Morgunblaðið - 29.12.2018, Síða 31

Morgunblaðið - 29.12.2018, Síða 31
Morgunblaðið/Hari UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 5.11. | Þorvaldur Jóhannsson Ertu að grínast, Sigurður Ingi? Viðvarandi varnarbarátta hefur sett svip sinn á sam- félagið sem þrátt fyrir mót- lætið gengur stolt, samstiga og brosandi á móti bjartari tímum. Langtíma þreytandi áreiti og andóf nágranna hefur svo sannarlega ekki hjálp- að til í baráttunni. 6.11. | Björk Varðardóttir Virk þátttaka foreldra í íþrótt- um barna er vandasamt verkefni Þarna úti eru margar litlar sálir með tilfinningar. Hróp og köll frá foreldrum inn á leiki eða æfingar ættu ekki að heyrast undir nokkrum kringumstæðum. 7.11. | Aðalsteinn Gunnarsson Hvítur jólasnjór Það er óverjandi þegar fyrir- tæki markaðssetja markvisst sín vímuefni beint og óbeint til að eyðileggja jólahátíðina fyrir börnum. 8.11. | Arnar Sverrisson Lágkúra RÚV og Stígamóta RÚV tekur í vaxandi mæli þátt í lágkúrufjölmiðlun, sem m.a. birtist í jafnréttisskakkri og ógagnrýninni fjölmiðlun, tengdri samskiptum kynjanna. 9.11. | Ólafur Stephensen Framsókn og réttaröryggið Hvert er réttaröryggi fyrir- tækja þegar stjórnmálamenn lýsa yfir að þeir hyggist hafa niðurstöður dómstóla að engu? 10.11. | Margrét Kristín Sigurðardóttir Háskólakonur í 90 ár Þegar Félag háskólakvenna var stofnað árið 1928 voru aðeins örfáar konur útskrif- aðar með háskólagráðu en Háskóli Íslans var stofnaður 17 árum fyrr. 12.11. | Ólafur Arngrímsson Að taka stöðu með börnum menntastefna til ársins 2030 Er eðlilegt að það ráðist meira af þörfum foreldra fyrir að taka þátt í atvinnu- lífinu en þörfum barnsins sjálfs fyrir nærveru og umönnun foreldra sinna? 13.11. | Garðar G. Gíslason Misfarið með opinbert vald Lögum samkvæmt er mikið vald falið seðlabankastjóra. Það vald misfór Már Guð- mundsson svo sannarlega með við meðferð fyrrgreinds máls. Sá sem misfer svo með opinbert vald á ekki að fá að halda því. 14.11. | Guðmundur Ingi Þóroddsson Hverjum hentar að fegra ástandið? Þar með stöndum við sem samfélag frammi fyrir þeirri staðreynd að tæplega helmingur þeirra sem fara í fangelsi á Íslandi snýr þangað aftur, því miður! 15.11. | Sigurður Páll Jónsson Skilgreining auðlinda Það er löngu orðið tímabært að við sem þjóð skilgreinum auðlindir okkar með því að setja um þær lagaramma sem lengi hefur verið beðið eftir. 16.11. | Smári Sigurðsson Að breyta viðhorfi eða menningu Hraðinn er einn þáttur af mörgum sem orsakavaldur slysa, sýnileg löggæsla er einn þáttur af mörgum til að minnka hraðann eða fækka ölvunar- og fíkniefnaakstri. 17.11. | Karl G. Kristinsson Að fórna meiri hagsmunum fyrir minni Ef Alþingi breytir íslenskri reglugerð til samræmis við þessa dóma án frekari tak- markana mun það leiða af sér hraðari útbreiðslu fjöl- ónæmra baktería í landinu. 19.11. | Þorsteinn Sæmundsson Nokkur orð um varnarmál Dettur nokkrum manni í hug að nágrannaþjóðir okkar haldi úti fjölmennum herjum og eyði óheyrilegum fjár- munum til þess eins að stunda tindátaleik? 20.11. | Salvör Nordal Lýðræðisleg þátttaka barna og barnaþing Mikilvægt er að skólar landsins og sveit- arfélög taki höndum saman um að halda lýðræðisþing í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barna- sáttmálans og geri það að reglubundnum viðburði í kringum alþjóðadag barna í framtíðinni. 20.11. | Gunnar Davíðsson Er laxeldi í opnum sjókvíum bannað í Noregi? Fiskeldi í Noregi hefur þróast frá því að vera lítil atvinnu- grein upp í stóriðnað á um það bil 40 árum. Fyrstu árin voru í raun ekki gefin út leyfi en leyfisveitingar hófust skömmu fyrir 1980. 