Morgunblaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.01.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10,1 kg Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sjö karlar og sjö konur voru sæmd riddararakrossi fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar í gær. Tveir landsþekktir skemmtikraftar voru meðal þeirra sem sæmdir voru riddarakrossi; Páll Óskar Hjálmtýs- son tónlistarmaður fyrir framlag til tónlistar og jafnréttismála og Þór- hallur Sigurðsson, leikari og tón- listarmaður, fyrir menningu. Aðrir sem sæmdir voru eru þau Valdís Óskarsdóttir kvikmynda- gerðarmaður, íslensk og alþjóðleg kvikmyndagerð, Guðríður Ólafs Ólafíudóttir, fv. formaður Sjálfs- bjargar, velferðar- og mannúðar- mál, Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður, mannréttindi og réttindabarátta, Tómas Knútsson vélvirkjameistari, stofnandi Bláa hersins, umhverfisvernd, Agnes Anna Sigurðardóttir fram- kvæmdastjóri, þróun atvinnulífs í heimabyggð, Árni Magnússon, fv. skólastjóri, félags- og skólamál, Kristín Aðalsteinsdóttir, fv. pró- fessor, menntavísindi, Björg Thor- arensen prófessor, kennsla og rannsóknir í lögfræði, Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræð- ingur, fornleifarannsóknir, Har- aldur Briem, fv. sóttvarnalæknir, heilsuvernd og lýðheilsa, Margrét Frímannsdóttir, fv. alþingismaður, og Georg Lárusson forstjóri, störf í opinbera þágu. ge@mbl.is Riddarakross, heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, var afhentur á Bessastöðum á nýársdag 14 hlutu fálkaorðu Morgunblaðið/Árni Sæberg Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við erum að vinna í því að ná sam- komulagi til langs tíma,“ segir Frið- rik Þór Friðriksson, rektor Kvik- myndaskóla Íslands, um fjár- mögnun skólans næstu ár. Nú eru liðin þrjú ár frá undirritun þjón- ustusamnings milli mennta- málaráðuneytis- ins og Kvik- myndaskóla Íslands, en samn- ingurinn átti að renna út um áramótin. Að sögn Friðriks hefur starfsemi skólans þó verið tryggð út þetta ár. „Þetta er í raun skyndilausn út árið eða eitthvað svoleiðis. Hún gengur út á það að halda skólanum gangandi áfram,“ segir Friðrik Þór og bætir við að á sama tíma sé verið að vinna að langtímasamningi við ráðuneytið. „Við vonumst til þess að það verði hægt að ná samkomulagi sem verður mikið lengra en þetta sem nú er í gildi. Í því sambandi erum við að tala um samning sem væri til um fimm ára,“ segir Friðrik Þór. Frá árinu 2010 hafa skammtíma- samningar að mestu verið í gildi að undanskildu síðasta samkomulagi, sem líkt og fyrr segir var gert árið 2015. Skammtímasamningarnir hafa staðið uppbyggingarstarfi skólans fyrir þrifum og gert það að verkum að markvisst framtíðarskipulag hef- ur setið á hakanum. Kvikmyndaskól- inn hefur hingað til fengið tæplega 1.000.000 kr. greiddar með hverjum nemanda. Það er umtalsvert minna en þekkist í nokkrum verkmennta- skólum þar sem greiddar eru rúm- lega tvær milljónir króna með hverj- um nemanda. Vonar að greiðslur hækki Friðrik Þór segir vonir standa til að hægt verði að hækka greiðslur í nýjum langtímasamningi. „Greiðsl- urnar eru svipaðar í þessum tíma- bundna samningi en við vonumst til að geta hækkað þær í langtíma- samningnum,“ segir Friðrik Þór. Spurður um fjárhagsstöðu