Morgunblaðið - 14.12.2018, Side 36

Morgunblaðið - 14.12.2018, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is S tefnt er að því að starfsemi í nýrri fiskvinnslu G.RUN í Grundarfirði hefjist strax í byrjun janúar. Fram- kvæmdir við nýja húsið þykja hafa gengið einstaklega vel og á hér um bil einu ári hefur tekist að reisa rúmlega 2.700 fermetra við- byggingu við gamla vinnslu- húsnæðið sem er um 1.400 fer- metrar á stærð. „Það hefur geng- ið ótrúlega vel miðað við hvað veðurfarið hefur verið slæmt, og að baki einhver versti vetur í manna minnum,“ segir Guðmundur Smári Guðmunds- son, framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins. Hann bætir við að núna sé allt á útopnu við lokafráganginn: „Mark- miðið er að byrja að vinna fisk hinn 9. janúar, þó að það geti vel verið að 9. janúar verði eitthvað seinna í mánuðinum en venjulega.“ Skoðuðu í sýndarveruleika Nýja fiskvinnslan er merkileg fyrir margra hluta sakir og er hún t.d. sú fyrsta, svo vitað sé, sem hönnuð var í þrívídd. Var notast við svokallað BIM-líkan við hönnunina en með því má bæði betur koma auga á ýmis vandamál og árekstra – t.d. ef vatns- lögn hefur verið teiknuð þannig að hún fer í gegnum burðarbita – og einnig leyfa stjórnendum og starfs- fólki að skoða fiskvinnsluna í sýnd- arveruleika. „Löngu áður en fyrsta skóflustungan var tekin vorum við búin að ganga fram og til baka um fiskvinnsluna,“ segir Smári en með- al þess sem lögð var sérstök áhersla á við hönnunina var að létta þrif eins og frekast væri unnt: „Það kostar tugi milljóna á ári að halda svona verksmiðju hreinni og til að einfalda þrifin fórum við þá leið að hafa allar lagnir uppi í lofti frekar en í veggjum, og koma lagn- irnar aðeins niður úr loftinu einmitt þar sem þær þurfa að tengjast vél- unum.“ Þá eru tvær vinnslulínur í nýja húsinu, og báðar með vatnsskurð- arvél frá Marel en með þessu móti getur fiskvinnslan unnið ólíkar fisk- tegundir á sama tíma. Segir Smári að megi t.d. vinna þorsk, ýsu og ufsa á sömu línunni enda skyldar teg- undir en karfi sé svo ólíkur öðrum fiski að hann kalli á sína eigin vinnslulínu. Hvolft, skolað og staflað „Gangi allt eftir ættum við að geta unnið meira en 50 tonn af afla á dag með sama fjölda starfsmanna,“ segir smári og bendir t.d. á hvernig einn starfsmaður getur séð um að mata báðar vinnslulínurnar. „Gaman er að sjá þær framfarir sem tæknin hefur haft í för með sér, en hér í gamla daga, fyrir tíma lyftaratækninnar, hefði væntanlega þurft 8-12 fíleflda karla til að færa fiskinn að vélunum. En í dag sér einn starfsmaður um að keyra fiskinn í kerjum í n.k. magasín sem matar fiski í flökunarvélarnar með sjálfvirkum hætti. Karahvolf- arinn skammtar fiskinn og sendir kerið áfram í þvottavél. Staflast ker- in upp í lok þessa ferlis, tandurhrein og tilbúin til notkunar.“ Smári segir ástæðuna fyrir því að ráðist var í þessa miklu framkvæmd að laga þurfti starfsemi G.RUN að breyttum aðstæðum á mörkuðum. „Þökk sé æ betri tengingum við um- heiminn, bæði með flugi og á sjó, hafa skapast ný tækifæri fyrir sölu á ferskum fiski og þurftum við að efla starfsemina með hliðsjón af því. Þá var gamla fiskvinnslan okkar orðin úrelt og of smá til að við gætum unn- ið þar allan þann kvóta sem við höf- um yfir að ráða,“ segir hann en með aukinni vinnslugetu sér G.RUN fram á að þurfa að kaupa viðbót- arhráefni á markaði svo að hægt verði að vinna á fullum afköstum. „Það mun ráðast af hráefn- isframboðinu en við vonumst til að í framtíðinni getum við verið með starfsemi á tveimur vöktum til að nýta fjárfestinguna enn betur, með tilheyrandi fjölgun starfa.“ Nýja fiskvinnsla G.RUN í Grundarfirði er nærri því fullkláruð aðeins ári eftir að framkvæmdir hófust. Við hönnunina var m.a. reynt að einfalda þrifin til muna og draga þar með úr rekstrarkostnaði. Ljósmynd/Tómas Freyr Kristjánsson Sókn Prýði er af nýju viðbyggingunni en hún er töluvert stærri en gamla vinnsluhúsið og verða afköstin eftir því. Reikna má með að hlutfall ferskra sjávarafurða muni fara vaxandi hjá G.RUN á komandi misserum. Lokametrarnir Eins og sést á þessum myndum sem teknar voru fyrr í vikunni vantar bara herslumuninn til að starfsemi geti hafist í nýja húsinu. Munu auka afköstin með sama fjölda starfsmanna Guðmundur Smári Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.