Morgunblaðið - 02.01.2019, Side 6

Morgunblaðið - 02.01.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ungt fólk er framtíðin og því er annt um að eiga sér framtíð. Kyn- slóðin sem nú er komin til áhrifa tekur ábyrgð á neyslu sinni og eru fyrirmynd. Ég vil helst fá að verða gömul kona og vita að ég gerði það sem ég gat til að sporna við lofts- lagsbreytingum og berjast fyrir velferð dýra og manna. Við getum ekki lengur lokað augunum, við þurfum öll og strax að axla ábyrgð,“ segir Valgerður Árna- dóttir. Heilsa, umhverfi og dýravernd Samtök grænkera, þar sem Valgerður er í forystu, standa nú í janúar líkt og undanfarin ár fyrir Veganúar, viðburði eða áskorun með það markmið að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýra- afurða og kynna kosti vegan fæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýra- vernd. Þetta er hluti af vakningu sem hófst í Englandi í janúar 2014 sem nú hefur nú náð til margra landa. Á Íslandi fór þessi hreyfing af stað árið 2015 og nú eru fram- undan ýmisir viðburðir sem til- greindir eru á vefnum veganuar.is. Þar má einnig nálgast matseðla veganvæddra veitingastaða, og áætlanir og matseðla fyrir græn- kera, fyrir fólk sem vill breyta lífs- stíl sínum – en mörgum finnast áramótin góður tími til slíks. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt eru velkomnir á kynn- ingarfund Veganúar í Bíó Paradís við Hverfigötu í Reykjavík, á morgun, 3. janúar, kl. 20. „Til að koma sér í gírinn er gott að losa sig við alla matvöru með dýraafurðum fyrir áramót. Ég tel annars marga samverkandi þætti ráða því að grænkerum fjölgar. Vissulega er fólk meðvit- aðra um dýravelferð en áður var en einnig er það upplýstara um hve mengandi dýraafurðaiðnaður- inn er. Þó afurðir dýra hafi í gegn- um aldirnar verið uppistaða í nær- ingu okkar á Íslandi og annarra norðlægra samfélaga þá var það ekki svo á suðrænum slóðum þar sem allt vex. Í raun hófst óhófleg neysla dýraafurða í heiminum ekki fyrr en um iðnbyltingu þegar við fórum að stunda verksmiðjubú- skap,“ segir Valgerður og heldur áfram: Hryllileg umhverfisáhrif „Við höfum nú komist að því hvað verksmiðjubúskapur og of- veiði í sjó hefur haft hryllileg um- hverfisáhrif og er talið að nýting dýraafurða valdi 18% af losun koltvísýrings út í andrúmsloftið, samanborið við 13% frá öllum sam- göngum. Nýlega tóku 15 þúsund vísindamenn sig saman og sendu aðvörunarbréf til allra íbúa heims- ins og biðluðu til þeirra að minnka eða hætta neyslu á dýraafurðum til að bjarga plánetunni. Við eigum að hlusta á það, við erum að verða of sein og megum engan tíma missa.“ Margir telja að grænkerafæði sé allra eða að minnsta kosti margra meina bót. Í því tilliti vek- ur Valgerður athygli á að koma megi í veg fyrir marga lífstíls- sjúkdóma með hollu grænkera- fæði. Rannsóknir bendi til að vega- líf geti verið lækning við sykursýki sem svo margir þurfa að glíma við í dag. Betri heilsa varð skemmtilegur bónus „Ég gerðist vegan í janúar 2016 og þá opnaðist mér nýr og lit- ríkur heimur í matargerð. Matur- inn minn er miklu meira spennandi og bragðmeiri en áður. Ég gerðist vegan því ég er dýravinur og ég gat ekki lengur réttlætt fyrir sjálfri mér að borða eða nýta dýr til eigin neyslu. Betri heilsa var bara skemmtilegur bónus. Ég fann strax mun, ég missti nokkur kíló af því sem ég kalla mjólkurskvap. Áð- ur fyrr var ég oft með kvef sem endaði í ennis- og kinnholusýk- ingum sem koma ekki lengur. Exem hvarf, mígrenisköst urðu fá- tíðari og ég er almennt heilsubetri og orkumeiri. Þegar ég lít til baka var þessi neyslu- og lífsstílsbreyt- ing afar einföld og þægileg. Það er líka auðvelt að taka fyrsta skrefið með því að taka þátt í veganúar og þannig nýta sér alla þá fræðslu og stuðning sem við í Samtökum grænkera veitum.