Morgunblaðið - 29.12.2018, Side 8

Morgunblaðið - 29.12.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 Geir Ágústssonverkfræðingur skrifar á blog.is: „Undanfarin 10-20 ár hefur ríkt ofur- viðkvæmni í mörg- um samfélögum. Slíkri viðkvæmni mætti lýsa sem svo að sá sem móðgast fyrstur eða stimplar sig sem mesta fórnarlambið hefur fengið að ráða yfir öllum öðrum.    Þessi ofurviðkvæmni hefur náðgóðum tökum á íslenskri dæg- urmálaumræðu. Besta dæmið er sennilega vitleysan sem fór í gang þegar einhver hjúkrunarfræðing- urinn móðgaðist yfir því að hafa lesið orðið hjúkrunarkona í barna- bók og vatt sér á samfélagsmiðla til að lýsa yfir hneykslun sinni.    Í Danmörku, þar sem ég bý, hafasumir reynt að láta ofur- viðkvæmnina stjórna öðrum en tekist eitthvað illa upp. Eitt mál fékk þó nokkra athygli í fjöl- miðlum hér. Þeldökk kona hafði móðgast yfir því að samstarfs- félagar hafi sungið gamalt og þekkt danskt þjóðlag um ljós- hærða stúlku. Henni fannst hún vera skilin útundan. Ég held að Danir hafi að lokum ákveðið að þetta væri kjánaskapur og að lagið væri gott og gilt.    Uppreisnin gegn ofur-viðkvæmninni er vonandi hafin.“    Ekkert skal fullyrt um hvortþessi uppreisn er hafin. Margt bendir til annars. Vitaskuld er sjálfsagt að sýna fyllstu tillits- semi í opinberri umræðu og öðrum samskiptum fólks. Gullna reglan á jafnan vel við. Það felur þó ekki í sér að fólki beri að beygja sig fyr- ir þeim sem hæst kvartar hverju sinni. Geir Ágústsson Ofurviðkvæmni á undanhaldi? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Eins og síðastliðin þrjú ár verður talið niður í áramótin á ljósahjúp Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík. Svanhildur Konráðsdóttir, for- stjóri Hörpu, segir að Harpa sé orðin stór hluti af þeirri skemmti- legu áramótahefð að telja niður ár- ið við þekkt kennileiti í ýmsum borgum víða um heim. „Hjúpurinn í Hörpu er nokkurs konar lifandi strigi sem við málum á til að fagna sérstökum tilefnum. Við erum alltaf að þróa þá fjöl- breyttu möguleika áfram. Ég held að flestir sjái þetta sem órjúfan- legan hluta þessa fallega húss okkar,“ segir Svanhildur og upp- lýsir að það sé mikið um að fólk komi saman í miðbæ Reykjavíkur um áramót og þá ekki síst erlendir ferðamenn sem líti á heimsókn í Hörpu sem ómissandi hluta af ferðinni. ,,Á gamlársdagdag verður ártal- ið 2018 látið lifa á hjúpi Hörpu. Klukkan 23.59 hefst niðurtalningin í sekúndum þar til á miðnætti að ártalið 2019 birtist og verður á hjúp Hörpu á nýársdag,“ segir Svanhildur, sem bendir á að best sé að vera á Hörputorgi til þess að fylgjast með niðurtalningunni en einnig sé gott að standa á Arnar- hóli, í Lækjargötu, og á Sæbraut- inni vestan megin. Árið 2018 talið niður á ljósahjúp Hörpu  Niðurtalning hefst kl. 23.59  Margt fólk samankomið í miðbænum á miðnætti Ljósmynd/aðsend Áramót Árið talið niður í Hörpu. Fisk Seafood á Sauðárkróki hefur gengið frá kaupum á tveimur skipum af Gjögri hf. á Grenivík. Um er að ræða skuttogarana Vörð EA-748 og Áskel EA-749. Einnig keypti Fisk Seafood tæplega 660 tonn af afla- heimildum Gjögurs. Aflaheimildir Fisk Seafood verða eftir kaupin tæplega 23 þúsund tonn eða um 6% af úthlutuðum aflaheim- ildum fiskveiðiársins 2018/2019. Skipin verða afhent í lok júlí á næsta ári og um sama leyti fær Gjögur tvö ný skip til afhendingar. Verðmæti viðskiptanna miðað við núverandi gengisskráningu er tæplega 1,7 milljarðar króna. Skipin voru seld án kvóta en í sér- stökum viðskiptum með aflaheimild- ir keypti Fisk Seafood af Gjögri tæp- lega 350 tonna kvóta í ufsa og 245 tonn í djúpkarfa auk heimilda í fleiri tegundum. Friðbjörn Ásbjörnsson, fram- kvæmdastjóri FISK Seafood, segir kaupin lið í endurnýjun og endur- skipulagningu á flota fyrirtækisins. Með nýjum skipum í stað hinna eldri aukist öryggi um borð og aðbúnaður batni til muna. „Endurnýjun er einnig ætlað að efla hagkvæmni í rekstri, fjölga heppilegum fiskimiðum með tilheyr- andi fjölbreytni veiðanna, bæta með- ferð aflans og auka um leið verðmæti hans,“ segir í tilkynningu FISK. Vörður Smíðaður 2007 hjá Nordship í Póllandi, 485 brúttótonn að þyngd. Áskell Smíðaður í Taívan árið 2009, 362 brúttótonn að þyngd. Kaupa skip af Gjögri fyrir 1,7 milljarða  FISK Seafood endurnýjar flotann

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.