Morgunblaðið - 14.12.2018, Síða 16

Morgunblaðið - 14.12.2018, Síða 16
Trollið Eftir gott hal eru veiðarfærin dregin um borð, sneisafull af verðmætum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þ okkaleg aflabrögð hafa verið undanfarið hjá skipverjum á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255, en farið er að síga á seinni hlutann í eins mánaðar langri veiðiferð. Áformað er að koma í land 22. desember, þá með hlaðið skip af frystum afurðum. Síðustu daga hefur togarinn verið á Halamiðum út af Vestfjörðum í sæmilegu veðri, þótt brælur gangi stundum yfir. Raunar hafa margir af stóru frystitogurum flotans verið á þessum miðum síðustu dægur, enda er þarna á vísan að róa! Baader er fyrirmynd Alls 26 menn eru í áhöfn á Hrafni Sveinbjarnarsyni og sér Valur Pét- ursson skipstjóri til þess að valinn maður sé í hverju rúmi. Myndasmiðurinn í áhöfninni er Friðrik Gígja Baader-maður, en hefð er fyrir því að nefna starf og hlutverk þeirra sem stýra fiskvinnsluvélunum eftir þessum víðfrægu tækjum. „Baader-vélarnar sem eru fram- leiddar í Þýskalandi hafa reynst vel og verið allsráðandi. Það fer varla milli mála hvert framleiðendur ann- ara sambærilegra tækja hafa sótt fyrirmyndirnar,“ segir Friðrik Gígja sem hefur verið til sjós í ára- raðir. Var til dæmis lengi á Júlíusi Geirmundssyni ÍS og svo um hríð á Þerney RE. Eftir að HB Grandi seldi þann togara úr skipastól sín- um munstraðist Friðrik Gígja á Hrafn Sveinbjarnarson og kann því vel að vera í þeirri áhöfn. Mórall er góður „Andinn um borð er frábær, fullt af skemmtilegum strákum sem geta sagt sögur og hafa gaman af lífinu. Það skiptir líka alveg óendanlega miklu máli að mórallinn sé góður, því á togara sem er mánuð í senn úti á sjó er návígið milli manna mikið og gleðin þarf að vera ráð- andi. Svo er líka fínt að vera hjá Þorbirninum; fyrirtækið gerir vel við sitt fólk og komi upp einhver vandamál eru þau leyst í einum grænum,“ segir Friðrik og heldur áfram: „Annars hefur margt breyst til sjós á seinni árum sem hefur gert allar aðstæður miklu bærilegri en var. Hvar sem við siglum erum við í fínu netsambandi og síminn virk- ar, svo einangrunin og fjarlægðin við fjölskylduna sem áður var er úr sögunni. Þetta gerir 26 til 28 daga úthald miklu auðveldara en áður, þegar maður leyfði sér að hringja heim til konu og barna kannski einu sinni í viku.“ Í áhöfn Hrafns Sveinbjarnar- sonar GK ganga menn átta tíma vaktir og þar af eru tíu menn á hvorri vinnsluvakt, þá ýmis á troll- dekki eða í vinnslurými. Hlakka til jólafrísins „Jú, oft er þetta talsvert púl og vinnan er stundum erfið. Hins veg- ar þekkir maður þennan veruleika og ekkert í starfinu kemur manni í sjálfu sér á óvart. En nú þegar far- ið er að síga á seinni hlutann í þess- um túr fer maður óneitanlega að hugsa heim. Væntanlega verður konan mín þá búin að mestu með jólaundirbúninginn en auðvitað leggur maður sitt af mörkum í því sem er óklárt á Þorláksmessu. En best er þó að eiga góða daga í fríi með fjölskyldunni sinni og til þeirra hlakka ég mikið,“ segir Friðrik Gígja að síðustu. Togari Hrafn Sveinbjarnarson GK sem áður var Snæfell EA var smíðaður í Noregi árið 1998 og er um 1.500 brúttótonn. Hefur borið mikil verðmæti að landi í tímans rás. Hásetar Jóhann Fossberg og Arnbjörn Kristjánsson líta á skilaboð í símanum. Ljósm/Friðrik Gígja Stýrimenn Brynjar Friðbergsson yfirstýrimaður, fjær, og Brynjólfur Stefánsson. Meðafli Á djúpslóðinni getur sitthvað slæðst með í trollið, svo sem hákarl. Hrafninn er á Halanum Friðrik Gígja 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.