Morgunblaðið - 29.12.2018, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 29.12.2018, Qupperneq 49
MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 Trompetleikararnir Baldvin Odds- son og Jóhann Nardeau og Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hall- grímskirkju, flytja hátíðarverk frá barokktímanum, m.a. eftir J.S. Bach, Vivaldi og fleiri á tónleikum á morgun kl. 17 og á gamlársdag kl. 16 í Hallgrímskirkju. Trompetleikararnir koma frá New York og París til að færa gest- um hátíðarstemmningu áramótanna í samleik við Klais-orgelið og er þetta í 26. sinn sem Listvinafélag Hallgrímskirkju býður upp á tón- leika undir yfirskriftinni Hátíðar- hljómar við áramót. „Áramóta- stemmningin byrjar með hátíðar- hljómum trompetanna og orgelsins enda njóta þessir tónleikar gríð- arlegra vinsælda og hafa verið haldnir slíkir tónleikar fyrir fullu húsi á gamlárskvöld allt frá vígslu Klais orgelsins 1992,“ segir á miða- söluvefnum midi.is um tónleikana. Lúðraþytur og trumbusláttur hafi um aldir tengst hátíðum og fyrir- myndir þess megi finna í elstu sálmabók kirkjunnar, Saltaranum, þar sem Drottinn sé lofaður með bumbum og málmgjöllum. Hátíðarblástur Jóhann Nardeau blæs í hljóðfæri sitt. Tvö trompet og orgel í Hallgrímskirkju TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Þeir Guðmundur Ingi Mark-ússon og Jóhann Eiríkssonvissu af hvor öðrum í tónlist- arsenu Reykjavíkur á níunda ára- tugnum en tóku ekki tveggja manna tal fyrr en fimmtudagskvöldið 15. desember 1988. Það kvöld reyndist örlagaríkt því að óforvarandis hófu þeir að búa til tónlist saman. Léku sér með hljóðbút frá súrkálsrokk- urunum í Can og úr varð hljómsveit- in Reptilicus sem enn starfar – rétt rúmlega 30 árum síðar. Reptilicus var eyland í íslensku neðanjarðarsenunni, sinntu „ind- ustrial“-tónlist sem nálega enginn hreyfði við, a.m.k. ekki af sömu natni og þeir fé- lagar. Virknin skil- aði þeim nokkuð langt inn í alþjóð- legu „industrial“/ jaðarsenuna við upphaf tíunda ára- tugarins, m.a. fyrir tilstilli World Serpent Distribution (Current 93, Coil, Nurse with Wound) og útgáfur urðu giska margar í kjölfarið, á alls kyns form- um, útgáfum og í samstarfi við hina og þessa og oft málsmetandi aðila. Tónlistin hefur alla tíð verið til- raunakennd; þar sem unnið er með tölvur, raftónlist og óhljóð meðal annars. Stundum er tónlistin afar torræð og óhlutbundin, þar sem hlustanda bregður en hún á það líka til að vera lokkandi, dulúðug og straumlínulöguð. Reptilicus hefur aldrei verið fyrirsjáanleg, ævin- týragirnin heldur skrímslinu sprikl- andi og er efalaust ástæða þess að eftirspurn er eftir sveitinni á sama tíma og meðlimir sinna henni enn af ástríðu og elju. Hljóðbært heima á milli Ljósmynd/Steinn Þorkelsson Nýjasta verkefni hennar kom út nú í haust, og er samstarfsverk- efni Reptilicus og hins þýska Senk- ing. Platan Unison er gefin út af hinu kanadíska Artoffact Records en platan á rætur sínar í upptökum sem fram fóru fyrir sjö árum síðan. Það var í endaðan nóvember, 2011, sem Reptilicus, Senking, Rúnar Magnússon og Orphx léku saman á tónleikum í Toronto. Skipuleggj- andi var Praveer Baijal, upphafs- maður Yatra-Arts merkisins og