Morgunblaðið - 29.12.2018, Side 28

Morgunblaðið - 29.12.2018, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 2018 21.4. | Hildur Hermóðsdóttir Konur eru menn Er ekki hreinlega háskalegt að róta á þennan hátt í okkar viðkvæma málkerfi og hefur þetta eitthvað með jafnrétti að gera? 23.4. | Viðar Freyr Guðmundsson Bestun ljósa sparar milljarða Samgöngumál borgarinnar hafa verið vanrækt á síðustu árum með vítaverðum hætti. Allt sem teljast mætti einka- bílnum til tekna hefur verið hundsað eða markvisst ýtt til hliðar. 26.4. | Marta Bergman Eiga snjallsímar erindi í skólastofuna? En samt er öllum almenningi orðið ljóst að það er eitthvað mikið að í grunnskólanum. Þriðjungur drengja lýkur þeirri skólagöngu án þess að geta lesið sér til gagns og tveir þriðju há- skólanema eru konur. 27.4. | Valgeir Viðarsson Sérfræðileyfi í sjúkraþjálfun Hvernig á að vera hægt að meta lög, reglur og fordæmi þegar landlæknisembættið er ekki samkvæmt sjálfu sér í veitingu sérfræðileyfa? 28.4. | Elías Elíasson Á að stofna nýja Orkustofnun til að gera ekkert? Ef sæstrengur kemur er sam- keppnisstöðu alls okkar iðn- aðar hætt, nema helst stór- iðju sem getur varið sig einhvern tíma. 30.4. | Kristján Sigurðsson Skipulag og framkvæmd leghálsog brjóstakrabba- meinsleitar Þrátt fyrir þessa lágu 2 ára mætingu hafa rannsóknir staðfest að leitin hefur mark- tækt lækkað dánartíðni af völdum sjúkdómsins. 1.5. | Kjartan Ólafsson Tímamót hjá Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands Sennilega hefur einhverjum þótt draumurinn um full- burða sinfóníuhljómsveit með aðsetur utan höfuð- borgarsvæðisins vera í óra- langri framtíð þegar hljómsveitin hélt sína fyrstu tónleika í október 1993 í Akur- eyrarkirkju. 2.5. | Björn Bjarki Þorsteinsson Brúin til framtíðar hefur reynst vel í Borgarbyggð Það eru bjartir og spennandi tímar í Borgarbyggð. At- vinnulíf blómstrar, íbúum er að fjölga og sú þróun hjálpar til við að halda uppi öflugu þjónustustigi. 3.5. | Sigurður Ingólfsson Breytingar á gjöldum Reykjavíkurborgar frá árinu 2000 Maður skyldi ætla að með stærri rekstrareiningu og aukinni tækni yrði rekstur borgarinnar hagkvæmari, en því virðist öfugt farið hjá Reykjavíkurborg. 4.5. | Snædís Karlsdóttir Fjárfestum í framtíðinni Kennarar barnanna okkar ættu að vera okkar hæfasta fólk en neikvæð orðræða um kennarastarfið í leik- og grunnskólum hefur leitt til þess að ungt hæfileikafólk íhugar kenn- aranám ekki lengur sem valkost. 5.5. | Þórarinn H. Ævarsson Til varnar jafnlaunavottun Það fylgir því kostnaður að innleiða og við- halda jafnlaunavottun, en sá kostnaður næst til baka, og margfalt, sé rétt haldið á spilunum. 8.5. | Haraldur Benediktsson Spennum beltin í net-umferðinni Alþingi má ekki sofna á verð- inum og gefa því ekki gaum að í fjármálaáætlun sem nú er þar til meðferðar er lítil áhersla á net- og upplýsinga- öryggismál. Enn er lag að breyta. 9.5. | Logi Einarsson Eymdarkjör án Evrópusamstarfs Ekkert hefur fært Íslend- ingum jafn mikil lífsgæði á jafn skömmum tíma og það að ganga að hluta til inn í það samstarf í gegnum Evrópska efnahagssvæðið. 11.5. | Sigmundur Einar Ófeigsson Eyfirðingar auglýsa eftir kjarki Pólitískan vilja og kjark skort- ir. Á meðan versnar ástandið ár frá ári og dýrmætur tími fer til spillis því fram- kvæmdatíminn er langur. 12.5. | Eva Dögg M. Sigurgeirsdóttir Verndum grænu svæðin í Reykjavík Við verðum jafnframt að vernda Elliðaárnar, því hvergi í heiminum rennur laxveiðiá í gegnum höfuðborg nema í höfuðborginni okkar Reykja- vík, þetta er einstakt. 