Fréttablaðið - 09.04.2019, Side 28
Drög að tillögu að matsáætlun
allt að 9,9 MW virkjunar í
Geitdalsá á Fljótsdalshéraði
Hafið er mat á umhverfisáhrifum allt að 9,9 MW virkjunar
í Geitdalsá á Fljótsdalshéraði.
Geitdalsárvirkjun ehf. er framkvæmdaraðili verksins
en mat á umhverfisáhrifum er unnið af Mannviti hf. Á vefsíðu
Mannvits (www.mannvit.is) eru nú til kynningar drög að
tillögu að matsáætlun framkvæmdarinnar.
Óskað er eftir athugasemdum og ábendingum almennings
og er frestur til 1. maí 2019. Athugasemdir og ábendingar
skulu sendar á netfangið haukur@mannvit.is
Hin norska girl in red nýtur gríðarlegra vinsælda í nettónlistarheiminum og er greini-
lega rétt að byrja. Hún verður meðal erlendra gesta á Iceland Airwaves í nóvember.
Seabear snýr aftur á Airwaves.
Úkraínski rapparinn og leikskólakennarinn Alyona Alyona rappar á
móðurmáli sínu en þykir þó sérlega aðgengileg og mikill happafengur.
Iceland Airwaves-hátíðin verður haldin í 21. skipti í nóvember og listinn yfir þær hljómsveitir og tónlistarfólk sem munu þá láta til sín taka er að verða býsna langur og
áhugaverður.
Will Larnach-Jones, rekstrar-
stjóri hátíðarinnar, segir að nú
verði farið enn nær rótum og hjarta
hátíðarinnar en á liðnum árum með
blöndu þess sem er mest spennandi
á íslensku tónlistarsenunni og rís-
andi stjarna í útlöndum.
Ein þeirra er hin norska Marie
Ulven sem hefur heldur betur slegið
í gegn sem girl in red. „Við erum
mjög spennt fyrir því að hún sé að
koma,“ segir Jones við Fréttablaðið
og bætir við að það sé magnað að
sjá hversu vel lögum hennar hefur
verið tekið út um allan heim.
Sú rauða tryllir lýðinn
Þótt hún eigi aðeins tíu lög á
Spotify enn sem komið er
hlusta yfir milljón manns á
þau mánaðarlega. „Hún er
rétt að byrja feril sinn en
það er uppselt á alla tón-
leika hennar og ásamt frá-
bæru heimafólki á borð
við GDRN, Hildi og JFDR
komum við sterk inn með
ferskum, hæfileikaríkum,
ungum konum úr öllum
áttum,“ segir Jones.
Við erum alltaf spennt
fyrir því að kynna ykkur
fyrir tilvonandi uppáhalds
hljómsveitunum ykkar í bland
við nöfnin sem þið þekkið og
elskið að sjá á Airwaves,“ segir
Jones og bætir við að hátíðinni hafi
í gegnum tíðina gengið ákaflega vel
að kynna nýjar stjörnur til leiks. Og
lengi er von á einum þar sem „við
eigum eftir að tilkynna fleiri mjög
spennandi nöfn til leiks, bæði stór
og smá, á næstu mánuðum“.
Vaknað af dvala
Hljómsveitin Seabear hefur legið í
dvala í tæpan áratug en mun koma
saman aftur á þessu ári og spila á
Iceland Airwaves á sínum fyrstu
tónleikum eftir þetta langa hlé.
Hljómsveitin náði talsverðum vin-
sældum í kring um 2007 og margir
hafa saknað hennar síðan þá.
Ólöf Arnalds hefur heldur ekki
látið mikið fyrir sér fara síðan hún
gaf út plötu 2013 en snýr nú aftur á
Airwaves. Sama má segja um það
sem Jones kallar „óskabörn Air-
waves“, Mammút, en þau vinna nú
að sinni fimmtu plötu og munu spila
á hátíðinni. toti@frettabladid.is
Spútnikstjarnan girl in red er í hópi
þeirra sem bætast við á Airwaves
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves kynnir í dag til leiks fjölda íslenskra og erlendra tónlistarmanna sem munu
troða upp á hátíðinni í nóvember. Meðal annars þykir mikill fengur að hinni rísandi stjörnu girl in red sem fer nú
með himinskautum og endurkoma Seabear eftir tæplega tíu ára dvala telst til talsverðra tíðinda.
Íslenskir flytjendur:
Aron Can, Auðn, Auður, Bernd
sen, Between Mountains,
Ceasetone, Elín Sif, Gabriel
Ólafs , GDRN, Grísalappalísa,
Hatari, Hildur, Hrím , Hugar,
JFDR, IamHelgi, Kælan Mikla ,
Mammút, Matthildur, Moses
Hightower, Ólöf Arnalds,
Seabear , Svavar Knútur , Une
Misère, Vök, Warmland.
Erlendir flytjendur:
Alexandra Stréliski, Alyona
Alyona, Amanda Tenfjord, Anna
of the North, Bessie Turner,
Blanco White, Boy Azooga, Free
Love, The Garrys, Georgia, girl in
red, Glass Museum, The Howl &
The Hum, Mac DeMarco, Murk
age Dave, Niklas Passchburg,
Pavvla, Penelope Isles, Pip
Blom, Pottery, Shame, Siv Jak-
obssen, Sons, Warmduscher,
Whitney.
*Nýjustu viðbæturnar eru feit
letraðar.
Penelope Isles eru frá Brighton,
þeirri annáluðu ensku gleðiborg.
9 . A P R Í L 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
0
9
-0
4
-2
0
1
9
0
8
:4
2
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
C
5
-2
D
E
C
2
2
C
5
-2
C
B
0
2
2
C
5
-2
B
7
4
2
2
C
5
-2
A
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
3
2
s
_
8
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K