Fréttablaðið - 14.05.2019, Síða 10

Fréttablaðið - 14.05.2019, Síða 10
Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími 515 7000 Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími 515 7050 Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 Lokað laugardaginn 20. apríl FORD FIESTA ER FRÁBÆR! VERÐ FRÁ: Komdu, reynsluaktu og upplifðu Ford Fiesta 2.530.000 ford.is Einkenni Ford Fiesta eru ríkulegur staðalbúnaður, frábærir aksturseiginleikar, fimm stjörnu öryggi, hagstætt verð og lágur rekstrarkostnaður. FORD FIESTA TITANIUM 1,1 bensín, 85 hestöfl, beinskiptur • Ökumannspakki 2 sem innifelur: Umferðaskiltalesara, ökumannsvaka, birtuskynjara fyrir aðalljós, hraðatakmarkara og 4,2 TFT litaskjá • Upphitanleg framrúða • Hljómtækjapakki sem innifelur: 8” snertiskjá, 7 hátalara, SYNC III raddstýrt samskiptakerfi með neyðarhringingu • Bluetooth símabúnaður • Apple CarPlay, Android Auto • Ford MyKey • Aksturstölva • 16“ álfelgur • LED dagljós að framan • Nálægðarskynjari að aftan og rafdrifin aðfelling útispegla • Brekkuaðstoð • Easy Fuel eldsneytisáfyllingarkerfi án bensínloks • Vindskeið að aftan RÍKULEGUR STAÐALBÚNAÐUR KR. Fæst einnig sjálfskiptur Ford_Fiesta_er frábær_5x15_20190512_END.indd 1 13/05/2019 14:13 GVAM Plastpoki, sælgætisbréf og djúpsjávardýr eru meðal þess sem auðjöfurinn Victor Vescovo fann er hann kannaði botn Maríanadjúp­ álsins í sér útbúnum kafbáti. Vesc­ ovo sló þar með met en enginn hefur áður fyrr farið jafn djúpt. Sjávardýpið er mest í Maríana­ djúp álnum í Kyrrahafi, nærri eyj­ unni Gvam. Í þrígang hafa menn hætt sér í dýpið þar en til þarf sér­ útbúna djúpsjávarkafbáta. Fyrsta skiptið var árið 1960 þegar Bandaríkjamaðurinn Don Walsh og Svisslendingurinn Jacques Piccard fóru 10.916 metra niður í Maríana­ djúpsjávarrennuna. Árið 2012 fór kanadíski leikstjórinn James Came­ ron á 10.898 metra dýpi. Vescovo sló hins vegar metið með því að kafa 10.927 metra til þess að skoða botninn. Til stendur að kanna dýrin sem fundust á 7 til 8 þúsund metra dýpi og athuga hvort í þeim sé að finna plastagnir. Nýlegar rannsóknir benda til að slíkar agnir sé að finna í sjávardýrum sem alla jafna lifa nær yfirborðinu. – dfb Plastpoki fannst á metdýpi Plastið er víða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Kostulegur kanslari Angela Merkel, kanslari Þýskalands, heimsótti háskóla fyrir unglinga í Wuppertal í gær þar sem hún tók meðal annars þátt í vísindatilraun á léttu nótunum. Þessi kostulega mynd náðist af kanslaranum þegar hún reyndi að halda borðtenniskúlu á lofti með hárþurrku. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA SVÍÞJÓÐ „Enn er uppi rökstuddur grunur um að herra Assange hafi framið nauðgun,“ sagði Eva­Marie Persson, varar ík issak sók nar i Svíþjóðar, sem tilkynnti á blaða­ mannafundi í gær að rannsókn á nauðgunarásökunum gegn Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, hefði verið tekin upp að nýju. Er rannsóknin opnuð á ný að beiðni lögmanns eins þolendanna. Assange hefur ávallt neitað sök síðan málið kom upp 2010 og líkt ásökununum við nornaveiðar. Hann f lúði í sendiráð Ekvadors í London árið 2012 til að komast undan framsali. Í síðasta mánuði var hann borinn þar út eftir sjö ára dvöl og dæmdur í tæplega árs fang­ elsi og situr nú í Belmarsh­fangels­ inu í London. Fyrir um tveimur árum var rann­ sókn saksóknara í Svíþjóð á nauðg­ unarásökununum látin niður falla á þeim forsendum að ómögulegt væri að ljúka henni meðan Assange væri í felum í sendiráðinu. „Forsendur málsins hafa breyst nú þegar hann er kominn út og til­ efni til að taka það upp að nýju,“ sagði Persson. Assange er eftirsóttur maður því bandarísk stjórnvöld krefjast þess enn að hann verði framseldur fyrir meinta tölvuglæpi tengda afhjúp­ unum WikiLeaks. – smj Nauðgunarrannsókn Assange aftur af stað Forsendur málsins hafa breyst nú þegar hann er kominn út. Eva-Marie Persson, vararíkis- saksóknari Svíþjóðar Eva-Marie Persson greindi frá því í gær að rannsóknin á Assange væri komin af stað á ný. 1 4 . M A Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F C -4 3 6 C 2 2 F C -4 2 3 0 2 2 F C -4 0 F 4 2 2 F C -3 F B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.