Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 21
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 21
„Norsk og færeysk skip landa
hérna stundum á loðnuvertíðinni,
en það er misjafnt eftir því hvern-
ig vertíðin þróast hversu oft þau
koma,“ segir Jón Einar og bætir
við að verkefnastaða fyrirtækisins
sé góð og nóg sé af verkefnum
fram undan.
„Verkefnin munu svo aukast
smám saman með nýjum mögu-
leikum á nýja verkstæðinu. Við
gerum ráð fyrir að starfsfólki muni
fjölga samhliða því og getum við á
nýja verkstæðinu boðið upp á allt
annan vinnustað en áður og enn
betri vinnuaaðstöðu.“
Eins og áður sagði er reiknað
með að starfsemin flytjist í nýja
húsið í mars á næsta ári. „Að okk-
ar mati eru spennandi tímar fram
undan og ég finn það að allir
starfsmenn eru fullir tilhlökkunar
að takast á við þau tækifæri og
þær áskoranir sem því fylgja.“
Víðtæk og breið þjónusta
Fjarðanet sinnir alhliða veiðar-
færaþjónustu á þremur stöðum á
landinu; Ísafirði, Akureyri og í
Neskaupstað. Allt eru þetta mik-
ilvægar hafnir þar sem miklum
afla er landað á ári hverju. Á
tveimur af starfsstöðvum Fjarða-
nets, í Neskaupstað og Ísafirði,
rekur fyrirtækið einnig skoð-
unarstöðvar fyrir gúmmíbjörg-
unarbáta og því til viðbótar heldur
það úti þvottastöð fyrir fiskeldis-
poka á Reyðarfirði. Vel á þriðja
tug starfsmanna starfa hjá fyr-
irtækinu, en þeir dreifast á þessar
þrjár starfsstöðvar.
Jón Einar segir styrk
fyrirtækisins felast í víðtækri og
breiðri þjónustu, bæði á land-
fræðilegan máta en einnig hvað
varðar fjölbreytileika þjónust-
unnar. Fjarðanet sé með starfs-
stöðvar í nokkrum af mikilvægustu
höfnum landsins og þjónusti þar
allar gerðir veiðarfæra.
„Fjarðanet er dótturfyrirtæki
Hampiðjunnar og saman veita
þessi fyrirtæki öfluga veið-
arfæraþjónustu í mikilvægum
höfnum á Íslandi. Til viðbótar við
starfsstöðvar Fjarðanets rekur
Hampiðjan svo netaverkstæði í
Reykjavík og Vestmannaeyjum.“
Verkefnin á netaverkstæðunum
eru misjöfn. Fyrir norðan og vest-
an er mest unnið í botntrollum og
snurvoðum en fyrir austan er
stærri hluti verkefnanna tengdur
uppsjávarveiðum, bæði nótum og
flottrollum,“ segir hann.
„Fjarðanet leggur áherslu á þró-
un nýrra og betri veiðarfæra í sam-
vinnu við sjómenn og útgerð-
armenn og við reynum stöðugt að
finna lausnir á þeim vandamálum
sem upp koma.“
Reist á gömlum grunni
Eflaust er ekki á allra vitorði að
Fjarðanet samanstendur af mörg-
um litlum netaverkstæðum sem
hafa sameinast í þetta öfluga fyr-
irtæki. Undir núverandi nafni varð
fyrirtækið til í ársbyrjun 2005, með
samruna Netagerðar Friðriks Vil-
hjálmssonar hf., Netagerðar Vest-
fjarða hf., Gúmmíbátaþjónustu
Austurlands ehf. og Gúmmíbáta-
þjónustunnar ehf. á Ísafirði. Áður
höfðu sameinast inn í Netagerð
Friðriks Vilhjálmssonar Neta- og
veiðarfæragerðin á Siglufirði, sem
einnig var með starfsemi á Seyð-
isfirði og Fáskrúðsfirði, Netagerð
Dalvíkur og Nótastöðin Oddi á Ak-
ureyri.
„Fjarðanet var á tímabili með
starfsemi á öllum þessum stöðum,
en við þurftum að laga okkur að
breyttum aðstæðum og fækkun
skipa í íslenskum sjávarútvegi. Þá
þurftum við að loka starfsstöðvum
og færa verkefni milli staða.“
Hvert og eitt þessara fyrirtækja
var rótgróið á sínu svæði og átti
sér jafnvel áratuga sögu.
„Allt er þetta því reist á gömlum
og góðum grunni,“ segir Jón Einar
og bendir á að Netagerð Friðriks
Vilhjálmssonar, forveri Fjarðanets
í Neskaupstað, hafi verið stofnuð
árið 1957. „Alls eru þetta ein átta
fyrirtæki sem sameinast í Fjarða-
neti, sem er þeim mun sterkara.“
Risabygging Nýja verkstæðið rís óðfluga og er búist við að hægt verði að flytja starfsemina í heilu lagi í mars á nýju ári.
Gamla verkstæðið „Húsið sem við notumst við í dag er orðið gamalt,“ segir Jón Einar, en það var byggt á 7. áratugnum.