Morgunblaðið - 14.12.2018, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018
Andvari Smíðaður á Bátaverkstæði Gunnlaugs og Trausta á Akureyri 1975 og hét upphaflega Vinur SH-140. Norðursigling
eignaðist bátinn árið 2012 en hann hafði sokkið eftir að siglt var á hann við bryggju í Sandgerði haustið 2011. Bátnum var náð
á flot og upp í slipp þar sem allt var rifið af honum ofan þilfars og ekkert beið hans nema förgun. Vorið 2012 dró Knörrinn
Sölku norður til Húsavíkur og rúmum fjórum árum síðar hóf hann siglingar á Skjálfanda eftir að hafa verið endurbyggður
sem rafknúinn hvalaskoðunarbátur. Andvari er 30 brúttólestir að stærð.
Fanney Smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri árið 1976 fyrir Húsvíkinga en þaðan var báturinn gerður út til ársins 1997. Sölku-
siglingar ehf. keyptu bátinn aftur til Húsavíkur síðla árs 2012 en þá hafði honum verið breytt til farþegaflutninga. Hann fékk
aftur sitt gamla nafn, Fanney, og hóf siglingar með ferðamenn á Skjálfanda vorið 2013.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Náttfari Smíðaður í Skipavík í
Stykkishólmi árið 1965 og hét
upphaflega Þróttur SH-4. Þrótt-
ur, sem var fyrsti báturinn sem
Skipavík smíðaði, hét ýmsum
nöfnum í gegnum tíðina en
Norðursigling keypti bátinn
árið 1998. Þá hafði hann
legið um árabil í reiðu-
leysi austur á fjörð-
um. Náttfari hóf
síðan hvalaskoð-
unarsiglingar
sumarið 1999.
Náttfari er 60
brúttólestir að
stærð.
Salka Smíðuð í Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. í Hafnarfirði árið 1976 og hét upp-
haflega Hafsúlan SH-7. Sölkusiglingar ehf. á Húsavík eignuðust bátinn haustið
2016 og var hann gerður upp í Skipavík í Stykkishólmi um veturinn. Salka hóf
hvalaskoðunarsiglingar frá Húsavík í sumarbyrjun á síðasta ári.
Sylvía Smíðuð í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri 1976 fyrir Grenvíkinga og hét
upphaflega Sigrún ÞH-169. Í sumarbyrjun 2007 keypti hvalaskoðunarfyrirtækið
Gentle Giants á Húsavík bátinn frá Þingeyri og eftir breytingar í Slippstöðinni á
Akureyri hóf hann hvalaskoðunarsiglingar um sumarið á Skjálfanda og gerir það
enn. Sylvía er 29 brúttólestir að stærð.
Hildur Byggð á Akureyri árið 1974 á Bátaverkstæði Gunnlaugs og
Trausta. Hét upphaflega Múli ÓF-5. Norðursigling keypti bátinn síðla
sumars 2009 og um haustið var henni siglt til Engernsund í Danmörku. Þar
var henni breytt í tveggja mastra skonnortu með bugspjóti. Hildur kom
aftur til Húsavíkur um mitt sumar 2010 og hóf siglingar. Hún hefur síðan
siglt með farþega við Íslands-, Grænlands- og Noregsstrendur. Hildur er
36 brúttólestir að stærð.