Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.12.2018, Blaðsíða 43
FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 2018 MORGUNBLAÐIÐ 43 Hafnarbraut 25 | 200 Kópavogi | Sími 554 0000 | www.klaki.is HVOLFARARKARA Handhægir ryðfríir karahvolfarar í ýmsum gerðum. Tjakkur vökvadrifinn með lyftigetu frá 900 kg. Halli að 110 gráðum. Vinsælt verkfæri í matvælavinnslum fiski – kjöti – grænmeti Seint um kvöldið fengum við upp- lýsingar um hið grunsamlega skip, að AIS-sendingar með staðsetn- ingum hefðu hætt að berast frá skip- inu þegar það fjarlægðist strendur Grikklands. Fimmtudaginn 1. janúar 2015 var áfram lónað á svæðinu og svipast um eftir umræddu skipi.Veðrið hafði heldur gengið niður en enn var hvasst af norðaustri, eða eins og dæmigert íslenskt vetrarveður. Fengum áfram upplýsingar frá Níelsi í Róm um að allar líkur væru á að skipið hefði haldið áfram vest- lægri stefnu og til stæði að ítalska strandgæslan sendi flugvél til leitar að skipinu upp úr hádegi. Seinnipartinn sama dag bárust skilaboð frá Níelsi um að skipið væri á vestlægri stefnu og átta sjómílna hraða, engin staðsetning barst. Flutningaskipið finnst Rétt fyrir kl. 17.00 heyrðist að ítölsk flugvél frá strandgæslunni væri í samskiptum við nauðstatt skip á ör- bylgjustöðinni rás 16 og skömmu síðar náðist samband við eftirlits- flugvélina sem sagði okkur að skipið væri um 20 sjómílur suður af okkar stað, skipverjar hefðu lýst yfir neyð og um það bil 400 manns væru um borð, að talið væri. Nafn skipsins var EZADEEN, um 50 ára gamalt gripaflutn- ingaskip frá Síerra Leóne og var óskað eftir því að varðskipið héldi þegar á staðinn á fullri ferð. Einnig var upplýst að engin áhöfn væri á skipinu, einungis flóttamenn. Á þessum tíma vorum við staddir tæpar 30 sjómílur suður af „hæln- um“ á Ítalíuskaganum og var haldið á staðinn á fullri ferð. Allur mannskapur var umsvifa- laust ræstur út og skipið gert klárt með tilliti til fyrirhugaðs verkefnis eins og verklagsreglur sögðu til um og margbúið var að æfa. Þarna var nokkuð ljóst að aftur urðum við að fresta áramótunum, brytinn var tilbúinn með dýrindis veislu þarna á þessu nýárskvöldi, nautasteikin beið í ofninum og ilm- urinn var farinn að berast um allt skip en enginn tími gafst til að snæða hana í rólegheitum og í raun enginn matartími, menn gleyptu bara í sig á hlaupum. Meðan varðskipið öslaði öldur Miðjarðarhafsins á fullri ferð í átt að EZADEEN skipaði Björgunar- stjórnstöðin í Róm varðskipið sem vettvangsstjóra í fyrirhuguðum björgunaraðgerðum. Uppfærðar upplýsingar frá Róm sögðu að um borð væru um 400-450 manns, þar af 60 börn og þrjár ófrískar konur. Þyrftu þau nauðsynlega að fá mat og vatn sem fyrst. Svartamyrkur var skollið á og um kl. 19.15 komum við að EZADEEN á stað: 39°04,4́N – 018°35,5́A. eða um 43 sjómílur suður af „hælnum“ á Ítalíuskaga. EZADEEN var þarna á NV-lægri stefnu eða með stefnu beint á Ítalíu og átta hnúta ferð. Þegar við nálguðumst skipið var það lýst upp með ljóskösturum Týs og sást þá mikill fjöldi flóttafólks úti á þilförum skipsins. Strax var reynt að ná sambandi við skipið á neyð- arrásinni 16 og beðið um að slegið yrði af ferð skipsins svo við gætum sent mannskap um borð. Kona varð fyrir svörum og sagði okkur að ekki væri hægt að minnka hraða skipsins þar sem búið væri að vinna skemmdir á stjórntækjum fyrir aðalvélina í brúnni. Engin áhöfn væri á skipinu - ein- ungis flóttamenn. Konan sagði aðspurð að þau gætu hugsanlega drepið á vélinni en var hún beðin um að láta það ógert. Að fengnum þessum upplýsingum var Róm upplýst um stöðu mála og tjáð að útilokað væri að fara um borð vegna sjógangs meðan skipið væri á þessum hraða, það væri of mikil áhætta við þær veðuraðstæður sem þarna væru. Ljósmynd/Hilmar Snorrason Í brúnni Halldór B. Nellett skipherra í brú Týs. „Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn,“ segir hann um áhöfnina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.