Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 23

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 23
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015 http://www.ætt.is aett@aett.is23 var við lýði, því tæmd og sett í geymslu í risi hússins. Þegar Einar fluttist úr húsinu varð kistan eftir og ætl- unin var að sækja hana síðar þegar færi gæfist, sem svo reyndist ekki. Gleymd upp í rjáfri Það mun líklega hafa verið nær upphafi sjötta áratugar 20. aldar, við yfirferð innanhúss í Alþingishúsinu, að kista ein stóð „horsk“ og prúð þar í rjáfri. Ráðagóðir starfsmenn þingsins létu sér detta í hug að hafa samband við Sigríði Finnbogadóttur (1876–1966) ekkju Jóns þjóðskjalavarðar Þorkelssonar, og því mágkona Einars fyrrnefnds starfsmanns þingsins. Hún vissi um til- vist bókakistu Þorkels Eyjólfssonar tengdaföður síns en ekki hvað hefði orðið af henni. Var hin æruverð- uga bókakista flutt á heimili hennar að Tómasarhaga 24 (líklega 1960). Við andlát Sigríðar erfði Matthildur dóttir hennar (1910–1985) gripinn og hafði kistan þá verið þar í 23 ár en kom nú í hlut erfingja Matthildar. Frá árinu 1985 og til dagsins í dag á heimili bróðurson- ar hennar Jóns Guðbrandssonar fyrrum dýralæknis á Selfossi. Kistan aldna sómir sér þar vel í rúmgóðu anddyri og hefur fengið hlutverk á ný. Lauslega áætl- uð vegferð gripsins er um 170 ár og um hana hafa fjór- ar kynslóðir að minnsta kosti farið höndum. Yfirlit um áætlaða dvalarstaði bókakist- unnar: • 15 ár í Ásum í Skaftártungu 1844-1859 • 15 ár á Borg á Mýrum 1859-1875 • 16 ár að Staðarstað á Snæfellsnesi 1875-1991 • 1 ár á Búðum, síðasta æviár Þorkels Eyjólfssonar 1891 • 12 ár á Búðum o.v. á Snæfellsnesi með Einari Þorkelssyni 1891-1903 • 13 ár í Reykjavík með E. Þ. 1903-1916 • 7 ár í Alþingishúsinu á vegum E. Þ. 1916-1923 • 37 ár í geymslurisi í Alþingishúsinu 1923-1960 ca. • 25 ár á Tómasarhaga 24 í Reykjavík hjá Sigríði Finnbogadóttir og Matthildi Jónsdóttir 1960-1985 • 30 ár á Selfossi hjá Jóni Guðbrandssyni, kom þangað 1985 við andlát Matthildar og síðan ...... 170 ára vegferð lauslega áætluð Björg Einarsdóttir tók saman í mars 2015 Lærisveinatal Þorkels Eyjólfssonar Trúlega hafa allir eftirtaldir mætu menn not- ið góðs af innihaldi bókakistunnar góðu sem í dag á að baki um 170 ára vegferð. Eftirfarandi lærisveinatal Þorkels Eyjólfssonar er tekið eft- ir fyrirsögn Ragnheiðar ekkju hans og frásögn Halldórs skólakennara Guðmundssonar. • Dr. Guðbrandur Vigfússon prófessor í Öxnafurðu á Englandi (d.1889). • Hannes Finsen amtmaður á Færeyjum og stiftamtmaður í Rípum (d. 1892). • Dr. Jón Finsen bróðir hans, stiftsfysikus á Falstri (d.1885); honum kenndi Þorkell ekki nema að nokkru. • Halldór Guðmundsson latínuskólakennari í Reykjavík. • Hermann Jónsson á Velli sýslumaður Rangæinga (d.1894). • Karl Andersen skáld og umsjónarmaður á Rosenborgarhöll í Kaupmannahöfn (d.1883). • Stephán Thordersen prestur í Kálfholti og síðast í Vestmannaeyjum (d.1889) sonur Helga biskups. • Daníel Thorlacius kaupmaður í Stykkishólmi (f. 1828). • Jóhann Thorarensen, Oddsson apothekara; varð apothekari, fór til Eyjaálfu og lifði þar enn 1896. • Stefán Thorstensen og Theodor Thorstensen, synir Jóns landlæknis (d.1860). • Benedikt Sveinsson sýslumaður Þingeyinga (d.1899). • Stephán Stephánsson frá Felli í Mýrdal, dó ungur. • Páll Pálsson prestur í Þingmúla (d.1890). Meðal þeirra er Þorkell prestur sagði til á annan hátt voru þessir: Ólafur Pálsson umboðs- maður á Höfðabrekku, mágur hans (d.1894), Jón og Ólafur Sveinssynir frá Mýrum, Bjarni Bjarnason (frá Keldunúpi) bóndi í Hörgsdal, og eftir að Þorkell kom að Borg: Teitur Pétursson (frá Smiðjuhóli) bóndi á Meiðastöðum í Garði, Jón Oddsson á Álftanesi (d.1894), Jón Hallsson frá Leirulæk, bóndi á Smiðjuhóli, Sigurður og Bergþór Bergþórssynir frá Straumfirði. Ekki hafa allir þeir sem fengið hafa Fréttabréfið greitt árgjöld fyrir 2015. Stjórnin skorar á alla sem eiga eftir að greiða félagsgjöldin að greiða sem fyrst. Allir skilvísir félagar fá þakkir frá stjórninni fyrir að auðvelda starfið.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.