Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 Marás ehf. Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is - postur@maras.is Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað SANDFELL SU 75BJÖRG EA 7 HAFBORG EA 152 KORSØR skiptiskrúfa VULKAN ástengi YANMAR aðalvél MEKANORD niðurfærslugír NORIS viðvörunarkerfi SLEIPNER bógskrúfa SEAMECH vélstýring STAMFORD ásrafali BERG skiptiskrúfa REINTJES niðurfærslugír YANMAR aðalvél YANMAR hjálparvél SCANTROL autotroll NORSAP skipstjórastólar Allt fyrir nýsmíðina YANMAR aðalvél FLOSCAN eyðslumælir PRESTOLITE alternator TEIGNBRIDGE skrúfa LASDROP öxulþétti POLY FLEX vélapúðar SEPAR forsíur EUROPAFILTER smursía 8" hljóðkútur SIDE-POWER hliðarskrúfur CENTA ástengi SIMRAD sjálfstýring ZF stjórntæki ZF niðurfærslugír Mótorpúðar fyrir flestar vélar Alternatorar og DC rafalar TOIMIL Löndunarkranar Sjókopar - sjóinntök - sjósíur - lokar -zink 12V og 24V lensidælur R R Stjórntæki og gírarHliðarskrúfurAðalvélar í skip og báta Rafstöðvar og ljósavélar Allar gerðir af legum Skrúfur Skúli Halldórsson sh@mbl.is J ón Einar segir skip og veið- arfæri hafa stækkað mikið á síðustu árum og tímabært sé að bregðast við því með byggingu þessa verkstæðis. „Þetta er hreinlega gjörbylting á starfsemi okkar,“ segir hann í sam- tali við 200 mílur. „Það er alveg ljóst að þetta er mikil framkvæmd og stór fjárfest- ing,“ bætir hann við en bendir á að búast megi við að starfsemi Fjarða- nets eflist mikið í kjölfarið. „Það gerir okkur kleift að standa undir þessari fjárfestingu.“ Nýja netaverkstæðið, sem stækk- ar með hverjum deginum, verður 85 metra langt og grunnflötur þess mun þekja 2.200 fermetra. Full- smíðað mun húsið þó telja eina 2.600 fermetra, þar sem hluti þess verður á tveimur hæðum. Húsið þrisvar sinnum lengra Unnið er að byggingu verkstæð- isins á nýrri landfyllingu austan við loðnubræðslu Síldarvinnslunnar, en fyrst þurfti að ráðast í að búa til landfyllinguna áður en fram- kvæmdir við verkstæðið gátu hafist. Framkvæmdirnar sjálfar hófust í maí fyrr á þessu ári og samkvæmt áætlun er stefnt að því að verk- stæðið verði tilbúið til notkunar í mars á næsta ári. Bygging verk- stæðisins var boðin út, en verkið annast byggingaverktakinn Nestak ehf., í Neskaupstað. „Húsið sem við notumst við í dag er orðið gamalt,“ segir Jón Einar. „Það var byggt á árunum 1964 til 1966 og var raunar nokkuð stór bygging á mælikvarða þess tíma. Nætur og veiðarfæri hafa einfald- lega stækkað svo mikið á undan- förnum árum að staðan núna er orðin sú að húsið er alltof þröngt til að við getum verið þar til fram- búðar.“ Jón Einar bendir á að húsið verði um það bil þrisvar sinnum lengra en það hús sem hýsir starfsemina í dag. „Vinnuaðstaða okkar stækkar því til muna, sem gerir alla vinnu einfaldari og hagkvæmari, og við- skiptavinir okkar munu njóta góðs af,“ segir hann. Einnig verði loft- hæð miklum mun meiri og allar for- færingar með næturnar muni því ganga betur og verða einfaldari. „Í dag notumst við mikið við kranabíla til að spóla nótum inn og út úr húsi og fylgir því mikill kostn- aður. Það ferli mun einnig breytast mikið með tilkomu nýja verkstæð- isins,“ segir Jón Einar. „Einnig er oft unnið í flottrollum utan verkstæðins, þar sem flott- rollin eru dregin út. Þetta mun einnig breytast og færast inn á verkstæðið, þar sem lengd vinnu- svæðis og aðstæður verða allt aðr- ar.“ Öll starfsemin yfir í nýja húsið Hann tekur enn fremur fram að í nýja húsinu felist sú stóra breyting að þar verður nótageymsla. „Nú verða allar næturnar geymdar inni, en þær hafa hingað til verið geymd- ar úti þar sem við höfum breitt yfir þær. Þetta verður því gjörbreytt vinnuaðstaða að öllu leyti og gefur okkur miklu fleiri tækifæri í því sem við erum að gera, þeim vörum sem við getum framleitt og þeirri þjónustu sem við getum veitt.“ Öll starfsemi Fjarðanets mun flytjast úr gamla húsinu í það nýja. Gúmbátaþjónusta fyrirtækisins mun þar einnig fá að njóta stærri og rúmbetri vinnuaðstöðu en áður. Nóg af verkefnum fram undan Aðspurður segir hann að þörfin fyr- ir nýtt húsnæði hafi skapast smám saman síðustu ár. „Eftir því sem skipin hafa stækkað og næturnar orðið stærri og sterkari hefur þró- unin verið smám saman í þessa átt.“ Fyrir austan er Síldarvinnslan og tengd fyrirtæki, ásamt Loðnu- vinnslunni, stærstu viðskiptavinir Fjarðanets. Auk þess þjónar fyr- irtækið önnur þau skip sem landa á Austfjörðum og leitast eftir þjón- ustu. Nýtt netaverkstæði rís í Neskaupstað Framkvæmdir standa yfir við nýtt netaverk- stæði Fjarðanets í Nes- kaupstað. Er áætlað að það verði tilbúið í mars á næsta ári. Nýja verk- stæðið verður mun stærra en það gamla og mun tilkoma þess leiða til algjörrar byltingar í starfsemi og þjónustu- möguleikum Fjarðanets á Austurlandi. Þetta segir Jón Einar Mar- teinsson, framkvæmda- stjóri Fjarðanets. Framkvæmdastjóri „Vinnuaðstaða okkar stækkar til muna, sem gerir alla vinnu einfaldari og hagkvæmari,“ segir Jón Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.