Morgunblaðið - 14.12.2018, Page 41
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 41
www.valka.is
VIÐ ÓSKUM VIÐSKIPTAVINUM & LANDSMÖNNUMÖLLUM
OG FARSÆLDAR Á KOMANDI ÁRI MEÐ ÞÖKKUM
FYRIR ÁRIÐ SEM ER AÐ LÍÐA
GLEÐILEGRA JÓLA
meiri leki er í afturlestinni, sem er
full af fiski. Líklegt er þó að aflinn
tefji eitthvað fyrir því að sjórinn fossi
þar inn. Þegar Auðunn kemur aftur
upp í brú sér hann að stjórnborðs-
lunningin er komin á kaf. Skip hans
er greinilega að sökkva. Ekki bætir
úr skák að það er haugasjór og afar
erfitt að athafna sig með björg-
unarbáta.
Ragnar Zophoníasson hitti stýri-
manninn sem hafði verið úti á þilfari
þegar sprengingin varð: „Ég sá
Valdimar annan stýrimann uppi á
keisnum þegar ég kom þangað. Hann
hafði raknað úr rotinu en stóð uppi
við skorsteininn, greinilega vankaður
og nánast blár í framan, að reyna að
jafna sig eftir höfuðhöggið. Við Frið-
þjófur fórum aftur á bátadekk. Þá
var verið að koma björgunarflek-
anum út. Menn röðuðu sér á hann og
ýttu honum út fyrir með bakinu.“
Áhöfninni tekst með naumindum
að sjósetja stjórnborðsbjörgunar-
bátinn. Einn af hásetunum stekkur
út í bátinn og fleiri stökkva á eftir
honum. Talsverður sjór er kominn í
bátinn og illa gengur að finna negl-
una (botntappann) til að stöðva inn-
streymi í hann.
Eitthvað hefur brostið svo að
Fylkir sekkur nú hraðar en áður. Það
er því lítill tími til stefnu. Auðunn
skipstjóri gefur nú þau fyrirmæli að
allir skuli yfirgefa skipið og skipar
loftskeytamanninum að koma sér
strax frá borði. Á leiðinni úr brúnni
aftur á bátaþilfar kemur Auðunn að
Gunnari Eiríkssyni, sem er miður
sín og illa haldinn eftir að hafa lent
undir netinu og í sjónum. Auðunn
tekur hann með sér og þeim tekst að
komast í björgunarbátinn, sem er
orðinn þéttsetinn.
Mönnum hefur með harðfylgi tek-
ist að tosa björgunarflekann undan
bakborðsbátnum og sjósetja hann.
Hásetarnir Kristmundur A. Þor-
steinsson og Ragnar Zophoníasson
eru komnir á flekann og halda hon-
um við skipið.
Fylkir er nú nánast kominn á hlið-
ina. Jörundur loftskeytamaður fikr-
ar sig niður skipssíðuna eftir kaðli
og kemst á flekann. En nú sjá menn
að flekinn hefur laskast og að hann
flýtur illa. Allt hefur gerst mjög
snögglega og í látunum hafa vatns-
þétt hólf skemmst svo að flekinn er
lekur og flýtur með naumindum, rétt
marar í hálfu kafi.
Ragnar hugsar um það eitt að
komast frá skipinu: „Við vorum sex á
flekanum, höfðum verið með þeim
síðustu til að yfirgefa skipið og kom-
umst ekki í björgunarbátinn. Við
gengum því niður með hallandi síð-
unni og komumst þannig á flekann,
sem var bundinn við síðuna. Með
mér voru Jörundur loftskeytamað-
ur, hásetarnir Indriði Indriðason,
Kristmundur A. Þorsteinsson, Frið-
þjófur Strandberg og einn annar.
Flekinn var lekur, maður rak fæt-
urna niður í gegnum botninn. Hann
flaut varla.“
er að sökkva!“
Ljósmynd/Jón Aðalbjörn Bjarnason
Ljósmynd/Jón Aðalbjörn Bjarnason
1955 Hluti áhafnar af Agli rauða. Bókin fjallar um þrjá hildarleiki á árunum 1955, 1956 og 1957, sem allir tengjast.