tónlistargrúskari mikill. Yatra-Arts hafði þá nýverið gefið út sjötomm- una „Initial Conditions“ með Reptil- icus og var endurhljóðblöndun á B-hliðinni eftir Senking. Á sama tíma var vinna við hljóðgervlamynd- ina I Dream of Wires að byrja, þar sem áhersla var lögð á hina svo- felldu „modular“-hljóðgervla og voru Reptilicus, Senking og Rúnar Magnússon lóðsaðir inn í myndina (og er Rúnar þriðji meðlimur Reptil- icus á þessari útgáfu). Baijal kynnti þá félaga fyrir William Blakeney, aðalframleiðanda myndarinnar, og var komið á upptökulotu í Grant Avenue hljóðverinu í Hamilton, Ont- ario. Hljóðverið er sögufrægt en stofnað var til þess af þeim Lanois-bræðrum, Bob og Daniel, og hafa plötur eftir þá Brian Eno og Daniel Lanois m.a. verið teknar upp þar. Okkar mönnum var hleypt í alls kyns fornfálega hljóðgervla, reynslu sem Guðmundur Ingi lýsti fyrir blaðamanni á sínum tíma á þennan veginn: „Þetta var eins og að vera krakki í sælgætisbúð.“ Þeir félagar unnu þarna að tónlist undir vökulum augum Bob Doidge (Crash Test Dummies, Cowboy Junkies) en eftirvinnslan fór svo fram í þremur borgum, heimaborgum viðkomandi, þ.e. Köln, Kaupmannahöfn og Reykjavík. Segja má að platan taki mið af aðstæðum og mannskap. Áherslur eru ólíkar laga á milli og heyra má í mismunandi hljóðgervlagutli í hverju þeirra. Maður nemur líka gleðina sem tónlistarmennirnir – hljóðgervlanördar allir sem einn – hafa náð fram með verkefninu. T.d. í „Shiver“ þar sem maður sér bók- staflega brosviprurnar á þeim þar sem þeir renna sér í gegnum ein- hvern gervilinn sem ég gæti aldrei nefnt. Tónlistin er þá aðgengileg, sem er ekki alltaf tilfellið hjá Reptil- icus (alls ekki reyndar). Verkin líða höfugt áfram, sveimbundin, og ekk- ert of langt frá meistara Eno, sem dvaldi löngum stundum í hljóðver- inu eins og áður segir. Ég hlakka til frekari verkefna frá Reptilicus, og alveg víst að næst verður eitthvað allt annað í gangi. »Reptilicus hefuraldrei verið fyrir- sjáanleg, ævintýragirn- in heldur skrímslinu spriklandi og er efalaust ástæða þess að eftir- spurn er eftir sveitinni á sama tíma og meðlimir sinna henni enn af ástríðu og elju. Unison er samstarfs- verkefni þýska tón- listarmannsins Senking og íslensku hljóm- sveitarinnar Reptilicus. Tveir Reptil- icus hefur nú starfað í 30 ár. Einn Senking er listamanns- nafn Jens Massel. Hannesarholt býður tónlistarmönn- um sem eru í námi erlendis en í jólaleyfi á Íslandi, að halda tónleika fyrir bakland sitt og munu Marína Ósk Þórólfsdóttir og Eiríkur Rafn Stefánsson halda sameiginlega tón- leika á morgun frá kl. 14 til 16. Marína stundar mastersnám í djassi og kemur gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson fram með henni. Eiríkur stundar BA nám við Cons- ervatorina í Amsterdam og mun hann koma fram með hljómsveit. Dúett Marína og Mikael starfa saman. Tónlistarnemar í Hannesarholti Tónlistarmaðurinn og stuðboltinn Páll Óskar Hjálmtýsson heldur Pallaball í Valaskjálf á Egilsstöðum í kvöld kl. 23. Mun hann þeyta skíf- um og taka nokkur af sínum þekkt- ustu lögum þegar stuðið nær há- marki. Palli heldur Palla- ball í Valaskjálf Stuð Páll Óskar í miklum ham. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.