Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 19

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 19
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015 http://www.ætt.is aett@aett.is19 ónafngreindri konu sinni, sagðri 27 ára, og voru þá hjá þeim þrír ónafngreindir drengir, 5, 4 og 1 árs, ein ónafngreind stúlka, 3 ára, og ónafngreind kona, sögð 24 ára. Við húsvitjun í Hofsprestakalli árið 1789 er hann sagður 60 ára. - Guðmundur var bróðir Bjarna Þórarinssonar, eins og áður hefur verið getið. II) Bjarni Þórarinsson, f. nál. 1725, á lífi í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu 1762. Bóndi á Hamri á Bakásum 1749-1751, á Neðstabæ í Norðurárdal 1752-1754 og jafnvel fyrr og síðar og á Hamri aftur 1755-1761. Kona hans hét Oddný Jónsdóttir og áttu þau ekki færri en fjögur börn, en einnig átti hann eitt barn með Ólöfu Gunnarsdóttur. Bjarni var bróðir Guðmundar Þórarinssonar, eins og áður hefur verið getið. III) Guðbrandur Þórarinsson, f. um 1717, á lífi á Strjúgsstöðum í Langadal 1762. Búlaus í Svínavatnshreppi í Húnavatnssýslu 1743-1744. Bóndi í Sólheimum í Svínavatnshreppi 1744-1745, á Móbergi í Langadal 1745-1746 og jafnvel síðar, á Refsstöðum á Laxárdal fremri 1751-1754 og jafn- vel fyrr og síðar, á Vesturá á Laxárdal fremri 1755- 1758 og jafnvel fyrr og á Strjúgsstöðum 1758-1763 og jafnvel síðar. – Manntalsárið 1762 bjó Guðbrandur á Strjúgsstöðum, sagður 45 ára, með ónafngreindri konu sinni, sagðri 44 ára, og voru þá hjá þeim þrír ónafngreindir drengir, 13, 12 og 1 árs. - Kona hans hét Guðný Sveinsdóttir og áttu þau ekki færri en þrjú börn. Óvíst er um ætt Guðbrands, en hægt er að geta sér þess til að hann kunni að hafa verið bróðir Guðmundar og Bjarna. Þrír Þórarnar Nú er freistandi að velta fyrir sér uppruna þess- ara Þórarinssona, þó þær bollaleggingar verði víst lítið annað en helberar getgátur. Tveir menn með Þórarinsnafni, sem koma fyrir í Manntali á Íslandi 1703, virðast hér helst geta komið til álita. I) Þórarinn Bjarnason, f. um 1701. Við mann- talstökuna 1703 var hann hjá föður sínum í Kambakoti á Skagaströnd. Hann bjó á Keldulandi á Skagaströnd 1734-1746 og jafnvel síðar, en átti heima á Selá á Skaga manntalsárið 1762. Þórarinn átti barn í lausa- leik með Sigríði Jónsdóttur í Hofsprestakalli 1725 eða 1726, og var það fyrsta lausaleiksbarneign þeirra beggja. Það virðist geta sloppið til aldurs vegna að Þórarinn kunni að hafa verið faðir bræðranna Bjarna og Guðmundar, en fráleitt Guðbrands. II) Þórarinn Þórðarson, f. um 1684. Við manntalstökuna 1703 var hann hjá foreldrum sín- um í Höfnum á Skaga. Hann bjó á Harastöðum á Skagaströnd 1708-1709 og jafnvel fyrr og síðar og í Háagerði á Skagaströnd 1733-1746 og jafnvel fyrr og síðar. Þórarinn átti barn í hórdómi með Helgu Jónsdóttur í Spákonufellssókn 1720 eða 1721, og var það fyrsta hórdómsbarneign þeirra beggja. Aldurs vegna gæti Þórarinn vel hafa verið faðir bræðranna Bjarna og Guðmundar, og einnig Guðbrands. III) En líklegast má þó virðast að faðir áður- nefndra manna kunni að hafa verið Þórarinn Guðmundsson bóndi í Saurbær í Vatnsdal 1731- 1732 og jafnvel fyrr og síðar. Hann átti barn í lausa- leik með Margréti Bjarnadóttur í Grímstungusókn 1717 eða 1718, og var það fyrsta lausaleiksbarneign þeirra beggja. Mega þau vel hafa gengið að eiga hvort annað eftir það. Helstu heimildir: Eylenda II, bls. 137-138; Ættir Austur-Húnvetninga I, bls. 189 og 401-402 og II, bls. 472; Saga Skagstrendinga og Skagamanna, bls. 22-24; Dómab. Hún. 26. okt. 1747 og 8. maí 1762; Hreppsb. Svínavatnshrepps í Húnavatnssýslu 1735-1777; Hreppsb. Vindhælishrepps í Húnavatnssýslu 1790- 1830; Manntalsb. Hún.; Skiptab. Hún. 28. ág. 1805 (dánarbú Árna Guðmundssonar á Guðlaugsstöðum); Sýsluskj. Hún. XV, 5, 27. febr. 1805 (dánarbú Árna Guðmundssonar á Guðlaugsstöðum); Skjalasafn Rentukammers Y, 19-28 (legorðsmálaskjöl); Bændatal á Íslandi 1756-1757 (gjafakorn); Handrit Magnúsar Björnssonar á Syðra-Hóli að Ættum Austur-Húnvetninga; Ættatölub. Jóns Espólíns, 4410- 4412, 5462 og 5465; Ættatölub. Ólafs Snóksdalíns, 442; Ættatölub. Steingríms Jónssonar, 6120-6124; kirkjubækur og manntöl. Ljósrit af vottorðum presta um legorðssakir í Húnavatnssýslu reikningsárið 1717-1718. (Skjalasafn rentukammers Y, 19). Vottorð séra Halls Ólafssonar í Grímstungu um lausaleiksbarneign Þórarins Guð- mundssonar og Margrétar Bjarnadóttur, dagsett 26. apríl 1718. Smælki Gunnarshólmi Fyrir margt löngu fór ritstjórinn á Njáluslóðir með Jóni Böðvarssyni. Fylgt var vegarspotta að stóru skilti sem á stóð Gunnarshólmi. Þá sagði Jón ákveðinni röddu. „Þeir Rangæingar segja að Gunnarshólmi sé hér“ „En“, sagði Jón um leið og hann benti öruggur í norðvestur langt út á eyrarn- ar: „hann er nú þarna“!

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.