Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 16

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 16
16http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015 aett@aett.is is Þorkell Eyjólfsson prests til Miðdalaþinga (síð- ar Garpsdal) Gíslasonar prests á Breiðabólstað Ólafssonar biskups í Skálholti Gíslasonar. Hann var þá útskrifaður úr Bessastaðaskóla með góðum vitn- isburði og var gott mannsefni. Þar kynntust þau Ragnheiður og Þorkell, og dró til þess að þau giftust 19. maí 1844, og var hann sama dag vígður af Steingrími Jónssyni biskupi. Þorkell og Ragnheiður eignuðust 17 börn, dóu 7 í æsku en 10 komust til fullorðins ára, sem eru: Matthildur ljós- móðir á Hellissandi, Eyjólfur úrsmiður í Reykjavík, Páll gullsmiður í Reykjavík, Jón eldri landpóstur á Ísafirði, Guðbrandur verslunarmaður í Ólafsvík, Guðrún ekkja Holgeirs Clausen kaupmanns í Reykja- vík, Bjarni skipasmiður í Reykjavík, Jón yngri dr. phil, landsskjalavörður í Reykjavík, Kjartan organisti og bóndi Arnarstapa, Einar skrifari síðar skrifstofustjóri Alþingis og rithöfundur. Eftir lát manns síns dvaldi Ragnheiður hjá börn- um sínum, fyrst í Stykkishólmi og síðar í Reykjavík og andaðist þar 13. júlí 1905 hálfníræð að aldri. Á þeim tíma sem Ragnheiður var að alast upp hjá ömmu sinni að Elliðavatni lá þjóðvegurinn að austan þar hjá, og var þar oft mannkvæmt, og kunni hún að segja deili á mörgum nafnkenndum manni. Einu sinni á ári fór hún ætíð út í Viðey með ömmu sinni, því mik- il vinátta var milli Elliðavatnsfólks og Viðeyjarfólks. Mundi hún gjörla eftir Magnúsi konferensráði. Hafði hann verið henni sem unglingi einstaklega góður og hafði verið að spila á hljóðfæri fyrir þær nöfnur með meiru. Ragnheiður var hin mesta búkona og hafði hún jafnan mestöll búsforráð, því að Þorkell var ekki mikill búmaður. Samfarir þeirra hjóna voru hinar ástúðlegustu og segir svo í ævisögu Þorkels prests (Reykjavík 1900) „að yndi hafði hann hvergi, hvorki í æsku né elli, þar sem hún var eigi“. Hún var mjög minnug og ættfróð og hin mesta rausnar- og atgerviskona, og mætti þar mörg dæmi telja. Börn þeirra hjóna urðu flest einkar vel mennt, röskleika- og dugnaðarfólk og voru öll velgefin. Mætti þar um segja að þau væru „kvistir kyngóðir“, enda í báðum ættum ófúinn íslenskur mergur. Og verður það löngum drjúgasti arfahluturinn til frambúðar. Undirritað: S. Gera gott betra Að lokum eftirfarandi: Yngsti sonur hennar, Einar, hefur sagt frá því hversu óvenjulegt, fjölbreytt og gott nesti hann jafnan fékk að heiman þegar hann var á ferðalögum á reiðskjótum sínum á yngri árum vestra á Snæfellsnesi. Nefnir hann sem dæmi: harðsoð- in andaregg klofin að endilöngu og etin með smjöri, kæfa gerð úr lifur, ostsneiðar vafðar um sultutau o.fl. í slíkum dúr, og segir að sér hafi stundum dottið í hug lýsingarnar á „matarborði konferensráðsins í Viðey“. Víst er að ferðafélagarnir höfðu ekki séð slík mat- væli. Yngsti sonurinn fæddist degi áður en Ragnheiður móðir hans varð 47 ára og var hennar sautjánda og langyngsta barn. Faðir hans kenndi honum allan skólalærdóm og hann hafði á orði hversu foreldrar hans sinntu honum mikið og ræddu við hann um góð- ar venjur, heiðarleika og hugprýði. Minnisstæðast er honum þó hversu móðir hans lagði mikla áherslu á eftirfarandi: „Mundu að gera aldrei illt verra–reyndu ávallt að gera gott betra“. Björg Einarsdóttir tók saman árið 2015. Ljósmyndirnar eru fengnar úr fjölskyldualbúmi Bjargar Einarsdóttur. Efni meðal annars sótt í eftirtalin rit: Ættir Síðupresta útg. 1960, höf. Björn Magnússon Íslenskar æviskrár, I–V, útg. 1948-1952, höf. Páll Eggert Ólason Læknar á Íslandi útg. 1945, 2. prent Prentsmiðjueintök. Prentsmiðjusaga Íslands útg. 2014, höf. Svanur Jóhannesson Leyndarmál frú Stefaníu, útg. 1997, höf. Jón Viðar Jónsson Árbækur Reykjavíkur 1786–1936, útg. 1941, höf. dr. Jón Helgason Reykjavík. Sögustaður við Sund útg. 1986–1989, höf. Páll Líndal o.fl. Munnleg geymd, meðal annars frá: Einari Þorkelssyni – syni RP Sigríði Finnbogadóttur – tengdadóttur RP Matthildi Jónsdóttur – sonardóttur RP Matthildi Kjartansdóttur – sonardóttur RP Ragnheiði Einarsdóttur – sonardóttur RP. Lúðvík Kristjánssyni. – dóttursyni RP. Teikning af Elliðavatni eftir Auguste Mayer sem kom til Íslands 1836 með Paul Gaimard. Allt bendir til þess að konan sem stendur með litlum dreng hjá hestunum sé Ragnheiður Guðmundsdóttir f. 1766, húsfreyja á Elliðavatni, langalangamma Bjargar greinarhöfundar.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.