Morgunblaðið - 02.01.2019, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019
Vertu viðbúinn vetrinum
LÉTTAR – STERKAR – TRAUSTAR
SNJÓKEÐJUR
Nøsted Kjetting as
Hafðu samband og kynntu þér
vöruúrvalið og þjónustuna
Ný
hönnun
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skólamaður Hættum að velta okkur upp úr draugum fortíðarinnar, segir Steinn Jóhannsson, rektor MH.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Við eigum að draga framfleiri fréttir af því jákvæðasem er að gerast í sam-félaginu, til dæmis afrek
ungs fólks á sem flestum sviðum
mannlífsins. Jafnframt er mikilvægt
að við lifum í núinu og hættum að
velta okkur upp úr draugum for-
tíðarinnar sem oft vill einkenna okk-
ur Íslendinga,“ segir Steinn
Jóhannsson, rektor Menntaskólans
við Hamrahlíð.
Góð menntun er
alþjóðlegt vegabréf
Stjórnvöld og ekki síður al-
menningur ættu, segir Steinn, að
beina sjónum sínum að unga fólkinu
sem eru framtíðin. Styðja sem allra
best við unga fólkið í námi og ekki
síður þegar það kemur út á vinnu-
markaðinn þegar námi lýkur.
„Góð menntun er eins og al-
þjóðlegt vegabréf sem veitir fólki
tækifæri hvar sem er í heiminum og
ég hef á tilfinningunni að unga fólki
sé að nýta sér það í auknum mæli.
Ég hef haft á orði við nemendur að
það sé erfitt hlutskipti að lifa í nú-
tímasamfélagi án menntunar. Það er
gott að hafa í huga fullyrðinguna að
menntun er einn margra þátta sem
eru lykillinn að árangri í lífinu,“ seg-
ir rektor MH.
En hvað er mikilvægast fyrir ís-
lenskt samfélag á árinu 2019? Steinn
Jóhannsson segir nauðsynlegt að
sátt ríki á vinnumarkaði; samtök at-
vinnulífsins og launþegahreyfingin
nái sem fyrst saman í þeim kjara-
viðræðum sem nú eru í gangi. Slík
sátt hefði jákvæð áhrif á samfélagið
og yki bjartsýni á öllum sviðum
mannlífsins.
„Einnig tel ég mikilvægt að
hlúa vel að innviðum samfélagsins
og stoðum velferðarinnar; það er
heilbrigðis- og ekki síður mennta-
kerfið. Tryggjum að allir landsmenn
hafi aðgengi að heilbrigðisþjónustu
og menntun sem er í fremstu röð.
Um leið og ég segi þetta þá á ég við
að stjórnvöld úthluti jafn miklu fjár-
magni til þessara málaflokka og
þekkist í þeim löndum sem við ber-
um okkur saman við,“ segir Steinn
og heldur áfram:
Alþingi á fyrri stall
„Mér finnst líka skipta máli að
fundnar verði lausnir sem geri ungu
fólki auðveldara að eignast eða leigja
húsnæði. Ungt fólk býr æ lengur í
foreldrahúsum vegna þess að það
hefur ekki efni á að kaupa sér eða
leigja húsnæði og það er ekki já-
kvæð þróun. Einnig finnst mér
skipta máli að Alþingi sýni vönduð
og fáguð vinnubrögð og þeir sem
veljast þangað inn tali af virðingu og
ábyrgð. Þá fyrst mun Alþingi kom-
ast á stall fyrri virðingar.“
Hvað er mikilvægast í íslensku samfélagi á nýju ári? Hvert eiga stjórnvöld og almenningur að beina sjónum sínum svo að þróunin verði
jákvæð? Hverjar eru stefnur og straumar? Viðmælendur Morgunblaðsins nefndu menntun, stjórnmál, umræðuhefð og skemmri vinnutíma.
Lykill að árangri í lífinu
„Mikilvægasta verkefnið á kom-
andi ári er að sátt náist á vinnu-
markaði og að kjarasamningar
takist fljótt og vel. Helst vildi ég
sjá kjör hinna lægst launuðu batna
og að launabil minnki,“ segir Katr-
ín Sigurjónsdóttir, bæjarstjóri í
Dalvíkurbyggð. Umhverfismál í
víðum skilningi telur hún þurfa að
vera í öndvegi. Vernda þurfi vin-
sæla ferðamannastaði fyrir ágangi
og grípa til aðgerða gegn upp-
kaupum erlendra auðmanna á
jörðum og landsvæðinu. Sömuleið-
is þurfi að vinna gegn sóun sem
kalli á gagnrýna sjálfsskoðun neyt-
enda.
