Fréttablaðið - 14.05.2019, Page 36
Nýtt frá Weber
Weber Pulse 2000
rafmagnsgrill
weber.is
• Innbyggð iGrill tækni
• Weber iGrill app
• Stafrænn hitamælir
• Hrein orka
Fullkomið á svalirnar
ATKVÆÐI DÓMNEFND-
AR GILDA FIMMTÍU
PRÓSENT Á MÓTI SÍMAKOSN-
INGU Í KEPPNINNI.
1 4 . M A Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
Hatari fór snemma í gærmorgun ásamt fylgdarliði á æfingu og dómararennslið. Þegar allir voru komnir og tilbúnir
að fara uppgötvaðist að það vant-
aði Matthías Tryggva Haraldsson
söngvara.
Hófst nú létt leit að honum enda
er Matthías töluvert mikilvægur
atriðinu og erfitt að hefja leik án
hans. Kom í ljós að Matthías var að
nýta hverja sekúndu með foreldrum
sínum og systur sem eru hingað
komin.
Fjölskyldur og ættingjar hljóm-
sveitarmeðlima komu margir
hverjir seint á sunnudagskvöld og
voru miklir fagnaðarfundir þegar
liðsmenn Hatara stigu inn á Dan
Panorama hótelið til að fá mömmu-
og pabbaknús.
Þótt allir væru dauðþreyttir var
tekið örlítið spjall á hótelinu áður
en Hatari og fjölskyldur fóru upp á
herbergi til að hvíla lúin bein.
Fjölskyldur Hatara nýttu daginn
til að kíkja á borgina og strand-
lengjuna en Tel Avív er í sann-
kölluðu spariskapi, skartar sínu
fegursta og veðrið er yndislegt. Þá
er viðmót Ísraela einstakt og það
er aldrei leiðinlegt að hitta fólkið á
götunni.
Matthías mætti þegar hópurinn
var kominn inn í rútuna sem ók
þeim í keppnishöllina þar sem
Hatari æfði og söng nánast allan
daginn. Þótti æfingin takast vel og
og margir blaðamanna töldu að
Ísland myndi komast áfram. Meira
að segja á æfingu ísraelska sjón-
varpsins, þegar stigaupplesturinn
hófst, komst Hatari áfram.
Er þetta jákvæður fyrirboði? Það
kemur í ljós í kvöld.
Matthías lét bíða eftir sér
Matthías Tryggvi kemur út af hótelinu síðastur allra, fyrir aftan hann eru móðir hans og systir. Á hinni myndinni er hópurinn er að gera sig kláran til brottfarar, FRÉTTABLAÐIÐ/BENEDIKT
Ástrós Sigurðardóttir dansari gerir sig klára fyrir brottför
Matthías Tryggvi Haraldsson lét örlítið
bíða eftir sér þegar Hatari og fylgdarlið fóru
á æfinguna og dómararennslið í gær. Fjöl-
skylda hans er komin á svæðið og nýtti
hann hverja sekúndu til að vera með henni.
SKRIFA FRÁ TEL AVIV
EUROVISION
Benedikt Bóas
benediktboas@frettabladid.is
Ingólfur Grétarsson
ingolfurg@frettabladid.is
1
4
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
0
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
C
-5
7
2
C
2
2
F
C
-5
5
F
0
2
2
F
C
-5
4
B
4
2
2
F
C
-5
3
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
4
0
s
_
1
3
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K