14.5. | Erla Björnsdóttir Samvinna dregur úr streitu Aukin streita hefur verið í umræðunni. Hvað gerir sam- vinna, hvernig getum við há- markað gæði þjónustunnar? 15.5. | Sveinn Rúnar Hauksson Samstaða gegn hernámi og fyrir rétti flóttafólks til heimkomu Viðbrögð Ísraelsstjórnar voru að gefa 100 leyniskyttum Ísr- aelshers frjálst skotleyfi á óvopnaða mótmælendur. 16.5. | Valgerður Árnadóttir Dýrin í borginni Píratar eru eini flokkurinn í Reykjavík sem er með sér- staka stefnu í dýravelferðar- málum og þjónustu við gælu- dýraeigendur. 17.5. | Jón Trausti Ólafsson Hreinni bílar lykill að lausninni Kostir umhverfisvænni bíla eru ótvíræðir, þeim fylgir ekki aðeins umhverfislegur ávinn- ingur heldur líka fjárhags- legur. 18.5. | Helgi Máni Sigurðsson Skaftfellingur Sérstök og áhrifamikil gersemi Skaftfellingur er eitt elsta þil- skip landsins og eitt örfárra íslenskra flutningaskipa sem njóta friðunar vegna aldurs. 19.5. | Özur Lárusson Verð á nýjum bílum hækkar á næstunni Að mati Bílgreinasambands- ins er ekki ólíklegt að 2019 verði sala á nýjum bílum 40- 50% þess sem hún var árið 2017 grípi stjórnvöld ekki í taumana. 22.5. | Silja Jóhannesdóttir Tími aðgerða er kominn Við erum með sjúkrahús með aðstöðu til að verða sérhæfð eining í þessum aðgerðum, eitt á Akranesi, eitt í Reykja- nesbæ og það er meira að segja ónotuð aðstaða á Akureyri. 23.5. | Halldóra Björnsdóttir Velkomin um borð í flug Air Iceland Connect til Reykjavíkur í boði WOW air Mér finnst nokkuð ljóst að Air Iceland Connect ætlar að notfæra sér einokunarstöðu sína í innanlandsfluginu með- an það getur. 24.5. | Marta Guðjónsdóttir Búskussar í borginni Reykjavík hefur aldrei verið sýnt eins mikið hirðuleysi og nú á tveimur síðustu kjör- tímabilum. 25.5. | Svavar Halldórsson Íslenskt lambakjöt nýtur verndar í Evrópu Afurðaheitið íslenskt lamba- kjöt nýtur þar með verndar á öllu evrópska efnahagssvæð- inu í 30 löndum. 28.5. | Þórhallur Heimisson Ísrael 70 ára Eftir að hafa verið á flótta um heiminn í ein 1900 ár, oft of- sóttir og hraktir, höfðu gyð- ingar aftur eignast föðurland. 30.5. | Kristín Þorkelsdóttir Bjóðið okkur sæti Ég vonast innilega til að í framtíðinni geti ég sest fyrir framan listaverk og notið þess sem listamaðurinn hef- ur fram að færa. 31.5. | Tómas Guðbjartsson Þar sem vegur sannleikans endar Þeir vita að náttúrufegurð svæðisins, og þá sérstaklega fossarnir og klettum prýdd strandlengjan, geta sett tug- milljarða gróðavon þeirra í uppnám. 1.6. | Salka Gústafsdóttir Ábyrgðin er okkar um höfuðhögg í íþróttum Höfuðhögg og heilahristingur geta haft langvarandi afleið- ingar sem oft er hægt að koma í veg fyrir með réttri meðhöndlun. 2.6. | Agnes M. Sigurðardóttir Ef Guð er til Nálægðin við sjóinn hefur mótað mannlífið kynslóð eftir kynslóð. Vitundin um hafið sem gjöfulan vin og ægilegan ógnvald í senn leiðir af sér áræði samfara lotningu. 4.6. | Katrín Olga Jóhannesdóttir Samkeppnishæf lífskjör Í mínum huga er því ekki annað í boði en að setja sam- keppnishæfni á oddinn og marka okkur langtímastefnu til þess að efla hana. 5.6. | Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir og Agnar Óli Snorrason Um menntun sjúkraliða, störf þeirra og tækifæri hér og erlendis Íslenskur sjúkra- liði sem vill halda til fram- haldsnáms er- lendis verður að fá próf sín metin sérstaklega í þann skóla sem vekur mestan áhuga. 