komið á staði sem maður hefur aldrei í lífinu kom- ið á,“ segir Ásmundur sem segir bæði kjósendur og aðra þingmenn hafa hvatt sig til dáða og hrósað hon- um fyrir framtakið. Hann hvetur þá sem vilja til að ganga með sér loka- sprettinn, 12 kílómetra, klukkan 12.00 á morgun. Þeir sem vilja ganga styttri leið geta slegist í hópinn klukkan 13.45 við verkstæði Sigga Ingvars í Garðinum, en þaðan eru þrír kílómetrar að vitanum. Boðið verður upp á heita súpu og hress- ingu að göngu lokinni og öllum ekið til baka að því loknu. Ásmundur léttur á fæti í Suðurkjördæmi  Lýkur göngu sinni sem spannar kjördæmið á enda Göngugarpur Ganga Ásmundar hófst í Austur-Skaftafellssýslu. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Alls hafa um 50 hvalrekar verið skráðir í ár en fram til þessa hafa hvalrekar mest verið skráðir um 30 á einu ári, að sögn Sverris Daníels Halldórssonar, líffræðings á Haf- rannsóknastofnun. Hann segir að mesta athygli veki mikill fjöldi and- arnefja sem hefur rekið, en upplýs- ingar hafa borist um 21 dýr af þeirri tegund. Einnig hafa Hafrann- sóknastofnun borist fregnir af fjölda hópa andarnefja nálægt landi, sér- staklega norðan- og austanlands. Óvenjumikinn fjölda andarnefja hefur rekið á land við norðanvert Atlantshaf á þessu ári og er fjölþjóð- legur hópur að vinna að greiningu hugsanlegra ástæðna þess. Líflegt í ágústmánuði Fyrir kemur að lifandi hvalir syndi á land eins og þegar tvær andarnefjur fundust í fjöru í Engey í ágústmánuði, en oftast er um staka hvali að ræða sem eru dauðir þegar þeir finnast reknir. Í meðfylgjandi töflu er yfirlit um þau dýr sem höfð voru afskipti af á árinu og eru andar- nefjurnar í Engey þeirra á meðal, báðar teljast í fjölda dýra þó að önn- ur þeirra hafi losnað. Til viðbótar fréttum af hvalreka má rifja upp að hátt í 100 grindhvalir eða marsvín voru á ferð í Kolgrafar- firði í ágústmánuði. Nokkru síðar voru um 70 grindhvalir í innsigling- unni í Rifshöfn á Snæfellsnesi. Þessa hvali rak hins vegar ekki á land og eru því ekki í upptalningunni, en sjö grindhvali rak á land á árinu. Hvalirnir, sem rekið hefur í ár, hafa verið af ýmsum tegundum og stærð. Meðal hvalreka má nefna dýr af tveimur tegundum af ætt svín- hvala. Annars vegar rak norð- snjáldra bæði á Rifi á Snæfellsnesi og í Vestmannaeyjum en hann er trúlega sjaldgæfasta hvalategundin sem rak á árinu, að sögn Sverris. Hins vegar rak fjórar skugganefjur á Austurfjörum, í Eskifirði, Barðs- nesi við Norðfjarðarflóa og við Streitisvita við Breiðdalsvík, en teg- undin er einnig mjög sjaldgæf við landið. Sveiflast á milli ára Sverrir segir að fjöldinn í ár sé óvenjumikill og ekki liggi fyrir hvað valdi. Fjöldi hvalreka sveiflist á milli ára og þess vegna gæti þeim fækkað aftur á næsta ári. Reyndar sé ekki ljóst hvort um raunverulega fjölgun sé að ræða eða hvort hluti af skýr- ingunni sé að fólk sé betur vakandi og meira á ferðinni heldur en áður. Sverrir segir að hugsanlega hafi suðlægar tegundir leitað norðar en áður vegna hlýnandi sjávar. Það gæti hugsanlega skýrt að rákahöfr- ungur er farinn að sjást oftar við landið en áður en fyrsta dýrið af þeirri tegund rak hér á land í Öræf- um 1984. Á heimasíðu Hafrann- sóknastofnunar er meðal annars fjallað um hvalakomur og hvalreka við strendur Íslands og segir þar: „Vöktun hvalreka er sérstaklega mikilvæg nú á tímum mikilla breyt- inga í lífríkinu og vekja margir rekar hins suðræna rákahöfrungs um síð- ustu aldamót og mikill fjöldi rekinna andarnefja árið 2008 t.d. athygli í því samhengi.