„Stjórnvöld þurfa að vera trú-
verðug og heiðarleg og á Alþingi
þarf að skapast traust og vinnu-
friður,“ segir Katrín sem vill sömu-
leiðis að netmenningin breytist til
hins betra. „Þeir sem fara hvað
hæst og mest á samfélagsmiðlum
eiga frábær sóknarfæri fyrir sinn
málstað. Þeir gætu sett sér mark-
mið um að rita ekkert á netið sem
þeir myndu ekki segja augliti til
auglitis við viðkomandi. Það myndi
stórbæta samfélagið því aðgát skal
höfð í nærveru sálar. Í heild væri
þarft fyrir hvern og einn að líta í
eigin barm, skoða hvernig hægt er
að bæta sig og verða besta útgáfan
af sjálfum sér. Ég held að árið
2019 verði frábært.“
Netmenningin
þarf að breytast
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dalvík Stjórnvöld séu trúverðug,
segir Katrín Sigurjónsdóttir.
„Ævisaga Michelle Obama, áður
forsetafrúar í Bandaríkjunum, sem
ber yfirskriftina Becoming situr í
mér og skilur eftir sig margar
spurningar. Hvernig getum við sem
samfélag tryggt öllum sömu mögu-
leika og tækifæri?“ segir Sonja Ýr
Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
„Sem betur fer er íslenskt samfélag
ólíkt því bandaríska, svo sem í heil-
brigðis- og mennamálum. Engu að
síður búum við í samfélagi þar sem
við getum gert betur í því að stuðla
að jöfnuði og valdefla minnihluta-
hópa. Þessar vangaveltur tek ég
með mér inn í nýja árið og ásamt
hugmyndum að verkefnum sem
finna þarf farveg.“
Í byrjun apríl losna kjarasamn-
ingar nær allra aðildarfélaga BSRB
og því eru stór verkefni fyrir hönd-
um hjá Sonju. Samhliða gerð samn-
inga segir hún að ná þurfi sam-
komulagi við stjórnvöld um ýmis
mál, til að snúa við þróun sem leitt
hafi til sífellt aukinnar misskipting-
ar. Þar leggi BSRB höfuðáherslu á
breytingar á skattkerfinu, jöfnun
launa milli almenna og opinbera
markaðarins, launaþróun, úrbætur
á húsnæðismarkaði og styttingu
vinnuvikunnar.
„Mikilvægasta verkefnið er að
bæta stöðu fólks með lágar og með-
altekjur. Tryggja verður að fólk
geti lifað af á laununum sínum. Þar
hafa ekki bara launahækkanir
áhrif heldur ekki síður opinber
stuðningur í átt að auknum jöfnuði
í samfélaginu,“ segir Sonja og
bendir á að á sama tíma og laun
þeirra tekjuhæstu hafi hækkað
mikið hafi skattbyrðunum hafi ver-
ið velt yfir á lágtekju- og milli-
tekjuhópana. Skattkerfið sé mikil-
vægt jöfnunartæki því eigi ekki að
beita eins og framan lýst. Ójöfn-
uður ýti undir óstöðugleika, ekki
réttlátar kröfur þeirra sem verst
hafa kjörin. Stjórnvöld verði á nýju
ári að taka skref til friðar og meiri
hagsældar.
„Stytting vinnuvikunnar hefur
verið eitt af meginverkefnum okk-
ar hjá BSRB og við erum á því að
2019 verði þar uppskeruár. Með til-
raunaverkefnum okkar með ríkinu
og Reykjavíkurborg höfum við sýnt
fram á kosti þess að stytta vinnu-
vikuna í 35 eða 36 stundir. Stytting-
in veitir starfsmönnum betri lífs-
gæði,“ segir Sonja og heldur áfram.
„Á tímum aukningar á sjúklegri
streitu, kulnun og nýgengi örorku
er til mikils að vinna. Undirstaða
góðrar heilsu er að borða hollan
mat, sofa nóg og á réttum tíma og
hreyfa sig reglulega. Stytting
vinnuvikunnar stuðlar að þessu öllu
og vonandi getum við sem flest
fljótlega farið að hugsa um hvernig
við ætlum að nota meiri frítíma.“
Morgunblaðið/Hari
Samfélag Hvernig ætlum við að nota meiri frítíma? spyr Sonja Ýr Þor-
bergsdóttir, sem á haustdögum var kjörin nýr formaður BSRB.
Styttri vinnuvika
og meiri jöfnuður