Kvik- myndaskólans segir Friðrik Þór að skólinn sé, líkt og fjöldi annarra fyrirtækja, með útistandandi skuld- ir. Þá segist hann ekki vita hvort styrkir verði veittir til að laga skuldastöðuna. „Ég er ekkert inni í því hvort við fáum styrki til að greiða niður skuldir. Það er hins vegar þannig að ef skólinn hefði átt að njóta jafnræðis þá skuldar ríkið okkur um hálfan milljarð,“ segir Friðrik Þór. Starfsemi Kvikmyndaskóla Íslands tryggð til áramóta  Rektor skólans vonast til að hægt verði að ná samkomulagi til langs tíma Morgunblaðið/Þórður Arnar Kvikmyndaskólinn Friðrik Þór Friðriksson, rektor Kvikmyndaskóla Ís- lands, vonast til að hægt verði að tryggja framtíð skólans til lengri tíma. Friðrik Þór Friðriksson Sex ökumenn á höfuðborgarsvæð- inu voru stöðvaðir af lögreglu að- faranótt nýársdags og eru grunaðir um að hafa verið ölvaðir eða undir áhrifum fíkniefna við akstur öku- tækis, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá varð bílvelta á Kringlumýrar- braut um miðnætti. Ökumaðurinn reyndist vera án ökuréttinda auk þess sem hann er talinn hafa verið undir áhrifum áfengis. Klukkan hálftíu um morgun ný- ársdags stöðvaði lögregla ökumann í Kópavogi sem var handtekinn vegna gruns um ölvunarakstur. Var hann einnig ökuréttindalaus. Var hann látinn laus í kjölfar skýrslu- og sýnatöku. Sex teknir undir áhrifum Morgunblaðið/Hari Ölvunarakstur Lögreglan náði nokkrum sem óku undir áhrifum. Hörður Torfason hefur bæði fengið símtöl og fésbókarskilaboð í kjölfar þess að atriði sem hann tók þátt í var sent út í Áramótaskaupi RÚV á gamlárskvöld. Hann segist í samtali við Morgunblaðið hafa fengið gríðar- leg viðbrögð. Skilaboðin eru af ýmsu tagi, segir Hörður og bætir við: „Meginboðskapurinn sýnist mér vera sá að fólk vonar að þetta eigi eftir að hreyfa við þessu máli.“ Hörður á þar við reglur þær sem banna samkynhneigðum karlmönn- um að gefa blóð. Í áðurnefndu atriði kom Hörður fram ásamt fleiri þjóð- þekktum íslenskum samkynhneigð- um tónlistarmönnum sem sungu út- færslu dægurlagsins „Álfar“ eftir Magnús Þór Sigmundsson með text- anum „eru hommar kannski menn?“ þegar ekki mátti við björgunarað- gerð nota blóð úr einum þeirra því hann er samkynhneigður. Samkynhneigðir hafa „sloppið“ „Ég gafst upp á þessu máli fyrir mörgum árum. En ég veit um sam- kynhneigða menn sem hafa gefið blóð og sloppið í gegn. Þeir voru ekkert spurðir um eitt eða neitt. Ég geri hins vegar ráð fyrir að ef ég myndi birtast þarna þá yrði bara sagt: „Nei takk“,“ segir Hörður kíminn og nefnir að baráttan vegna þess að samkyn- hneigðir menn mega ekki gefa blóð sé áratuga gömul, en hafi lítinn ár- angur borið. Spurður hvort hann telji einhverj- ar breytingar vera í sjónmáli í mála- flokknum svarar Hörður: „Ég bara get eiginlega ekki sagt það. Ég geri ráð fyrir því að þetta innslag hafi þýð- ingu og skapi þrýsting. Persónulega hef ég ekki skipt mér af þessu en ég veit að það hafa einstaklingar komið að þessu máli en ég hef aldrei séð neina útkomu úr því.“ teitur@mbl.is „Gríðarleg viðbrögð“  Hörður telur að atriðið í Skaupinu hafi skapað þrýsting  Umræðan er áratuga gömul en hefur ekki borið árangur Skjáskot/RÚV Menn? Atriðið sem Hörður tók þátt í hefur vakið mikla athygli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.