“ Fagnar upplýsingum Verklagsreglur um aðkomu opin- berra aðila þegar hvali rekur á land voru gefnar út 2005 og er þar meðal annars kveðið á um vinnulag og verkaskiptingu. Að því koma Um- hverfisstofnun, lögreglan, Haf- rannsóknastofnun, Náttúrufræði- stofnun, Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga. Meðal hlutverka Hafrannsókna- stofnunar er að halda skrá yfir upp- lýsingar um hvali sem reka á land við Ísland og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um slíkar skráningar. Sverrir segir að stofnunin taki því fagnandi við öllum upplýsingum um slíka atburði og reynir eftir föngum að nálgast vefjasýni úr öllum dýrum sem koma á land. Stundum er erfða- greining eina leiðin til að greina um hvaða tegund er að ræða. Óvenjumikinn fjölda andar- nefja hefur rekið á land  Metfjöldi hvalreka hérlendis í ár  Tveir norðsnjáldrar, fjórar skugganefjur Hvalrekar árið 2018 Mynd/RAX Heimild: Hafrannsóknastofnun Hvaltegund Fjöldi dýra Andarnefja 21 Marsvín / Grindhvalur 7 Skugganefja 4 Hrefna 3 Hnúfubakur 3 Norðsnjáldri 2 Ógreint 2 Hnýðingur 2 Búrhvalur 2 Rákahöfrungur 1 Hnísa 1 Langreyður 1 Háhyrna 1 Samtals 50 Myndin er af andarnefju sem rak á fjöru við Hvalnes í Lóni haustið 2006 Tvö veiðiskip halda til loðnuleitar 4. eða 5. janúar og rannsóknaskipið Árni Friðriksson mánudaginn 7. jan- úar. Börkur NK heldur væntanlega frá Neskaupstað og Aðalsteinn Jóns- son SU frá Eskifirði og hefja skipin leit fyrir austan land. Rannsókna- skipið hefur leitina hins vegar fyrir vestan og leitar austur á bóginn. Þor- steinn Sigurðsson, sviðsstjóri upp- sjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir að til að byrja með verði þessi þrjú skip við leit, en hugsanlega bæt- ist Ásgrímur Halldórsson SF frá Hornafirði við. Starfsfólk frá Hafrannsóknastofn- un verður um borð í veiðiskipunum, sem eru meðal þeirra stærstu í flot- anum. Þorsteinn segir að spennandi verði að fara í loðnuleiðangur á Aðal- steini, en skipið var áður gert út frá Noregi og bar þá nafnið Libas. Það er vel tækjum búið, meðal annars til haf- rannsókna, og notaði norska hafrann- sóknastofnunin skipið mikið til rann- sókna. Vona að meira skili sér Ekki hefur verið gefinn út kvóti til loðnuveiða í vetur og gáfu niður- stöður umfangsmikils loðnuleiðang- urs í september, m.a. langt norður með Grænlandi, ekki ástæðu til bjart- sýni um loðnuveiðar. Í vikulangri könnun á Heimaey VE fyrir Norður- landi fyrr í þessum mánuði mældist svipað magn og í september. Það hefur eigi að síður vakið vonir útgerðarmanna um að meira af loðnu verði á ferðinni þegar líður á janúar. Hæpið sé að allur veiðistofninn sem hafi verið langt norður í hafi í septem- ber hafi verið kominn inn á Íslands- mið í desember og meira eigi því eftir að skila sér. aij@mbl.is Þrjú skip leita loðnu í ársbyrjun Morgunblaði/Börkur Loðnuleit Aðalsteinn Jónsson SU. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sendi í gær frá sér tilkynningu um að búist væri við svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2019 vegna meng- unar frá flugeldum. Styrkur svifryks var hár nær allan sólarhringinn 1. janúar 2018 en venjulega fellur styrkurinn hratt þegar líða tekur á nýárs- nótt. Voru borgarbúar því hvattir til að sýna aðgát og huga að börnum ásamt því að ganga rétt frá flugeldarusli. Þá segir að æskilegast sé að þeir sem eru viðkvæmir fyrir svifryki verði sem mest innandyra um miðnætti á gamlárskvöld og loka gluggum. Þá gæti heilbrigt fólk einnig fundið fyrir ertingu og óþægindum í öndunarfærum, jafnvel fram eftir nýársdegi. Varað við svifryki á nýársnótt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.