Fréttablaðið - 09.04.2019, Síða 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Kjartan Hreinn
Njálsson
kjartanh@frettabladid.is
Fimm
hundruð ár
eru liðin frá
dauða
Leonardos
da Vinci.
Einangrunar-
sinnarnir sjá
hér tækifæri
til að stuðla
að útgöngu
Íslands úr
EES, jafnvel
EFTA. Stóri
draumurinn
er að skapa
sérstakt
ís-exit.
Einokunarsinnar allra flokka hafa nú sam-einast og berjast gegn innleiðingu 3. orku-pakkans. Í fararbroddi eru gömlu valda-
karlarnir sem færðu okkur einokunarkerfin í
landbúnaði og sjávarútvegi og stóriðjustefnuna
þar sem alþjóðlegir auðhringir fá orkuna úr
fallvötnum okkar á gjafverði. Þetta eru ráða-
mennirnir sem tala um samfélagið okkar sem
„ógeðslegt þjóðfélag“ þar sem allt snúist um völd
og ekki séu til neinar hugsjónir. Þeim finnst það
jafngilda fullveldisafsali þegar þeir ráða ekki
öllu sjálfir. Þeir kalla það landráð að hugsanleg
ágreiningsmál í hugsanlegum viðskiptum milli
landa séu útkljáð af alþjóðlegum stofnunum á
borð við Mannréttindadómstólinn og EFTA-
dómstólinn sem dæmdi Íslendingum í hag í
Icesave-málinu.
Álitamálin kringum 3. orkupakkann eru
bundin því að einn góðan veðurdag komi til
þess að íslensk orka verði hugsanlega einhvern
tímann seld til útlanda gegnum hugsanlegan
sæstreng – sem er með öllu óvíst. Og þyrfti
sérstakt samþykki Alþingis til. Erfitt er hins
vegar að átta sig á því hvers vegna viðskipti með
orku eru svo miklu skelfilegri en til dæmis sala
á lambakjöti: enginn talar um að við missum
yfirráðin yfir íslenska lambakjötinu þegar við
seljum það. Við verðum bara dauðfegin.
Öllu skiptir að íslenska þjóðin eigi sjálf auð-
lindir sínar og orkuveitur á borð við Lands-
virkjun. Sé þetta tryggt í lögum – eins og nýja
stjórnarskráin gerir: af hverju má þá ekki selja
hæstbjóðanda (að uppfylltum grænum skil-
yrðum) þær afurðir sem þessar auðlindir veita?
Hér býr fleira undir en fölskvalaus ættjarðar-
ást. Einangrunarsinnarnir sjá hér tækifæri til að
stuðla að útgöngu Íslands úr EES, jafnvel EFTA.
Stóri draumurinn er að skapa sérstakt ís-exit.
Í samskiptum okkar við umheiminn eigum
við að minnsta kosti aldrei að hafa að leiðarljósi
tröllasögur og heimóttarskap.
ÍSEXIT?
匀欀漀爀爀椀 攀栀昀 ∠ 䈀氀搀猀栀昀椀 ㈀ ∠ 刀瘀欀 ∠ 㔀㜀㜀ⴀ㔀㔀 ∠ 眀眀眀⸀猀欀漀爀爀椀⸀椀猀
Guðmundur Andri
Thorsson
þingmaður Sam
fylkingarinnar
Fimm hundruð ár eru liðin frá dauða Leonardos da Vinci. Hann lést í Amboise í Mið-Frakklandi þann 2. maí árið 1519, þá 67 ára gamall. Dauða þessa mikla meistara endurreisnarinnar er eðlilega minnst víða um heim um þessar mundir,
enda er arfleifð hans einstök og sannarlega án for-
dæma í gjörvallri mannkynssögunni.
Ógerningur er að tíunda afrek Leonardos, svo
sómi sé að að minnsta kosti, í stuttum texta sem
þessum og að líkindum er það óþarfi, enda þekkjum
við flest helstu verk hans og afrek; ótrúlega tækni-
lega getu hans og óþreytandi sköpunargleði.
En ef það er eitthvað eitt sem ber að undirstrika
um ævi Leonardos þá er það einstök, og jafnframt
nokkuð framandi, sýn hans á lífið. Öfugt við það
sem þekkjum í dag, á tímum sérhæfni og aðgreining-
ar, þá virðist Leonardo hafa leitað að samræmi, eða
samheldni, þeirra þátta sem við fyrstu sýn virðast
óskyldir.