“ Veganúar með grænkerafæði og öðrum krásum er genginn í garð Morgunblaðið/Sigurður Bogi Næring „Ég gat ekki lengur réttlætt fyrir sjálfri mér að borða eða nýta dýr,“ segir Valgerður Árnadóttir. Plánetunni bjargað  Valgerður Árnadóttir er fædd 1979. Hún nam inn- kaupastjórn við VIA University Danmark, útskrifaðist 2004 og vann við innkaup og fram- leiðslustjórn hjá fyrirtækjum í fataiðnaði til 2017. Starfar nú hjá Eflingu stéttarfélagi við fræðslumál  Í stjórn Samtaka grænkera og hefur stýrt Veganúar síð- ustu tvö ár, stofnaði viðburða- fyrirtækið Puzzy Patrol til að styðja við og halda viðburði með listakonum. Er í fram- kvæmdaráði Pírata og var í 5. sæti framboðslista þeirra til borgarstjórnarkosninga sl. vor. Hver er hún? Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Svifryksmengun vegna flugelda- reyks var mun minni í ár en í fyrra. Eins og margir muna var sérstaklega mikil mengun vegna skotelda fyrir ári þegar varla hreyfði vind um áramótin. Þor- steinn Jóhanns- son, loftgæðasér- fræðingur hjá Umhverfisstofn- un, segir aðspurð- ur að áramótin nú hafi þó ekki verið „óvenjulega góð“ hvað loftgæði yfir áramót varðar, heldur hafi áramótin í fyrra einfald- lega verið sérstaklega slæm. Stöðugur vindur í ár Eins og þeir sem á mánudag eyddu áramótunum á höfuðborgarsvæðinu tóku að líkindum eftir var veður nokkuð milt. Spurður hvort örlítil gola sé nóg til að skipta sköpum í þessum málum segir Þorsteinn að ákveðinn þröskuldur eigi sér stað við „um tvo metra á sekúndu.“ Í fyrra hafi vindhraði verið frá um 0-1 m/s og algjör „áttleysa“. „Það litla sem blés, það bara blés fram og til baka. En núna var um 2-3 m/s, sunnan- suðvestan, og alveg stöðugur vindur með ákveðinni vind- átt. Það var nóg til að hreinsa í burtu,“ segir Þorsteinn. Spurður hvort aðrir þættir, t.d. rakastig í lofti, hafi áhrif á mengun segir Þorsteinn að úrkoma hjálpi, en fyrst og fremst sé það vindurinn sem máli skipti. Meiri vindur óskandi Aðstæður til að skjóta upp flug- eldum voru með góðu móti um ára- mótin, enda hægviðri víða um land eins og áður segir. Þorsteinn segir þó ekki að fullkomnar aðstæður hafi skapast til að skjóta upp flugeldum, þ.e. með hliðsjón bæði af þörfum um- hverfisins og þeirra skotglöðu. „Maður vill hafa aðeins meiri vind án þess þó að það sé hvasst,“ segir Þor- steinn og nefnir að um 5 m/s vind- hraði mætti teljast til kjöraðstæðna. „Þá er ekkert að fjúka um koll en hröð loftendurnýjun.“ Þorsteinn nefnir að mikla loft- mengun um áramót megi rekja til aukinna skoteldasprenginga og nefn- ir einnig öðruvísi vöruúrval en það sem áður var. „Þessar stóru skotkök- ur eru að menga mjög mikið bara við skotið,“ segir Þorsteinn og bætir við: „En heildarmagnið er orðið svo miklu meira. Það er orðið tíu sinnum meira en það sem var fyrir kannski tuttugu árum.