Fréttablaðið - 14.05.2019, Síða 8
… fyrirliggjandi
erindi gefi ekki
tilefni til frekari athugunar
af hennar hálfu.
Úr bókun forsætisnefndar
www.fakur.is
Aðalfundur
Fáks
verður haldinn miðvikudaginn 15. maí klukkan 20:00
í félagsheimili Fáks að Víðivöllum í Víðidal.
Dagskrá fundarinns eru hefðbundin
aðalfundarstörf.
Hvetjum alla félagsmenn til að mæta,
léttar veitingar í boði og heitt á könnunni.
Konur vilja heldur snið-
ganga Eurovision en
karlar samkvæmt könn-
un. Menntun og tekjur
hafa lítil áhrif á viðhorf
til sniðgöngu. Stjórn-
málafræðingur segir
keppnina hápólitíska
og áhrifavald hennar
gjarnan notað.
SAMFÉLAG Einn af hverjum fjórum
landsmönnum vill að Ísland snið-
gangi Eurovision-keppnina í Ísrael.
Þetta eru niðurstöður könnunar
sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir
Fréttablaðið dagana 10. til 13. maí.
„Í ljósi þeirrar umræðu sem
hefur verið í rauninni allt frá því
Ísrael vann keppnina síðastliðið
vor, þá koma þessar tölur í raun-
inni ekki á óvart, það er að einn
af hverjum fjórum landsmönnum
vilji að Ísland sniðgangi keppnina,“
segir Baldur Þórhallsson stjórn-
málafræðingur.
Eurovision-keppnin virðist
hins vegar lúta öðrum lögmálum
í hugum landsmanna en mörg
önnur dægurmál. Þannig hverfa
nánast hin skörpu skil sem gjarn-
an birtast í deiluefnum eftir aldri,
búsetu, tekjum og menntun þegar
kemur að viðhorfum sem tengjast
þessu fyrirbæri. Þannig er vart
marktækur munur milli viðhorfa
landsbyggðarinnar og höfuðborg-
arsvæðisins til sniðgöngu.
Skörpustu skil milli viðhorfa í
einstökum þjóðfélagshópum eru
milli kynjanna, en konur eru tölu-
vert líklegri til að vilja sniðganga
keppnina en karlar. Þá er yngsti
aldurshópurinn sem spurður var
líklegri til að vilja sniðganga.
Baldur segir að viðhorf unga
fólksins kunni að skýrast af því
að málefni Palestínu hafi verið
töluvert mikið rædd á samfélags-
miðlum unga fólksins og meðal
fylgjenda Hatara.
Baldur er meðal frummælenda á
hádegisfundi í dag um Eurovision
og stjórnmál sem Félag stjórnmála-
fræðinga stendur fyrir í samstarfi
við Stofnun stjórnsýslufræða og
stjórnmála. Baldur, sem verður í
beinni útsendingu á fundinum frá
Tel Avív, mun ræða um þrennt.
„Í fyrsta lagi mun ég halda því
fram að Eurovision sé hápólitísk
keppni en þó megi bara boða
ákveðna pólitík í keppninni og
ekki aðra. Í öðru lagi hvernig mörg
smá ríki og veikburða meðalstór
eða stór ríki hafa nýtt sér mjúkt
vald keppninnar til að bæta ímynd
sína bæði heima fyrir og erlendis
og í þriðja lagi ætla ég að leyfa mér
að fjalla um texta og sviðsetningu
Hatara og hvernig íslenskir lista-
menn eru í fyrsta skipti að nota sér
mjúkt vald keppninnar til þess að
koma pólitískum boðskap á fram-
færi,“ segir Baldur um erindi sitt.
Aðrir frummælendur á fund-
inum verða Hildur Tryggvadóttir
Flóvenz, ráðgjafi hjá KPMG, og
Baldvin Thor Bergsson, dagskrár-
stjóri Rásar 2.
