Morgunblaðið - 14.12.2018, Side 2

Morgunblaðið - 14.12.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 Guðbjörg Heiða Guðmunds- dóttir, framkvæmdastjóri Marels á Íslandi, segist finna að erlendur sjávarútvegur horfi til Íslands þegar kemur að tæknivæðingu í vinnslu. 10 14.12.2018 14 | 12 | 2018 Útgefandi Árvakur Umsjón Skúli Halldórsson sh@mbl.is Blaðamenn Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hafþór Hreiðarsson korri@internet.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Skúli Halldórsson sh@mbl.is Auglýsingar Valur smári Heimisson valursmari@mbl.is Forsíðumyndina tók Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Fyrr í þessari viku var samþykkt á Alþingi frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til nýrra laga um veiðigjald. Með gildistöku frumvarpsins færist viðmið innheimtunnar nær sjálfri innheimtunni í tíma, og end- urspeglar þannig betur afkomu í sjávarútvegi hverju sinni. Jens Garðar Helgason, formaður Samtaka fyrirtækja í sjáv- arútvegi, segir í samtali við 200 mílur í dag að í raun sé ótrú- legt að helsta áskorun sjávarútvegs sem atvinnugreinar sé póli- tísk óvissa og óstöðugleiki. Vonandi er að frumvarpið nýsamþykkta slái að einhverju leyti á þá óvissu sem Jens Garð- ar nefnir. Annars staðar ríkir þó líka óvissa, eins og Þorsteinn Másson, svæðisstjóri Arnarlax í Bolungarvík, minnist á hér aftar í blaðinu. Hann segir að brýnt sé fyrir stjórnvöld að setja skýran ramma utan um fiskeldi sem atvinnugrein. „Þannig að fyrirtækin viti inni í hvaða ramma þau eigi að starfa, hvar mörkin séu og við hverju megi búast. Þessi óvissa varðandi leyfin og framleiðsluheimildir – henni þarf að eyða.“ Ljósmynd/Borgar Björgvinsson Eilífa baráttan við óvissuna Þorsteinn Másson, svæðisstjóri Arnarlax í Bolungarvík, bendir á þau tækifæri sem aukið laxeldi feli í sér fyrir hvítfiskframleiðendur. 24 Birkir Bárðarson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, segir að breytinga megi vænta í loðnustofn- inum á komandi misserum. Svo virðist sem sjórinn fari kólnandi. 14 Halldór B. Nellett, skipherra Land- helgisgæslunnar, greinir frá því þeg- ar áhöfn Týs bjargaði flóttamönnum um borð í stjórnlausu skipi. 42-46 Sjávarútvegstæknifyrirtækið Naust Marine hefur gengið frá tveggja milljarða króna samningi við rúss- neska útgerð, um framleiðslu á vindum fyrir sex togara. 12

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.