22.11. | Ólafur Sigurðsson Öllum er sama Ég vildi ekki trúa því að drengurinn gæti ekki átt eðli- legt líf. Hann virkaði ekki sem einhverfur. Bara leiður og dofinn. Rót vandans var að mínu viti félagsleg vanhæfni. Þar lenti hann á milli skips og bryggju. 23.11. | Unnur H. Jóhannsdóttir Ég trúi þessu bara ekki! Ég er sorgmædd, sár, reið og ráðvillt. 1.100 milljóna króna lækkun til öryrkja á fjárlögum 2019. Hvernig getur þetta staðist? 24.11. | Ingólfur Bender Trúverðugleikavandi Seðlabankans Ef peningastefnan hefði trausta kjölfestu í trúverðugu verðbólgumarkmiði þá ætti verðbólguskot, eins og nú er, ekki að hafa áhrif á verð- bólguvæntingar til lengri tíma. 24.11. | Bjarni Jónsson Ráðherrann og markaðurinn Alþingismenn verða að horfa til framtíðar og sívaxandi valda Orkustofnunar ESB- ACER, þegar þeir gera upp afstöðu sína til Þriðja orku- pakka ESB. 27.11. | Marinó Örn Ólafsson Valdlausar þjóðir og Evrópusambandið Gagnrýni á valdleysi Bret- lands eftir útgöngu úr Evrópusambandinu missir marks ef hana skortir gagn- rýni á valdleysi Íslands um sömu mál. 28.11. | Úrsúla Jünemann Hvers vegna hvalveiðar? Leyfi ég mér að fullyrða að vinnan við að kynna land okkar og náttúru sé margfalt skemmtilegri og meira upp- byggjandi en að drepa há- þróuð dýr og búta þau í sundur. 29.11. | Gísli Páll Pálsson Styrkleikar í stað veikleika Njótum þess að eiga sam- skipti við þá sem eldri eru. Lærum af þeim og nýtum okkur styrkleika þeirra og hættum að einblína á veik- leika þeirra. 30.11. | Þorgeir Arason Skólinn og jólin Leik- og grunnskólar taka sinn þátt í markaðsjólunum. Það væri skrýtið ef þeir höfn- uðu boði kirkjunnar um að kynna kristið jólahald fyrir nemendum. 1.12. | Einar Þór Jónsson Afglæpavæðum HIV á 30 ára afmæli samtakanna Á 30 ára afmæli HIV Ísland horfum við með bjartsýnis- augum fram á veginn, enda er hér hugað að mannrétt- indum og lífsskilyrðin með besta móti. 4.12. | Pétur Blöndal Er loftslagsvandinn staðbundinn eða hnattrænn? Í umræðum um loftslags- málin vill bregða við að talað sé um aukna losun á Íslandi án þess að það sé sett í hnattrænt samhengi. En þá er hætta á að jarðsambandið tapist. 5.12. | Þórhallur Guðmundsson Staðleysur og staðreyndir um rafbifreiðar Hér á Íslandi eru rafbifreiðar allt að fimm sinnum um- hverfisvænni en sambæri- legir jarðefnaeldsneytisbílar, samkvæmt skýrslu frá Orku náttúrunnar um samantekt á niðurstöðum vistferilsgreininga fyrir rafbifreiðar 6.12. | Diðrik Örn Gunnarsson Stafræn verslun fyrir hátíðarnar Black Friday og Stafrænn mánudagur hafa náð nýjum hæðum í íslensku samfélagi ef marka má tilboðsæði kaupmanna þetta árið. 7.12. | Sverrir Ólafsson Af orkupakka og öðrum pökkum Orkupakkanum ber að hafna. Það er þjóð okkar fyrir lang- beztu og kallar væntanlega ekki á nein umtalsverð eftir- mál vegna hins ágæta EES samnings okkar. 8.12. | Sigrún Anna Gísladóttir Elskaðu þig eins og þú ert Ég persónulega vil ekki búa í samfélagi þar sem ég er ekki nóg fyrir hina vegna þess að ég er ekki hin fullkomna stelpa. Ég vil búa í samfélagi þar sem allir elska sig eins og þeir eru og eru sáttir og þurfa ekki að berjast við að sætta sig við líkamann sinn. 8.12. | Axel Kristjánsson Klaustursiðferði þingmanna Sumir þingmenn hafa því nauðugir leitað í það skjól sem þögnin veitir þeim en flestir hafa reynt að afla sér fylgis með því að tala máli öfgahópanna gegn eigin betri vitund. 