7.6. | Kristinn H. Gunnarsson Hvalá: stórstígar framfarir fyrir Vestfirðinga Áhrif Hvalárvirkjunar á um- hverfi sitt verða ekki mikil og auk þess afturkræf. Helst er það vatnsmagn í nokkrum fossum sem breytist. 8.6. | Stefán E. Matthíasson og Þórarinn Guðnason Háskaleikur heilbrigðis-ráðherrans Á síðasta ári tóku sér- fræðilæknar á rammasamningi við Sjúkratrygg- ingar Íslands á móti um 500 þúsund heimsóknum. Þannig er stofustarfsemi sérfræðilækna stærri en göngudeildar- starfsemi tveggja stærstu heilbrigðis- stofnana landsins. 9.6. | Svanur Guðmundsson Myndun borgarstjórnar 2018 Þessir flokkar eru með 46% atkvæða á bak við sig og telja sig sigurvegara. Minnihlutinn er með 48% atkvæða á bak við sig, en með færri fulltrúa. 11.6.| Páll Torfi Önundarson Ætti að skipta Landspítala upp í nokkrar sjálfstæðar stofnanir? Myndi þjónusta rakara batna væru rakarastofur allar sam- einaðar í eina opinbera stofn- un og ríkið takmarkaði fjölda rakara og rakarastóla? 12.6. | Gunnhildur Erla Kristjánsdóttir Áhrif nýrra persónu- verndarlaga á ríkissjóð Það er ljóst að gríðarleg vinna felst í innleiðingu nýju persónuverndarlaganna sem hafa mun verulegan kostn- aðarauka í för með sér hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins. 14.6. | Hallur Hallsson Miðaldamyrkur fjölmenningar Íslenskir fjölmiðlar taka þátt í þöggun glæpa og grimmdar- verka sem eiga sér ekki for- dæmi í sögu vestrænna lýð- ræðisþjóða. 18.6. | Michael Nevin Ísland er hluti af framtíð Bretlands Bretar ganga brátt úr Evr- ópusambandinu en ekki úr Evrópu. Það er Bretlandi og ESB í hag, sem nágrönnum og bandamönnum, að náið samstarf haldi áfram. 20.6. | Anna Lúðvíksdóttir Alþjóðlegi flóttamanna- dagurinn er í dag Flóttamannavandinn sem heimsbyggðin stendur nú frammi fyrir er slíkur að ríki verða að taka höndum sam- an og tryggja raunverulega vernd flóttafólks. 21.6. | Vala Garðarsdóttir Víkur víkinganna Við skulum allavega ekki vera með hleypidóma og gefa víkingum öllum slæmt orðspor sem þeir eiga engan veginn skilið. 22.6. | Jónas Guðmundsson Lýðræði og stjórnarskrá Hnignun lýðræðisins er al- vörumál. Frestun stjórn- arskrárbreytinganna frá 2012 er á skjön við lýðræðis- hefðir og varpar skugga á fullveldisafmælið. 23.6. | Skúli Jóhannsson Uppboðsmarkaður og sæstrengur Sjálfsagt er að samþykkja þriðja orkupakkann á Alþingi, sem næsta áfanga í að stuðla að betra raforkukerfi á Íslandi og nýta reynsluna frá útlöndum. 25.6. | Vilhelm G. Kristinsson Gróa á Efstaleiti Ekki virðast lengur gerðar kröfur um trausta heimilda- vinnu á fréttastofu Ríkis- útvarpsins, heldur látið nægja að brúka gróusögur og rógburð af netinu. 26.6. | Tinna Sigurðardóttir Íslenska og klingónska Fjarheilbrigðisþjónusta er ekki jafn framandi og kling- ónska og er þaðan af síður upprunnin frá Deltasvæðinu. Hún er raunveruleiki ís- lenskra heilbrigðisstarfsmanna, kennara og fjölda nemenda og skjólstæðinga. 27.6. | Þórdís Stephensen Hverjir eiga skilið styttri vinnuviku? Ekki ætlumst við til þess að vinnutími styttist hjá öllum öðrum en heilbrigðisstarfs- mönnum því hvar ætlum við að finna viðbótarstarfsfólkið í þeirri stétt? 29.6. | Þorsteinn Ásgeirsson Fer utanþingsráðherra gegn vilja þingsins? Með því að troða þessum ósannindum í okkur aftur og aftur gætu margir farið að trúa þeim. 30.6. | Þorsteinn Sæmundsson Hversu margir eru nógu margir? Óbeit heilbrigðisráðherra á öllum aðilum á Stuðningur Ís- lendingar fjöl- menntu til Rúss- lands í sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.