Morgunblaðið - 14.12.2018, Page 32
Á
Húsavík eru þrjú hvalaskoðunarfyrirtæki sem gera út fjölda báta,
en í flota þeirra um þessar mundir eru ellefu gamlir eikarbátar
sem smíðaðir voru á Íslandi.
Þetta eru Norðursigling, sem reið á vaðið 1995 þegar Knörrinn
hóf siglingar á Skjálfanda, Gentle Giants, sem hóf starfsemi árið
2001 og Sölkusiglingar, sem byrjuðu siglingar vorið 2013.
Bátarnir sem um ræðir voru smíðaðir í Stykkishólmi, Hafnarfirði, Vest-
mannaeyjum og Reykjavík, en flestir á Akureyri, þar sem sjö þeirra voru
smíðaðir.
Á Akureyri voru það fjórar bátasmiðjur sem smíðuðu bátana, Slippstöðin,
Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta, Bátasmiðjan Vör og Skipasmíðastöð
KEA.
Elsti báturinn var smíðaður 1963 og sá yngsti 1977, enda var áttundi ára-
tugurinn sannkallað blómaskeið innlendra bátasmíða. Bátarnir frá Akureyri
voru allir nema einn upphaflega smíðaðir fyrir útgerðir við Eyjafjörð og á
Húsavík, en hafa eins og hinir öðlast nýjan tilgang með sívaxandi vinsældum
hvalaskoðunar. Rétt er að geta þess að Hafþór heldur úti vefsíðunni skipa-
myndir.com, þar sem skipa- og bátamyndir eru í öndvegi.
34
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Haukur Smíðaður í Skipasmíðastöð Jóns Jónassonar við Elliðaárvog í
Reykjavík árið 1973 og hét upphaflega Sigurður Baldvin KE-22. Sama ár
var hann seldur vestur á firði þar sem hann fékk núverandi nafn.
Norðursigling keypti hann árið 1996 og sumarið á eftir hóf hann
hvalaskoðunarsiglingar frá Húsavík. Árið 2002 var honum breytt í tveggja
mastra skonnortu með bugspjóti. Haukur er 19 brúttólestir að stærð.
Öðluðust nýjan tilgang
með hvalaskoðun
Bjössi Sör Smíðaður hjá Skipasmíðastöð KEA á
Akureyri árið 1975. Báturinn hét upphaflega Sól-
rún EA 151 og var gerður út frá Árskógssandi um
árabil. Norðursigling festi kaup á bátnum sumarið
2002 og ári síðar hóf hann siglingar á Skjálfanda.
Bjössi Sör er 28 brúttólestir að stærð.
Faldur Hét upphaflega Votaberg ÞH-153 og var smíðaður hjá Skipaviðgerðum hf. í Vestmannaeyjum fyrir útgerðarmann á
Þórshöfn árið 1973. Í lok sama árs var hann seldur innanbæjar á Þórshöfn og fékk nafnið Faldur ÞH-153. Sumarið 2001 var
hann keyptur til Húsavíkur og veturinn þar á eftir var notaður til að breyta honum í hvalaskoðunarbát. Faldur hóf hvalaskoð-
unarsiglingar á vegum Gentle Giants sumarið 2002 og er enn að. Faldur er 18 brúttólestir að stærð.
Knörrinn Smíðaður í Slippstöðinni á Ak-
ureyri árið 1963 og hét upphaflega Auðunn
EA-157 með heimahöfn í Hrísey. Eftir að
hafa verið gerður út til fiskveiða í rúm þrjá-
tíu ár eignaðist Norðursigling ehf. á Húsavík
bátinn og breytti honum í hva skoðunarbát.
Knörrinn hóf siglingar vorið 1995 og siglir
enn. Báturinn er 19 brúttólestir að stærð.
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018