Morgunblaðið - 02.01.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Fæðingum fjölgar á landsvísu á milli
ára, samkvæmt bráðabirgðatölum
frá helstu sjúkrahúsum landsins.
Sjúkrahúsin sem gáfu upp tölur
voru Fjórðungssjúkrahúsið í Nes-
kaupstað, Sjúkrahúsið á Ísafirði,
Landspítalinn, Sjúkrahúsið á Akur-
eyri, Sjúkrahúsið á Akranesi og
Sjúkrahúsið á Selfossi.
Börnin sem fæddust á þessum
sjúkrahúsum voru samtals 3.923 í
fyrra en þau voru 3.810 árið 2017.
Fjölgun fæðinga er því um þrjú pró-
sent á milli ára. Fjölgunin var hlut-
fallslega mest í Neskaupstað en þar
fæddist 71 barn í fyrra en 55 börn
árið 2017 og nam fjölgun fæðinga því
29 prósentum þar. 40 stúlkur og 31
drengur komu í heiminn í Neskaup-
stað.
Lægð í fæðingum 2017
Hrafnhildur Lóa Guðmunds-
dóttir, ljósmóðir í Neskaupstað, seg-
ir að lægð hafi verið í fæðingum
2017.
„Það var algjört lágmarksár hjá
okkur 2017. Það er mjög langt síðan
það fæddust svona fá börn en það
var í rauninni svona frekar landlægt
það ár. Það voru bara færri fæðingar
yfirhöfuð, alls staðar. Svo sendum
við líka ósanngjarnlega margar kon-
ur frá okkur vegna áhættuþátta.“
Hún segir mikla kæti með það að
lægðin virðist hafa tekið enda. „Við
erum mjög glaðar með að talan sé að
hækka, undanfarin 10 ár höfum við
samt verið með svona 75-90 fæð-
ingar árlega eða eitthvað um það
bil.“
Færri fæðingar á Selfossi
Fæðingar voru einungis færri árið
2017 en 2018 á einu sjúkrahúsi,
Sjúkrahúsinu á Selfossi. Þar fædd-
ust 50 börn í fyrra en 72 árið áður.
Ljósmóðir á vakt sagði í samtali við
blaðamann að fækkun fæðinga á Sel-
fossi orsakaðist af því að konur væru
í auknum mæli sendar til að fæða á
Landspítalanum þar sem engin inn-
grip væru gerð á Selfossi.
Á Ísafirði standa tölur yfir fæð-
ingar í stað milli ára en 30 börn
fæddust bæði í fyrra og í árið áður.
Kynjaskiptingin var jöfn á Ísafirði
en 15 stúlkur og 15 drengir komu í
heiminn þar.
Á Sjúkrahúsinu á Akranesi, Land-
spítalanum og Akureyri fjölgaði fæð-
ingum. Á Landspítalanum fæddust
3.075 börn árið 2018 en 2.987 árið á
undan. Á Sjúkrahúsinu á Akranesi
fæddust 312 börn í fyrra en 377 þar á
undan og á Sjúkrahúsinu á Akureyri
fæddust 385 börn í fyrra en 377 árið
2017. Vakthafandi ljósmóðir á Akur-
eyri kvaðst afar ánægð með fjölg-
unina.
Fleiri fæðingar en 2016 og 2017
Umræða um það að fólk eignist sí-
fellt færri börn hefur verið áberandi
síðustu misseri. Í fyrra fékk
Morgunblaðið sambærilegar bráða-
birgðatölur frá fyrrnefndum sjúkra-
húsum í hendurnar fyrir árið 2016
en þá hafði fæðingum fækkað frá
árinu á undan.
2016 fæddust 3.877 börn á sjúkra-
húsunum, samkvæmt bráðabirgða-
tölunum, og því eru fæðingar árið
2018 fleiri en bæði árið 2016 og árið
2017.
Fæðingalægð síðustu
tveggja ára yfirstaðin
Fæðingar þremur prósentum fleiri árið 2018 en 2017
Fjöldi fæðinga 2017 og 2018
3% fleirifæðingar
alls árið 2018 en í fyrra á 6
stærstu fæðingarstöðunum*
*Bráða-
birgðatölur
Heimild:
Spítalarnir
Söfnum í neyðarmatar-
sjóð fyrir jólin til matarkaupa
hjá Fjölskylduhjálp Íslands
fyrir þá fjölmörgu sem lægstu
framfærsluna hafa.
