Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 15

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 15
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015 http://www.ætt.is aett@aett.is15 hún allnokkur ár í Viðey og annaðist Skúla Magnússon fógeta í elli hans. Á þeim árum sem Ragnheiðarnar tvær lögðu leið sína saman til Viðeyjar var eitt með öðru sér- stakt við lífið þar. Í eynni var starfrækt prentsmiðja. Þar er til að taka að Hrappseyjarprent var flutt 1795 að Leirárgörðum þar sem Magnús Stephensen þá bjó og var hann einn af eigendum prentverksins er fáum árum síðar var sameinað Hólaprentsmiðju og var þá um árabil eina prentstofa landsins. Um skeið fylgdi prentsmiðjan prentaranum og var nokkur ár á Beitistöðum en frá 1819 í Viðey uns hún 1844 var flutt til Reykjavíkur, ásamt yfirprentara Helga Helgasyni og útskrifuðum prentnema Einari Þórðarsyni. Allt eru þetta atriði og nöfn sem eru kunn og eftirminnileg. Bókaútgáfa í Viðey var fjölskrúðug, meira að segja var þar prentuð biblía, þekkt sem Viðeyjarbiblía, og hefur Magnús konferensráð í veldi sínu að líkum haft hönd í bagga með útgáfumálum. Ostur og sultutau Magnús Stephensen var maður nútímans og upplýs- ingarinnar. Telpunni Ragnheiði Pálsdóttur þótti fjöl- breyttur matur og nýstárlegur á borðum hans, m.a. ostar og sultutau í einum rétti og sagði hann það vera franskan sið. Magnús lék fyrir þær á flautu, kenndi telpunni að taka sporið og fræddi þær um ýmislegt erlendis frá, bæði atburði og siði manna. Hann sagði þeim einnig frá ævintýrinu um Jörund hundadagakonung hér á landi árið 1809, á tímum Napóleonsstyrjaldanna. Magnús sem opinber emb- ættismaður átti hlut að málefnum hundadagakon- ungsins og því sem þá gekk á hér um slóðir. Magnús Stephensen dómstjóri andaðist árið 1833 og saknaði telpan heimsóknanna út í Viðey, en vinafólk og ætt- menni ömmu hennar var þá mestallt flutt þaðan. Ragnheiður Pálsdóttir hefur sagt svo frá að síðasta sumarið sem hún var á Elliðavatni hefði henni þótt ungur maður koma til sín í draumi og biðja sín en hún spyrja hvaðan hann væri. Hann kvaðst vera að vestan. Ekki gat hún kennt þennan mann frá öðrum þeim er hún kannaðist við. Draumurinn rætist Eftir lát ömmu sinnar í ágúst 1840 fór Ragnheiður frá Elliðavatni og á heimili Jóns Thorstensen land- læknis og konu hans Elínar Stefánsdóttur, amtmanns á Hvítárvöllum, Ólafssonar, Stephensen. Þegar Ragnheiður Pálsdóttir, á heimili Elínar frænku sinnar og Jóns læknis, sá Þorkel Eyjólfsson í fyrsta sinn, er hann mætti þar sem nýi heimiliskenn- arinn, kvað hún sér hafa hnykkt við því þar þóttist hún kenna hinn sama mann og kom til hennar í draumn- um. Kynntust þau þarna Þorkell og Ragnheiður, dróg- ust hvort að öðru og hétu hinu trú sinni og tryggð. Var Ragnheiður þá rétt rúmlega tvítug en Þorkell liðlega 25 ára og nýkominn frá prófborði í Bessastaðaskóla. Faðir Ragnheiðar, séra Páll prófastur í Hörgsdal, var á ferð í Reykjavík sumarið 1843 og sagði hún honum þá frá sínum málefnum. Samþykkti hann fúslega þann ráðahag því gott eitt hafði hann af Þorkeli spurt. Þorkell var vígður til prests 19. maí 1844 og sama dag voru þau Ragnheiður gefin saman í Dómkirkjunni í Reykjavík. Þorkell þjónaði prestaköllunum Ásum í Skaftártungu, Borg á Mýrum og Staðarstað á Snæfellsnesi, alls í rúm 46 ár. Hann lést í desember 1891. Eftirmæli Líkt og vant er um konur á þessum tíma er þeirra lít- ið getið opinberlega. Hefur þó fundist lítið eitt um Ragnheiði tengt andláti hennar 1905: ÞJÓÐÓLFUR - í júlílok 1905–smáfregn. Látin er í Reykjavík 13. júlí 1905 Ragnheiður Pálsdóttir f. 12. júní 1820. Jarðsett 20. júní 1920 kl. 11 ½ frá Lindargötu 10. Þessarar merku konu verður minnst síðar hér í blaðinu. ÞJÓÐÓLFUR 28. september 1906–Eftirmæli. (Ath. hér er að mestu sleppt því efni er áður hefur komið í meginmáli/Bj.E.) Um það leyti gerðist heimiliskennari Jóns lækn- Páll Pálsson prestur í Hörgsdal Vestur-Skaftafellssýslu. Hann var faðir Ragnhildar Pálsdóttur.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.