“ Meiri loftgæði í ár en í fyrra  Ekki óvenjulega gott ástand í ár  Nægur vindur til að „hreinsa í burtu“ Þorsteinn Jóhannsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Sprengingar Reykjarmökkur yfir Rauðavatni á gamlárskvöld. Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Alma D. Möller landlæknir lagði fram minnisblað til Svandísar Svav- arsdóttur heilbrigðisráðherra vegna alvarlegrar stöðu á bráðamóttöku Landspítala 17. desember sl. Meðal þeirra úrræða sem landlæknir hefur bent á er opnun hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi og Sjúkrahótels við Landspítala sem allra fyrst. Margrét Erlendsdóttir, upplýs- ingafulltrúi velferðarráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi orðið fyrir vonbrigðum yfir því að Seltjarnar- nesbær hyggist ekki uppfylla samn- ingsbundnar skyldur sínar um rekst- ur nýs hjúkrunarheimilis sem gerður var milli ráðuneytisins og Seltjarnarnesskaupstaðar 18. júní 2014. Samkvæmt þeim samningi beri sveitarfélaginu að axla ábyrgð á rekstri heimilisins, hvort heldur með því að annast reksturinn sjálft eða fela þriðja aðila reksturinn fyrir sína hönd. Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin hafi ráðuneytið unnið að því að finna leiðir til að koma hjúkrunar- heimilinu í rekstur eins fljótt og auð- ið eftir að sveitarfélagið hefur afhent það fullbúið og rekstrarhæft á nýju ári. Miðað er við að hægt verði að opna heimilið í byrjun febrúar. Opn- un Sjúkrahótels er ráðgert í byrjun apríl en Landspítala hefur verið fal- inn rekstur þess. Auglýst eftir rekstaraðilum Ásgerður Halldórsdóttir, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, segir að hún hafi fyrir hönd sveitarfélagsins ósk- að eftir því við heilbrigðisráðherra á fundi í desember að ráðuneytið aug- lýsti eftir rekstraraðila að nýja hjúkrunarheimilinu enda séu mál- efni aldraðra hjá ríkinu. Ráðherra hafi samþykkt að skoða málið og eftir þann fund hafi Svandís Svav- ardóttir sagt það opinberlega að ráðuneyti hennar myndi sjá um það á sama hátt og þegar Sjúkratrygg- ingar Íslands auglýstu eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimilis fyrir Hafnarfjarðarbæ. „Hjúkrunarheimilið verður tilbúið í fyrstu viku í janúar og þá afhendum við velferðarráðuneytinu það. 40 hjúkrunarrými verða á heimilinu og dagvistun fyrir 10 til 15 einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma,“ segir Ásgerður og bætir við að Hrafnista, Grund og Sóltún hafi sýnt áhuga á rekstri heimilsins. Seltirningar fá hjúkrunarheimili í febrúar  40 ný hjúkrunarrými  Ágreiningur milli sveitarfélagsins og ráðuneytis  Sjúkrahótel í byrjun apríl Morgunblaðið/Golli Seltjarnarnes Fyrsta hjúkrunar- heimilið verður afhent í vikunni. Flugvél Titan Airways á leið frá Bretlandi til Akureyrar þurfti vegna slæmrar veðráttu að lenda á flugvellinum á Egilsstöðum á gaml- ársdag. Mikill vindur, ofankoma og lélegt skyggni gerði það að verkum að vélin, sem flýgur á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Super- break, þurfti að lenda á Egilsstaða- flugvelli. Superbreak byrjaði að bjóða upp á flugleiðina í desember en gerði það einnig í fyrra. Meiri röskun var á flugumferð vegna veðurs á gamlársdag en flug- ferð Air Iceland Connect frá Reykjavík til Ísafjarðar var frestað á gamlársdagsmorgun, auk þess sem flugferð til Akureyrar seinkaði um rúman einn og hálfan tíma. Talsverð röskun á flugi á gamlársdag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.