11.12. | Anna Lúðvíksdóttir Mannréttindayfirlýsing SÞ fagnar 70 ára afmæli Íslandsdeild Amnesty Inter- national hvetur íslensk yfir- völd til að taka skýra afstöðu með mannréttindum, undir- rita og fullgilda alþjóða- samninga og bókanir. 11.12. | Hrund Þrándardóttir Mannréttindi eða forréttindi? Sálfræðiþjónusta á að vera raunverulegt val fyrir fólk í vanda, ekki bara fyrir þá sem hafa efni á að greiða allt úr eigin vasa. 12.12. | Ragnheiður Gestsdóttir Myndmál Staðalmyndir sem haldið er að börnum smjúga djúpt inn í meðvitund þeirra og verða jafnvel sterkari en upplifun þeirra af flóknum veru- leikanum. 13.12. | Þórunn Sveinbjarnardóttir Háskólafólk ætlar ekki að sitja eftir Í komandi kjaraviðræðum verður ekki hvikað frá kröf- unni um að fjárfesting fólks í menntun skili því eðlilegum og sanngjörnum ávinningi. 14.12. | Ólafur Hannesson Húrrandi klikkuð umræða Við skulum ekki gleyma aðilanum sem með ein- beittum brotavilja sat í yfir þrjá klukkutíma að hlusta á og taka upp einkasamræður fólks. 15.12. | Una María Óskarsdóttir Lærum uppeldi sem virkar Ég tel að umræða um uppeldi barna og unglinga ætti að vera meiri því að uppeldis- hlutverkið er mikilvægasta hlutverk okkar í lífinu. 15.12. | Jón Torfason Margir kjósa ekki orð á sig Þegar grefur einhvers staðar í manni er besta lækningin að ýfa upp sárið og hleypa greftrinum út, getur stund- um orðið sárt en er nauð- synlegt. 17.12. | Margrét Sanders og Andrés Magnússon Staðreyndavillur Georgs Bjarnfreðarsonar Þær sjónvarps- auglýsingar frá VR sem birtast þessa dagana eru að mati SVÞ fjarri öllum raunveruleika um það hvernig vinnuveitendur umgangast starfsfólk sitt. 18.12. | Njáll Trausti Friðbertsson Uppbygging flugvalla og aukið öryggi Á sama tíma og umferð um Keflavíkurflugvöll hefur margfaldast hefur uppbygg- ing á varaflugvöllum í Reykja- vík, Akureyri og Egilsstöðum setið á hakanum. 19.12. | Aldís Hafsteinsdóttir Íbúum fjölgar fyrir austan fjall Framkvæmdir eru hafnar eða við það að hefjast við 156 íbúðir í Hveragerði. Búast má því við verulegri íbúafjölgun á næstu misserum. 20.12. | Birgir Gunnarsson Áform um virkjun í Tungudal í Fljótum Við eigum að vita betur í dag en þetta, látum ekki endur- taka sig þau óafturkræfu spjöll sem unnin voru í þess- ari fögru sveit fyrir rúmlega 70 árum. Stöðvum þessi áform strax áður en lengra er haldið. 22.12. | Ingibjörg Ólöf Isaksen Sérfræðiþjónusta lækna á landsbyggðinni Vil ég nýta tækifærið hér og hvetja heilbrigðisráðherra til að flýta vinnu við endur- skoðun á núverandi fyrir- komulagi þessa málafloks og útbúa heildstætt kerfi svo heilbrigðis- þjónusta verði aðgengileg fólki óháð búsetu. 27.12. | Hilmar Garðars Þorsteinsson Hátíð barnanna Of oft eru hagsmunir barns- ins látnir víkja fyrir eignar- réttartilfinningu annars foreldris eða jafnvel illum hvötum. Slík sjónarmið bera vott um skammsýni og óeðlilega for- ræðishyggju því ekki má líta á barn sem séreign einhvers sem getur ráðstafað því að vild. 28.12. | Björn Bjarnason Fullveldið, stjórnarskráin og alþjóðasamstarf Fræðimenn getur greint á um hvort EES-gerð sé þess eðlis að hún rúmist innan stjórnar- skrárinnar. Þeir eru hins veg- ar allir sammála um að laga beri stjórnarskrána að alþjóðasamstarfi. Eftir þeim ráðum fara stjórnmálamenn þó ekki. 29.12. | Albert Þór Jónsson Þjóðarsátt á vinnumarkaði Mikilvægi þess að nálgast verkefnið með opnum hug fyrir snjöllum hugmyndum sem auka verulega líkur á góðum árangri. Undanfarin ár hefur ríkissjóður ekki nýtt færi til verð- mætasköpunar, hagræðingar og aukinnar framleiðni í rekstri og fjárfestingum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.