Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 22

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 22
22http://www.ætt.is Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015 aett@aett.is Sérhver hlutur á sér sögu þótt frásögn hafi ekki alltaf verið hátt flutt eða skrifuð, enda ekki ætíð kunn. Hér verður gerð tilraun til frásagnar af vegferð bókakistu einnar en að hluta þó byggð á líkum; kistu sem tapaðist en kom síðar meir í leitirnar. Upphaf máls er að Þorkell Eyjólfsson (1815–1891) er útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1841 fékkst um sinn við kennslu í Reykjavík en vígðist þremur árum síð- ar til prests að Ásum í Skaftártungu. Hugur hans stóð til kennslustarfa samhliða prestsskap og þurfti hann þess vegna á bókakosti að halda en bækur voru óhæg- ur flutningur á hestum. Hvernig hann eignaðist bóka- kistuna góðu er nú ekkert til sagnar um en rúmgóð kista úr sterklegum rekaviði var honum til ráðstöf- unar við brottför. Áður en giskað er á hverju eigand- inn raðaði í kistuna sína skal henni lítillega lýst. Hjálögð mynd lýsir útliti kistunnar sem er ávöl að lögun. Lengd hennar er 118 cm, breidd 57 cm og dýpt 52 cm, breidd botnfjalar er 25 cm, þykkt á fjöl er 2,3 cm og breidd á langborðum er 15,5 cm. Kistan er þvergirt málmböndum og styrkt við gafla þar sem handföngin eru; lokið er einnig styrkt með tveim lang- böndum af viði og handfangi til að ljúka upp svo og búnaði fyrir lás. Ótalið er að kistuna er unnt að flytja á hestbaki enda flakkaði hún landshluta í milli. Innihaldið Ætla má að Þorkell raði niður námsbókum sínum frá sex ára vist í Bessastaðaskóla og einnig viðbótar af sama toga eftir kennslustörf sem Reykjavíkurstúdent um þriggja ára skeið svo og efni vegna væntanlegra nemenda. Viðvíkjandi geistlegu starfi hans þá biblíu, handbókum og sálmabók með nótum (graduale). Síðan veraldleg rit, flest í áskrift, svo sem eintök af Skírni, hefti þau sem þá voru komin út af Fjölni og Nýjum félagsritum, málgagni Jóns Sigurðssonar og væntanlega síðar Andvara, Tíðindi frá Alþingi Íslendinga sem frá upphafi löggjafarþings 1874 verða Alþingistíðindi og enn oma út. Í sendibréfum Þorkels, síðar á ævinni, má oft merkja fregnir úr Þjóðólfi svo e.t.v. hafa eintök af því blaði þá flotið með; að öðru leyti skortir getspeki um frekara innihald kistunnar. Þorkell Eyjólfsson, nývígður og nýkvæntur Ragnheiði Pálsdóttur (1820–1905), bjó að Ásum í Skaftártungu í 15 ár en lagði þá upp með börn og bú ásamt bókakistu vestur að Borg á Mýrum yfir stórfljótin hvert af öðru. Eftir 15 ára búsetu á Borg fluttu hjónin með svipaðan farangur að Staðarstað á Snæfellsnesi til rúmlega 16 ára dvalar þar, eða uns Þorkell lét af prestskap. Fluttust þau hjón að Búðum til Einars (1867–1945) sonar síns og var kistan með þeim í för eftir senn hálfrar aldar trygga fylgd. Þorkell lést á Búðum 1891 og var jarðsettur þar en Ragnheiður flutti sig um set. Kistan góða varð eftir í eigu Einars sonar þeirra og í hans farteski þegar hann 12 árum síðar flutti sig til Reykjavíkur. Hann varð starfsmaður alþingis 1914 og frá árinu 1916 til 1923 var hann búsettur í þinghús- inu. Lítið rými var þar fyrir íbúa og kistan, sem enn Bókakista séra Þorkels Eyjólfssonar kom í leitirnar Í tæpa hálfa öld fylgdi bókakistan séra Þorkeli Eyjólfssyni og fór með honum yfir stórfljót Suðurlands.

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.