Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 5

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 5
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015 http://www.ætt.is aett@aett.is5 því bera að hann liti stórt á sig og þyldi illa að vita ljós sitt sett undir mæliker. Fræg er frásögnin af því þegar þau fluttu bæði minni brúðhjóna í veislu og var þar gerður mun betri rómur að kvæði Guðnýjar en Sveins. Honum mun hafa sárnað það mjög. Eins þótti hún semja miklu betri stólræður en hann, en að því mun hún oft hafa leikið sér. Þá er sagt að einhverju sinni hafi þau bæði verið í samkvæmi, hafi þá legið fyrir honum að svara einhverju orði eða setningu, og hafi hann ei getað, en hún hafi þá tekið að sér hans vegna að svara, hafi hon- um mislíkað svo mjög að hann gat ei orðið meiri og hafi ekki viljað láta hana gera sér oftar slíka hneisu. Það var því vandlifað hjá Guðnýju. Glatt á hjalla Guðný var í eðli sínu létt í lund og naut þess að vera innan um fólk. Heimilislífið í Klömbrum hefur verið heldur dauflegt, oftast fámennt, og henni sjálfsagt oft leiðst. Hún hefur sjaldan getað gert manni sínum til hæfis og sorgin yfir að missa litlu börnin sín var yf- irþyrmandi. Meðal þeirra sem Sveinn tók til náms voru þrír bræður frá Reykjahlíð við Mývatn, Hallgrímur, Þorlákur og Sigfús, synir séra Jóns Þorsteinssonar og Þuríðar Hallgrímsdóttur konu hans. Mikil vinátta var milli Grenjaðarstaðar og Reykjahlíðar og síðar átti Kristrún, systir Guðnýjar, eftir að giftast einum bræðranna þaðan, séra Hallgrími Jónssyni. Þegar Reykjahlíðarbræðurnir komu var glatt á hjalla í Klömbrum. Þeir voru kátir og sönghneigðir og Guðný naut þeirra stunda og tók fullan þátt í söng þeirra og glaðværð. Þetta mislíkaði Sveini mjög. Jón, faðir Guðnýjar, segir í bréfi til Gísla Brynjúlfssonar að hún hafi haft unun af því að syngja en Sveinn hafi aftur á móti haft óbeit á söng hennar og látið hana merkja það með bítandi orðum. Í ævisögu séra Sveins, sem Árni Halldór Hannesson skráir, segir þó að Sveinn hafi verið söngmaður mikill. Á sama tíma og Guðný býr með manni sínum í Klömbrum býr önnur skáldkona á næstu grösum, Hólmfríður Indriðadóttir á Hafralæk, f. 1802, formóð- ir Guðmundar Friðjónssonar skálds á Sandi og þeirra bræðra. Hvort þær skáldkonurnar hafa þekkst eða hist veit enginn nú en fróðlegt hefði verið að vita það. Það sama gildir um Skáld-Rósu en þær Guðný voru á svipuðum aldri og á æskuárunum bjuggu þær báðar lengur eða skemur í Hörgárdal, Guðný að Auðbrekku en Rósa á Ásgerðarstöðum og síðar í Fornhaga. Guðmundur faðir Rósu var um tíma meðhjálpari hjá séra Jóni föður Guðnýjar. Örlagarík ferð 1. maí 1830 eignast þau hjónin þriðja barn sitt, son sem fær nafn bróður síns, Jón Aðalsteinn. Hann er foreldrum sínum mikill gleðigjafi. Ári síðar, þann 11. júlí 1831, fæðist þeim lítil dóttir sem skírð er Sigríður. Frú Þuríður, ljósmóðir í Reykjahlíð, tekur á móti telp- unni og hefur hana hjá sér um tíma. Sigríður litla er svo heima hjá foreldrum sínum um veturinn. Um sumarið ákveður Sveinn að litlu telpunni skuli aftur komið fyrir uppi í Reykjahlíð hjá Þuríði svo Guðný geti gengið út til heyvinnu. Það urðu móðurinni erfið spor að fara með telpuna sína, þá tíu mánaða gamla, í fóstur. Í fanginu bar hún hana upp Hvammsheiðina og yfir að Mývatni. Þegar hún gengur ein til baka yrkir hún tregablandið ljóð þar sem hún reynir að hugga sig við litla drenginn sinn heima á Klömbrum. Á heimleið Myrkt er af kvíða. Meybarnið fríða menn frá mér taka. Faðmur er snauður, alheimur auður, oft mænt til baka. Samt má ei gleyma, að sonurinn heima semur mér yndi. Augað hægt grætur, til alls liggja bætur, ef hver það fyndi. Þessi ferð varð örlagarík. Sigríður litla kom aldrei aftur heim í fang móður sinnar, „aðeins sonurinn heima samdi henni yndi.“ Kastað úr hjónabandi Svo líða nokkur ár og allt virðist slétt og fellt í hjóna- Sveinn Níelsson. Almenningsálitið bar Svein þungum sökum og mun sá kross hafa fylgt honum lengi. Það blés kuldalega um hinn unga klerk jafnt frá háum sem lág- um. Hann var kallaður bæði þræll og fantur.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.