Morgunblaðið - 14.12.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 14.12.2018, Síða 30
Tilbúinn Óhætt er að segja að lengingin fari Hugin vel. Hér siglir skipið glæsilegt og nýmálað til hafnar. Lengingin hafði m.a. þau áhrif að gera skipið hraðskreiðara. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Þ ó að stutt sé í húmorinn hjá Vestmannaeyingum þá segir Páll Guðmunds- son að aðstandendur Hugins VE 55 hafi alveg losnað við brandara og stríðni þegar skipið var sent í lengingu til Gdansk í Póllandi. Lengingin var jú gerð til að bæta rekstur skipsins og skila betri afurð í land. „Þegar Huginn var smíðaður á sín- um tíma var miðað við að fyr- ir góða sjókæl- ingu myndi þurfa um 30% af sjó á móti 70% af afla í lestum skipsins, og því var hæfilegt að hafa 1.500 rúm- metra lest og geta þá komið með um 1.000 tonn af afla að landi hjá Eskju þar sem vinnslugetan er einmitt í kringum 1.000 tonn á sól- arhring,“ útskýrir Páll. „Síðan þá hafa viðmiðin breyst og núna þyk- ir betra að hafa 50% af kældum sjó á móti 50% af fiski. Með því að lengja skipið um rúmlega sjö metra eykst plássið í lestinni svo að við höfum 2.000 rúmmetra til að sjókæla, þar af 1.000 tonn af fiski.“ Lenging og lagfæringar Var Huginn lengdur um nákvæm- lega 7,2 metra og í leiðinni var skipið tekið nokkuð rækilega í gegn. „Það var sandblásið alveg frá A til Ö og skipt um klæðn- ingar í lestum skipsins sem voru farnar að láta á sjá og blóðvatn farið að seytla í gegnum sprung- ur,“ segir Páll en skipið er um 17 ára gamalt. „Allt sem tengist stjórnkerfinu í kringum kælibún- aðinn var uppfært, og vélin líka, auk ýmissa annarra kerfa.“ Þó að lengingin og lagfæring- arnar á skipinu hafi lukkast vel dvaldi Huginn lengur í Gdansk en upphaflega stóð til. „Framkvæmd- ir töfðust og tóku nærri helmingi lengri tíma en okkur var upphaf- lega lofað. Kann skýringin að vera að mjög heitt var í veðri og erfið- lega gekk að fá fólk í logsuðuverk- efnin, auk þess sem það hefur örugglega ekki hjálpað að haldið var stórmót í knattspyrnu um það leyti sem vinnan átti að standa hvað hæst.“ Páll segir að blessunarlega hafi töfin ekki valdið miklu tjóni og fékk áhöfnin að láni skipið Guð- rúnu Þorkelsdóttur sem bættist í skipaflota Eskju seint á síðasta ári. „Við sköffuðum kvótann og áhöfnina og þurftum því ekki að sitja með auðar hendur á meðan beðið var eftir Hugin.“ Botnfarvi sem dugar í aratug Veiðar á lengdu skipi hafa gengið vel og segir Páll að lengingin hafi m.a. haft þau jákvæðu áhrif að Huginn hefur núna meira særými, situr ögn ofar í haffletinum og gat siglt 1,5 mílum hraðar aftur heim til Íslands. „Við prufuðum líka að setja nýja gerð af botnfarva á kjölinn en um er að ræða bylting- arkennda nýja gerð málningar sem aftrar því að sjávarlífverur geti fest sig við botninn á skip- inu.“ Eins og lesendur 200 mílna þekkja getur verið verulegur ami að lífverum sem festa sig við skip og þarf að bera sérstaka málningu á þann hluta kjalarins sem er í stöðugri snertingu við hafið svo að hrúðurkarlar og ýmis sjávar- gróður geti ekki tekið sér þar ból- festu. „Venjulega dugar botnfarvi í tvö til þrjú ár hið mesta áður en skip þurfa að fara aftur í slipp til að vera máluð á ný, en þessi nýja sílíkonmálning á að duga í a.m.k. 10 ár,“ útskýrir Páll en framleið- andinn segir málninguna hafa þann eiginleika að þegar ákveðn- um siglingarhraða er náð missi sjávarlífverurnar takið og losni frá kilinum. „Þetta er dýrari farvi en mun skila okkur sparnaði til lengri tíma litið enda kostar það marga tugi milljóna að bara hugsa um að fara með skip í slipp. Þá inniheld- ur nýi botnfarvinn engin meng- andi eða eitrandi efni og er hlut- laus gagnvart náttúrunni.“ 500 rúmmetrum bætt við lestina Um leið og Huginn VE var lengdur um 7,2 metra austur í Gdansk var skipið tekið í gegn jafnt að innan sem utan. Ný tegund sílíkonmálningar var notuð sem botnfarvi og á að verja kjölinn gegn sjávarlífverum í a.m.k. áratug. Klofinn Hér er Huginn í miðri lengingu og búið að hluta hann í sundur. Viðbót Teikning sem sýnir hvernig skipið var lengt í miðjunni. Lengingin býður upp á betra hlutfall afla og sjós til kælingar.Páll Guðmundsson 30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.