Þannig kaus Leonardo að einblína á það hvernig
vísindi og list bæta hvort annað og mynda þannig
eina heild innan hinnar mannlegu reynslu. Þetta
merkilega lífsviðhorf er að finna víða í verkum hans
og á hinum ýmsu sviðum sem hann lagði fyrir sig,
eins og fósturfræði, arkitektúr, verkfræði, læknis-
fræði og auðvitað í fögrum listum endurreisnar-
tímabilsins.
Frægasta dæmið um þessa nálgun er vafalaust
vitr úvíski maðurinn þar sem Leonardo freistaði
þess að sýna hlutföll mannslíkans í samhengi við
grunnform byggingarlistarinnar.
„Vitrúvíski maður Leonardos er holdgervingur
þess augnabliks þegar list og vísindi sameinast og
veita með því manneskjunni tækifæri til að leita
svara við tímalausum spurningum um það hver
við erum og hvert hlutskipti okkar er í stórbrotinni
skipan alheimsins,“ ritaði Walter Isaacson í ævisögu
Leonardos.
Nú sem aldrei fyrr, á tímum stafrænnar byltingar
og sameiningar ólíkra fræðasviða, er þörf fyrir þá
sem horfa á lífið með augum Leonardos. Fyrir þá
sem kjósa að horfa á tækifæri sem leynast handan
tilbúinna veggja fræðasviða og kenningakerfa.
Þar með er ekki sagt að hver og einn þurfi að
gerast fjölfræðingur, eða vera haldinn nær sjúklegri
forvitni eins og Leonardo blessaður var. Í raun var
hann sjálfur mikill talsmaður letingja og trassara.
Stóra áskorunin í visku Leonardos er að sjá heiminn
ekki sem summu ólíkra og aðskilinna þátta, heldur
sem eina heild.
Svo gripið sé aftur niður í orð Walters Isaacson um
vitrúvíska manninn: „Myndin táknar þá hugsjón
mannhyggjunnar sem hampar reisn, gildi og rök-
legri getu mannskepnunnar sem einstaklings. Inni
í ferningnum og hringnum sjáum við innsta kjarna
Leonardos, og okkar, þar sem hann stendur nakinn á
krossgötum hins jarðneska og hins kosmíska.“
Leonardo
Frjáls og óháð
Þann 23. júní, fyrir tæpum
þremur árum síðan, gengu Bret-
ar að kjörborðinu. Kosningar
þann dag sneru um veru Breta
í ESB. Meirihluti þeirra kaus
gegn áframhaldandi aðild að
ESB. Í aðdraganda kosninganna
í Bretlandi heyrðist hátt í mis-
vitrum „fræðingum“ um hvað
Bretar myndu hafa það mun
betra utan Evrópusambands-
ins, frjálsir og óháðir. Síðan
þá hefur mikið vatn til sjávar
runnið og almennt viðurkennt
nú að upplognar „staðreyndir“
og gífuryrði pólitíkusa um
vonda Evrópu, lýðræðishalla
ESB og fullveldisframsal hafi
verið tóm tjara.
UKIP er víða
Hvert einasta þjóðþing virðist
þurfa að eiga sinn Farage og á
hinu háa Alþingi virðist ekki
þverfótað fyrir þeim þessi
dægrin. Nú er enn og aftur
trommað upp með mál sem
enginn skilur og það smættað
niður í vonda Evrópu, fullveld-
isframsal og að orkan okkar
verði tekin yfir af ósýnilegum
óvini. Íslendingum er skipað
á tvo garða, annars vegar lið-
leskjur vilhallar erlendum yfir-
ráðum eða sanna þjóðarvini
sem vilja berjast fyrir fullveld-
ið. Rétt eins og í Bretlandi fyrir
um þremur árum er hins vegar
engin innistæða fyrir slíkum
sleggjum fullveldispopúlista.
sveinn@frettabladid.is
9 . A P R Í L 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
9
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:4
2
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
C
5
-1
5
3
C
2
2
C
5
-1
4
0
0
2
2
C
5
-1
2
C
4
2
2
C
5
-1
1
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
3
2
s
_
8
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K