Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.09.2015, Blaðsíða 8
8http://www.ætt.is
Fréttabréf Ættfræðifélagsins í september 2015
aett@aett.is
henni til lítils gagns nema eitthvað mjög lítilfjör-
legt eigi fyrir henni að liggja. Sigríður hvetur bróð-
ur sinn til þess að vinna þjóð sinni gagn, vill að hann
komi heim og gerist kennari í Reykjavík. Hún býðst
meira að segja til að styrkja hann sjálf fjárhagslega.
Hún skrifar honum einnig um börnin sín og fjölskyld-
una eftir að hún giftist. Hún hefur þá áhyggjur af því
að erfitt geti orðið að mennta Harald son þeirra, sem
sýndi strax sem barn miklar gáfur. Þá skrifar Jón og
spyr hvort faðir þeirra hafi virkilega ekki boðist til
þess að kenna þessum unga dóttursyni sínum.
Þau systkinin Sigríður og Jón Aðalsteinn sáust
aldrei sem börn en skrifuðust á. Svo virðist sem þeirra
fyrsti, og trúlega eini fundur, hafi ekki orðið fyrr en
1879, þegar hann var um tíma settur kennari við
Reykjavíkurskóla. Þau systkinin voru þá 48 og 49 ára
gömul. Sá fundur virðist hafa valdið Sigríði vonbrigð-
um og nefnir hún það í bréfi til Hildar móðursystur
sinnar í Danmörku. Hildur segist skilja hana vel, seg-
ir að þau Jón hafi sjaldan talað saman þótt bæði búi
í Kaupmannahöfn. Samt var Jón eftirlæti hennar og
augasteinn þegar hann var lítill. Jón Aðalsteinn lést
1894, ógiftur og barnlaus.
Af Sigríði er það að segja að hún ílentist í Reykja-
hlíð, eftir að móðir hennar flutti hana þangað forðum
daga, tíu mánaða gamla. Hún er á fimmta árinu þegar
móðir hennar deyr. Þegar hún er sex ára fer hún til afa
síns og ömmu á Grenjaðarstað, en hún saknar alltaf
sárt Þuríðar fóstru sinnar í Reykjahlíð.
Kristrún, systir Guðnýjar, hafði verið heitbundin
Baldvini Einarssyni en hann sveik hana og hún sakn-
aði hans sárt. Hún giftist síðar séra Hallgrími Jónssyni,
einum bræðranna frá Reykjahlíð. Þau fluttu austur að
Hólmum í Reyðarfirði 1841. Með þeim fór Sigríður
dóttir Guðnýjar, þá tíu ára gömul, og ólst hún upp
hjá þeim til fullorðinsára. Ein besta vinkona hennar á
Hólmum, og alla tíð síðan, var Jakobína Jónsdóttir frá
Reykjahlíð, yngsta systir séra Hallgríms, en hún gift-
ist seinna Grími Thomsen skáldi á Bessastöðum.
Lækningar
Sigríður Sveinsdóttir giftist Níelsi Eyjólfssyni, bónda
og trésmið, frá Helgustöðum í Reyðarfirði. Kristrún og
séra Hallgrímur voru á móti ráðahagnum og Sigríður
fór vestur á Snæfellsnes til föður síns sem lagði bless-
un sína yfir samband hennar og Níelsar. Þau bjuggu
lengst af á Grímsstöðum á Mýrum, en þá jörð mun
Sveinn faðir hennar hafa gefið þeim. Sigríður þótti
kona vitur og myndarleg og kvenkostur hinn besti. Þau
Níels áttu mörg og mannvænleg börn. Meðal afkom-
enda Guðnýjar má nefna Harald Níelsson prófessor,
Jónas Haralz hagfræðing, Svein Sveinsson í Völundi,
Níels Dungal prófessor, Sturlu Friðriksson erfðafræð-
ing og Ágúst Valfells prófessor.
Sigríður hélt alltaf góðu sambandi við móðursyst-
ur sínar, Kristrúnu og Hildi, eins og fjöldamörg bréf
milli þeirra sýna og sanna. Hún ávarpar Kristrúnu þar
með orðunum „mín önnur móðir.“ Sigríður kemur
upp nöfnum móður sinnar og fóstranna beggja í dætr-
um sínum, Guðnýju Kristrúnu og Þuríði, einnig skírir
hún syni sína Svein og Hallgrím.
Margir afkomendur og ættmenn Guðnýjar hafa
lagt fyrir sig lækningar, m.a. séra Magnús bróðir
hennar, sem var prestur, Eðvald og Tómas systursyn-
Ömmubörn Guðnýjar skáldkonu. Börn Sigríðar Sveinsdóttur og Níelsar Eyjólfssonar. Fremri röð f.v. Guðný Kristrún,
Marta María, Sveinn og Halldór. Aftari röð f.v. Þuríður, Haraldur, Sesselía.