Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 14

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 14
14http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015 aett@aett.is sennilega eins konar gamalmennahæli, var fluttur í Gufunes árið 1752 en lagður niður 1795. Hjónin Ragnheiður Guðmundsdóttir og Páll Jóns- son bjuggu í fyrstu í Gufunesi en árið 1809 fluttust þau að Elliðavatni og bjuggu þar til æviloka. Páll lést 8. febrúar 1819 en Ragnheiður 24. ágúst 1840. Ragnheiður Pálsdóttir fæddist 12. júní 1820 á Vatnsenda er þá var kallað í Seltjarnarneshreppi en telst síðari árin til Kópavogskaupstaðar. Var hún þriðja barn foreldra sinna en tvær telpur bráðungar voru eldri en hún og voru þær allar hver á sínu árinu. Foreldrar þeirra, þau Matthildur Teitsdóttir og séra Páll Pálsson, síðar jafnan skilgreindur sem Páll prófastur í Hörgsdal, voru á fardögum 1821 að búa sig undir að flytjast austur í Skaftafellssýslu. Hann til að taka við sem aðstoðarprestur í Kirkjubæjarklausturs- prestakalli og hún að ala fjórða barnið, Valgerði fædda 21. júní 1821. Til að létta á fjölskyldunni og liðka til fyrir flutn- ingnum austur var það ráðið að Ragnheiður litla Pálsdóttir yrði eftir hjá Ragnheiði Guðmundsdóttur ömmu sinni á Elliðavatni. Varð það og ólst hún þar upp til tvítugsaldurs eða meðan ömmunni entist aldur. Um 30 ár á milli Afinn, Páll Jónsson klausturhaldari, féll frá árið 1819 þá rúmlega áttræður og var Ragnheiður Guðmunds- dóttir eiginkona hans um 30 árum yngri en hann. Tveimur árum síðar giftist hún aftur og öðrum velætt- uðum Skaftfellingi er verið hafði vinnumaður og síð- ast ráðsmaður hjá þeim hjónum á Elliðavatni. Jón Jónsson hét hann, jafnan nefndur silfursmiður, nær aldarfjórungi yngri en húsmóðir hans og síðar eig- inkona. En það var eftir nokkru að slægjast fyrir hann að ná tangarhaldi á Elliðavatni sem metið var fimmta dýrasta jörð í Seltjarnarneshreppi hinum forna. Ekki löngu eftir lát Ragnheiðar eiginkonu sinn- ar giftist Jón Jónsson, nú orðinn ábúandi og hand- hafi Elliðavatns, Guðrúnu Mathiesen prestsdóttur frá Arnarbæli í Ölfusi og var hún 28 árum yngri en bóndi hennar. Sonur þessara hjóna, Jóns og Guðrúnar búenda á Elliðavatni, var faðir Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu. Þessi seinustu efnisatriði eru að mestu sótt í ævisögu Stefaníu er kom út árið 1997. Paul Gaimard Um uppvöxt Ragnheiðar Pálsdóttur, hjá Ragnheiði Guðmundsdóttur föðurömmu sinni á Elliðavatni, mætti segja að hún lifði þar sem blóm í eggi á æskuár- um. Bærinn var við þjóðleiðina yfir Hellisheiði, nánast um hlaðið, og oftast mikil umferð. Nefna má franska lækninn Paul Gaimard og leiðangur hans 1836. Var Meyer teiknari með í för og dró upp margar myndir úr þeirri ferð m.a. af hlaðinu á Elliðavatni. Árið 1839 var Jónas Hallgrímsson á ferðinni til að skoða fornar búðatættur í Þingnesi við vatnið. Hafði Ragnheiður, sem öldruð kona, margt að segja börnum sínum og barnabörnum frá æskuárunum á Elliðavatni og nafn- kunnum mönnum sem þar voru á ferð eða höfðu við- dvöl. Minnisstæðar voru ferðir hennar með Ragnheiði ömmu sinni hvert sumar í heimsókn til vinafólksins í Viðey. Ólafur Stephensen bjó í Viðey síðustu emb- ættisár sín og við svo mikla rausn að í frásögur er fært. Hann lést 1812 og við búskapnum í eynni tók sonur hans Magnús Stephensen (1762–1833) dóm- stjóri við landsyfirdóminn, konferensráð að nafn- bót og dr. jur. í háskólanum í Kaupmannahöfn 1819. Magnús dómstjóri keypti Viðey árið 1817 af konungi Danmerkur. Konungsvaldið hafði slegið eign sinni á eyjuna líkt og aðrar kirkna- og klaustureignir við siðaskiptin 1550. Viðey Á vaxtarskeiði sínu var amman Ragnheiður Guð- mundsdóttir handgengin þessari fjölskyldu vegna skyldleika sem áður er rakinn og ennfremur dvaldist Páll Jónsson bóndi, klausturhaldari og gullsmiður á Hörgslandi á Síðu og síðar á Elliðavatni. Hann var eig- inmaður Ragnheiðar Guðmundsdóttur og afi Ragnheiðar Pálsdóttur. Hann var fæddur 1737 og lést 1819. Hann var um 30 árum eldri en kona hans. Ragnheiður Guðmundsdóttir giftist síðar ráðsmanni sínum Jóni Jónssyni og var hann um 25 árum yngri en hún. Eftir lát hennar giftist Jón konu sem var um 30 árum yngri en hann. Þannig teygðust hjónaböndin yfir um 85 ár!

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.