Morgunblaðið - 14.12.2018, Síða 12

Morgunblaðið - 14.12.2018, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 Merry Christmas Gleðileg Jól Feliz Navidad God Jul FroheWeihnachten Gleðilega hátíð F rá þessu greinir Bjarni Þór Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Naust Mar- ine, í samtali við 200 mílur. Naust hefur unnið að samn- ingunum í gegnum markaðs- fyrirtækið Knarr Maritime og hafa viðræður staðið í nokkra mánuði. „Þetta hefur gengið fram og aftur undanfarna mánuði og núna eru all- ar undirskriftir komnar. Það vantar bara síðasta stimpilinn frá Rúss- unum áður en allt fer af stað. Þegar er byrjað að smíða skipin en það verða margar vindur um borð, eða 41 vinda í hverju skipi,“ segir Bjarni og bætir við að almennt sé mikið um vindur í stórum rússneskum tog- urum. „Það eru farmvindur og alls konar öðruvísi vindur sem við erum alla jafna ekki með um borð í okkar skip- um. Með þessu geta þeir skipað úti á hafi.“ Sækja meira á Rússlandsmið Í samningnum felst eins og áður sagði gerð vindubúnaðar fyrir sex togara, en einnig er ákvæði upp á mögulega fjögur skip til viðbótar að sögn Bjarna Þórs. Afhenda á bún- aðinn í júlí á næsta ári. „Það er ekki seinna vænna að fara að byrja,“ seg- ir hann kíminn. Íslensku tæknifyrirtækin í sjávar- útvegi hafa að undanförnu sótt í auknum mæli á Rússlandsmið, þar sem ljóst er að þar í landi er hafin vinna við að endurnýja úr sér geng- inn fiskiskipaflota. Markaðurinn er stór og útgerðirnar og skipin sömu- leiðis, eins og Bjarni hefur reynt. „Þessi útgerð sem við erum að semja við núna er með eina 40 tog- ara. Það segir ýmislegt. Þetta eru gríðarlega stórar útgerðir og hafa farið stækkandi.“ Til samanburðar voru 44 togarar skráðir hérlendis við lok síðasta árs. „Þetta eru alveg svakalegar stærðir sem þarna er um að ræða,“ segir Bjarni og bendir á að í Bandaríkj- unum sé einnig í uppsiglingu bylgja endurnýjunar. Aragrúi tækifæra fram undan „Bandaríkjamenn eru líka með gamlan flota þannig að þar getum við búist við endurnýjun á næstu ár- um. Sama máli gegnir um Japan, en þar eigum við í Nausti þegar allan búnað um borð í nýjum togara, þeim fyrsta vestræna þar í landi. Þá heyri ég að Nýja-Sjáland sé líka að fara af stað. Þetta er allt frekar langt í burtu,“ segir hann og hlær við. „En við sjáum bara aragrúa tæki- færa ef við horfum fram á veginn. Það gæti jafnvel reynst okkur erfitt ef allt gengur eftir í tilboðum sem við eigum útistandandi. En maður fær nú aldrei allt og við hefðum gjarnan viljað fá fleiri verkefni hér heima. Maður vill vera sterkur á heimamarkaði – það er það allra besta. En samkeppnin er hörð og maður getur ekki alltaf farið með sigur af hólmi.“ Gengið framar vonum Ásamt Skaganum 3X, Nautic, Kæl- ismiðjunni Frosti, Brimrúnu og verkfræðistofunni Skipatækni ýtti Naust Marine úr vör nýju markaðs- fyrirtæki á síðasta ári, Knarr Mari- time. Bjarni Þór segir samstarfið hafa gengið framar vonum og að fjöldi verkefna sé í pípunum með að- stoð Knarr. „Það lofar góðu. Þarna eru fimm íslensk fyrirtæki að vinna saman og svo munum við náttúrlega aðstoða fleiri íslensk fyrirtæki við að komast að þessum mörkuðum í gegnum okk- ur. Þetta hefur gengið afar vel og menn hafa unnið gríðarlega gott starf þarna,“ segir Bjarni Þór. Í framhaldi stofnunar Knarr Maritime stofnaði sami hópur fyr- irtækið Knarr Rus, sérstaklega fyrir Rússlandsmarkað. Þar eru nú þrír starfsmenn og er Jónas Tryggvason í forsvari. Bendir