Málþingið fer fram í Lögbergi
í Háskóla Íslands klukkan 12 og
stendur í klukkustund.
adalheidur@frettabladid.is
Fjórðungur landsmanna vill
sniðganga Eurovision í Ísrael
Mótmælendur á Gaza flýja táragas sem beitt var gegn þeim við landamæri Ísraels á föstudaginn. NORDICPHOTOS/GETTY
✿ Könnun Fréttablaðsins
18-24 ára
25-34 ára
35-44 ára
45-54 ára
55-64 ára
65 ára+
36%
25%
29%
31%
23%
30%
32%
34%
30%
30%
34%
43%
37%
39%
47%
23% 41% 36%
Hversu
hlynnt/ur eða
andvíg/ur ertu að
Ísland sniðgangi
Eurovision-
keppnina í
Ísrael?
n Mjög hlynnt/ur 17,4% (162)
n Frekar hlynnt/ur 9,9% (92)
n Hvorki né 33,0% (306)
n Frekar andvíg/ur 13,2% (122)
n Mjög andvíg/ur 26,4% (245) Karlar Konur
23% 32%
32%
34%
45% 34%
Stuðningur
við sniðgöngu
eftir kynjum
n Hlynnt/ur
n Hvorki né
n Andvíg/ur
n Hlynnt n Hvorki né n Andvíg
ALÞINGI Forsætisnefnd Alþingis
hefur komist að þeirri niðurstöðu
að ekki sé tilefni til frekari athug-
unar af hennar hálfu í máli Ágústs
Ólafs Ágústssonar, þingmanns Sam-
fylkingarinnar, sem gekkst við því
að hafa áreitt konu kynferðislega.
Þetta kemur fram í gögnum á vef
Alþingis sem birtust síðdegis í gær.
Ágúst tók sér leyfi frá þingstörfum
eftir að hafa hlotið áminningu frá
trúnaðarnefnd f lokksins vegna
áreitni hans gagnvart konunni í
miðbæ Reykjavíkur í fyrrasumar.
Í lok síðasta mánaðar settist hann
svo aftur á þing og kvaðst breyttur
maður.
Kemur í svari siðanefndar til for-
sætisnefndar fram að eins og málið
liggi fyrir telji „siðanefndin sér ekki
fært að leggja mat á þau álitaefni
sem felast í erindi forsætisnefndar
til sín“. Er þar meðal annars vísað
til þess að erindið hafi ekki verið
rökstutt með vísan til tilgreindra
ákvæða siðareglna fyrir alþingis-
menn.
Auk þess hafi sá sem beindi erindi
sínu til forsætisnefndar verið alls
ótengdur málinu og þá hafi konan
sem hátterni Ágústs bitnaði á ekki
leitað til forsætisnefndar. Þá verði
einnig að hafa í huga sérstöðu
slíkra mála. Vegna þessa telur siða-
nefnd að málið verði ekki vel rekið
fyrir siðanefnd. Taki hún málið til
umfjöllunar muni hún m.a. þurfa
að af la upplýsinga frá aðila sem
ekki hefur óskað eftir afskiptum
forsætisnefndar af því.
Í bókun forsætisnefndar kemur
fram að af fyrirliggjandi gögnum
megi ráða að málavextir séu óum-
deildir og að Ágúst Ólafur Ágústs-
son hafi fallist á niðurstöðu trúnað-
arnefndar Samfylkingarinnar.
„Þegar litið er til niðurstöðu siða-
nefndar og þess áfellisdóms sem
opinberlega liggur fyrir í niður-
stöðu trúnaðarnefndarinnar, er
það hins vegar niðurstaða forsætis-
nefndar, að undangengnu heild-
stæðu mati, að fyrirliggjandi erindi
gefi ekki tilefni til frekari athugunar
af hennar hálfu.“ – oæg
Nefndin mun
ekkert aðhafast
Ágúst Ólafur Ágústsson.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
MENNTAMÁL Skólastarf mun hefj-
ast að nýju í Seljaskóla í Breiðholti
í dag en starfsmenn skólans nýttu
daginn í gær í hreinsun á skólanum
eftir umfangsmikinn bruna sem
varð í skólanum um helgina, en
þetta staðfestir Magnús Þór Jóns-
son, skólastjóri í samtali við mbl.is.
Eins og Fréttablaðið hefur greint
frá er tjónið á byggingunni þar sem
eldurinn kom upp gífurlegt, bæði
vegna elds- og vatnsskemmda, en
140-150 nemendur stunda nám í
sex skólastofum álmunnar þar sem
eldurinn kom upp.
Seljakirkja og félagsmiðstöðin
Hólmasel hafa boðið skólastjórn
að hýsa hluta af kennslu næstu
vikurnar á meðan unnið er að við-
gerðum á álmunni. – oæg
Skólastarf hefst á ný eftir eldsvoða
Svona var ástandið á Seljaskóla í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
1 4 . M A Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
4
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
C
-5
7
2
C
2
2
F
C
-5
5
F
0
2
2
F
C
-5
4
B
4
2
2
F
C
-5
3
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K