Þeim sem geta lagt okkur lið
er bent á bankareikning
0546-26-6609,
kt. 660903-2590.
Fjölskylduhjálp Íslands, Iðufelli 14 Breiðholti
og Baldursgötu 14 í Reykjanesbæ.
Neyðarsöfnun í matarsjóðinn
fyrir jólin
Guð blessi ykkur öll
ÚTSALAN ER HAFIN!
30-50% afsláttur
Útsalan er hafin
Suðurlandsbraut 30 • sími 553 3755
Fyrsta barn ársins 2019 var stúlka sem fæddist á Heilbrigðistofnun Vestur-
lands á Akranesi um sexleytið á nýársdagsmorgun. Stúlkan vó 15 merkur
og var 51 cm að lengd. Í viðtali á mbl.is kom fram að fyrsta barn ársins er
frumburður foreldra sinna, Sigríðar Hjördísar Indriðadóttur og Hannesar
Björns Guðlaugssonar sem bæði eru fædd í janúar.
Ljósmynd/aðsend
Fyrsta barn ársins fæddist á Akranesi
Fjöldi fólks kom saman og fylgdist
með áramótabrennunni við Réttar-
hvamm á Akureyri sem hófst
klukkan 20.30 á gamlársdag. Nokk-
uð kalt var í veðri og mættu því
bæjarbúar kappklæddir til brennu
og fylgdust með sjónarspilinu en
laust eftir klukkan 21.00 hófst veg-
leg flugeldasýning.
Vel gekk að safna í brennuna
segir Gunnþór Hákonarson,
brennustjóri á Akureyri, í samtali
við Morgunblaðið og bætir við:
„Það gengur alltaf vel. Það kemur
bara á þremur dögum, málið dautt.
Ekkert vandamál.“
Eins og áður segir var kveikt í
brennunni upp úr 20.30 og voru
Akureyringar stundvísir og fylgd-
ust með brennunni, og síðar flug-
eldasýningunni, og héldu svo
hátíðarhöldum áfram víða um bæ.
Brennan við Réttarhvamm var
eina brennan á Akureyri en að auki
voru brennur við Sandvíkurtjörn í
Grímsey og í Hrísey.
„Gengur alltaf vel“ á Réttarhvammsbrennu
Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson
Bál Mikill fjöldi mætti til brennu við
Réttarhvamm á Akureyri á gamlárskvöld.
Hegningarlagabrotum sem til-
kynnt voru til lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu voru 9.762
talsins árið 2018 samkvæmt af-
brotatölfræði lögreglunnar á
höfuðborgarsvæðinu og eru það
um fimm prósentum fleiri brot en
tilkynnt voru árið 2017.
Þá fjölgaði kynferðisbrotum úr
300 í 387, þar af fjölgaði nauðg-
unarmálum mikið eða um 34% milli
ára. Einnig fjölgaði tilkynningum
er varða kynferðisbrot gegn börn-
um um 28%. Mesta aukningin var
á tilkynningum sem snéru að
vændi og voru 36 slíkar tilkynn-
ingar árið 2018 en aðeins níu árið á
undan.
Líkamsmeiðingum fjölgaði um
sex prósent á árinu, sérstaklega
meiriháttar líkamsárásum. Þetta
er í takt við fjölgun ofbeldisbrota
undanfarin ár og segir lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu að fjölgun of-
beldisbrota megi rekja meðal ann-
ars til þess að breytingar hafa ver-
ið gerðar á skráningu
heimilisofbeldismála.
Mikil fjölgun umferðarlagabrota
varð árið 2018 eða um fimmtán
prósent. Tæplega 45 þúsund slík
brot voru skráð hjá lögreglunni.
Í andstöðu við þróun flestra teg-
unda brota fækkaða auðgunarbrot-
um aðeins vegna samdráttar í
fjölda þjófnaðar-, gripdeildar- og
fjárdráttarmála. Á sama tíma voru
mun fleiri innbrot og rán tilkynnt
lögreglu árið 2018 en 2017. Einnig
fjölgaði tilkynningum um fjársvik.
gso@mbl.is
Tæp 10 þúsund brot árið 2018
Morgunblaðið/Hari
Afbrot Lögreglan á höfuðborgar-
svæðinu hefur haft næg verkefni.