Bjarni Þór á að til- koma þess hafi skipt sköpum fyrir útrás fyrirtækjanna í Rússlandi. „Alfreð Tulinius, framkvæmda- stjóri Nautic, hefur einnig gert mjög góða hluti fyrir okkur með því að setja á laggirnar fyrirtækið Nautic Rus. Það virðist vera mikil lyftistöng að stofna fyrirtæki í Rússlandi og komast þannig inn á markaðinn,“ segir Bjarni Þór. Blikur eru þó á lofti. „Þeir segja það, Rússarnir, að bú- ast megi við að þessu ferli verði lok- að meira og meira. Að þeir vilji kaupa meira inn frá Rússlandi. Það hjálpar því til að vera kominn þarna með fótfestu. Í þessum töluðum orð- um eru tveir starfsmenn okkar úti í Rússlandi að reyna að fá tvö önnur verkefni til viðbótar, en við erum einn af þremur vinduframleiðendum sem eru að kynna búnað fyrir vænt- anlegum kaupendum. Síðan verður tekin ákvörðun í framhaldi af því. Það er mikið í gangi í þessu landi, enda kominn tími á þessa endurnýjun flotans fyrir löngu og maður hefur vitað af því í þó nokkur ár að þetta stæði til. Nú er komið að þessu.“ Níu starfsmenn úti á Spáni Fyrir tíu árum voru starfsmenn Naust Marine níu talsins. Á síðasta ári voru þeir 25 og um þessar mund- ir eru þeir 32, að sögn Bjarna Þórs. Fyrirtækið var lengi vel í samstarfi við erlenda vinduframleiðendur, sem framleiddu vindurnar á meðan Naust einbeitti sér að hönnun og smíði stjórnbúnaðar. Nú eru vind- urnar hins vegar framleiddar að öllu leyti undir merkjum Nausts. Fyr- irtækið hefur enda vaxið töluvert og er í dag með söluskrifstofu í Banda- ríkjunum og starfsstöð á Spáni, þar sem vindubúnaðurinn er smíðaður. „Við höfum stofnað fyrirtæki á Spáni sem sér algjörlega um hönnun og framleiðslu á vindunum. Allt eru þetta fyrrverandi starfsmenn keppi- nauta, sem höfðu samband við mig í október á síðasta ári og lýstu yfir vilja til að ganga til liðs við okkur. Þá var stokkið til og þetta fyrirtæki sett á fót, og reksturinn er búinn að ganga þar síðan í janúar á þessu ári. Frá og með næstu viku verða þar níu starfsmenn. Við vorum að bæta við enda gengur framleiðslan og sal- an mjög vel.“ Fyrirtækið hefur framleitt vindur fyrir skip víða um heim en hefur undanfarin ár horft til Bandaríkj- anna annars vegar og Rússlands hins vegar, eins og áður sagði. „Við erum aðallega í útrás og erum komin með mjög stóra markaðshlutdeild í Bandaríkjunum. Þá höfum við í nokkuð mörg ár verið að setja nýjan stjórnbúnað frá okkur í gömul skip í Rússlandi, þannig að við vorum þekkt nafn þar í landi áður en endur- nýjun flotans fór á flug.“ Framleiða vindur fyrir sex nýja togara Íslenska sjávarútvegs- tæknifyrirtækið Naust Marine hefur gengið frá samningi um fram- leiðslu vindubúnaðar fyrir sex nýja rússneska togara. Um er að ræða langstærsta verkefni fyrirtækisins til þessa, en samningurinn hljóðar upp á um tvo milljarða króna. Helsta vara Naust Marine, ATW- kerfið (e. Automatic Trawl Winch), hefur verið í stöðugri þró- un allt frá árinu 1979. ATW stýrir togvindunum og heldur netinu opnu svo að það fangi sem mest af fiski. Ef skipið beygir er búnaðurinn hannaður til að grípa sjálfkrafa inn í og stýra togvindunum til að aðlaga staðsetningu netanna í samræmi við stefnu skipsins. Grípur sjálf- krafa inn í Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Framkvæmdastjóri „Maður vill vera sterkur á heimamarkaði – það er það allra besta. En samkeppnin er hörð og maður getur ekki alltaf farið með sigur af hólmi.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.