Fréttablaðið - 14.05.2019, Side 18

Fréttablaðið - 14.05.2019, Side 18
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Benedikt Bóas Hinriksson benediktboas@frettabladid.is s. 550 5725 | Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@ frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Kollagen er fæðubótarefnið sem allir eru að tala um og það fæðubótarefni sem gæti mögulega hjálpað okkur og hægt á öldrun líkamans,“ segir Elísabet Reynisdóttir næringarfræðingur um byggingarprótínið kollagen sem nú er á allra vörum. „Það hefur áhrif á hreysti okkar og þar með útlit ef við töpum kolla- genbirgðum líkamans og fáum ekki nægilegt kollagen úr fæðunni. Það er talið að við byrjum að tapa kollageni um 1,5 prósent eftir 25 ára aldur. Það sem við merkjum einna helst er að húð og hár verður líf lausara og neglurnar brothætt- ari,“ útskýrir Elísabet. Nýjar rannsóknir sýna að svo virðist vera að hægt sé að vinna gegn beinþynningu ásamt því að koma í veg fyrir ýmsa kvilla og verki með inntöku kollagens sem fæðubót. „Kollagen er meðal annars talið gagnast einstaklingum með ristil- og þarmavandamál. Greint var frá því að ákveðnar amínósýrur sem eru í kollageni hafi jákvæð áhrif á taugaboðefni líkamans og geti þar með haft góð áhrif á svefninn,“ upplýsir Elísabet. Hún segir fjölmörg bætiefni vera manninum nauðsynleg. „C-vítamín er til dæmis lífsnauð- synlegt og fyrr á öldum olli C-víta- mínskortur alvarlegum hörgul- sjúkdómi. Við fáum C-vítamín úr grænmeti og ávöxtum, og sömu- leiðis er C-vítamín nauðsynlegt til að mynda kollagen sem er eitt allra mikilvægasta byggingarprótín líkamans,“ segir Elísabet. Kollagen 1 Kollagen er talið skaðlaust fæðu- bótarefni sem eykur heilbrigði og bætir útlit. „Hafa ber í huga að til eru mis- munandi tegundir af kollageni. Hver og ein hefur mismunandi hlutverk og er númeruð frá einum upp í 28. Í fæðubótarefnum er kollagen frá einum upp í fimm talin mikilvægast, og kollagen sem unnið er úr sjávarafurðum, svo sem fiskroði, er af tegund 1 sem fyrir- finnst í 90 prósentum alls kollagens í líkamanum,“ útskýrir Elísabet. Kollagen 1 er einkar mikilvægt fyrir heilbrigði tanna, beina, hárs, sina og liðbanda. „Kollagenskortur sést f ljótt á húðinni en hann hefur einnig áhrif á bandvefi og beinvef líkamans. Skortur á kollageni getur því haft áhrif á beinþéttni en inntaka kollagens minnkað áhættu á beinþynningu. Bein okkar eru að mestu byggð úr kollageni og því gefur kollagen í fæðubótarefni aukna bein- þéttni því það myndar nokkurs konar net í vefjum líkamans en oftast er talað um kollagen sem límið,“ segir Elísabet. Gott við beinþynningu Samkvæmt nýjustu rannsóknum Healthline.com, þar sem skrifað er um heilsufarsmál út frá mark- tækum rannsóknum, er þeim sem greinst hafa með beinþynningu mikilvægt að taka inn kalk og bæta við fimm grömmum af kolla- geni sem fæðubót. „Kollagen hefur einnig góð áhrif á vöðvastyrkleika og byggir upp vöðva eftir æfingar. Mataræði og lífsstíll er stór áhrifavaldur á heilsufar fólks og þess má geta að C-vítamín hjálpar til við fram- leiðslu kollagens í líkamanum. Þá er kollagen sem fæðubótarefnið vatnsleysanlegt og talið frásogast betur en kollagen sem við brjótum niður í fæðunni,“ upplýsir Elísabet. Hún segir umdeilanlegt hvort bæta eigi við fæðubótarefnum við daglegt mataræði. „Sem næringarfræðingur ráð- legg ég fólki að borða góðan og hollan mat, en mér finnst líka þess virði að prófa gott kollagen, sem er hreint og án aukefna, ef við þjáumst af liðverkjum, húðin er farin að slappast, hár og neglur er orðið líf laust og aukin hætta er á hjarta- og æðasjúkdómum.“ Hvar finnum við kollagen? „Kollagen er í vefjum dýra. Það finnst í kjúklingaskinni, svína- skinni, kjöti og fiski, en einnig í beinsoði og fæðu sem inniheldur gelatín,“ upplýsir Elísabet. Hún vekur athygli á að flestar rannsóknir á kollageni innihaldi kollagen sem bætiefni en ekki kollagenríka fæðu. „Þegar við borðum kollagenríka fæðu brjótum við niður amínó- sýrur með meltingarensímum. Kollagen sem fæðubótarefni hefur verið brotið niður fyrir okkur, með auknum líkum á að upp- taka kollagens verði meiri en úr fæðunni,“ útskýrir Elísabet. „Best er að taka inn kollagen sem fæðubót samhliða því að borða góða fæðu, nóg af grænmeti og ávöxtum, og hugsa vel um sig með því að hreyfa sig í minnst hálftíma á dag.“ Brjósk og liðir Kollagen viðheldur heilbrigði brjósks og liða. „Það hefur góð áhrif á slitgigt og liðverki og einstaklingar sem tekið hafa kollagen hafa upplifað minni liðverki og verki, almennt,“ segir Elísabet. Sem dæmi var íþróttafólki gefið daglega 10 grömm kollgens í 24 vikur og fann það marktækan mun á liðverkjum í samanburði við samanburðarhóp sem ekki fékk kollagen. „Kollagen styrkir brjósk með því að örva vefina í kring til að framleiða kollagen. Þar með geta bólgur minnkað og verkirnir sömuleiðis.“ Sjá nánar á feeliceland.com og á Facebook . Kollagen-lína Feel Iceland er hrein náttúruafurð og laus við aukefni. Elísabet segir kollagen hafa einkar góð áhrif á vöðvastyrkleika og beinþéttni. MYNDIR/KRISTBORG BÓEL STEINDÓRSDÓTTIR Framhald af forsíðu ➛ Hér má sjá Kristborgu Bóel Steindórsdóttur og Elísabetu á leið til veiða. Til eru mismun- andi tegundir af kollageni. Hver og ein hefur mismunandi hlutverk og er númeruð frá 1 upp í 28. Kollagen 1 er einkar mikilvægt fyrir heilbrigði tanna, beina, hárs, sina og liðbanda. Kollagen finnst í vefjum dýra. Það finnst í kjúklingaskinni, svínaskinni, kjöti og fisk, en einnig í beinsoði og fæðu sem inniheldur gelatín. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 4 . M A Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 4 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 0 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F C -6 1 0 C 2 2 F C -5 F D 0 2 2 F C -5 E 9 4 2 2 F C -5 D 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.