Morgunblaðið - 02.01.2019, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Draumurinn er að við getum kom-
ist lengra í fornleifarannsóknum og
kortlagt Oddastað þannig að hægt
verði að byggja þar upp í samræmi
við það,“ segir Ágúst Sigurðsson,
sveitarstjóri Rangárþings ytra og
formaður Oddafélagsins sem vinnur
að því að gera Odda á Rangárvöllum
að miðstöð menn-
ingar á ný.
Fyrstu fornleifa-
rannsóknir í
þriggja ára áætl-
un hófust sl. sum-
ar og fundust
strax stórmerkar
minjar, elstu
manngerðu hell-
ar sem þekktir
eru á Íslandi. Þá
er komin aðstaða fyrir Oddafélagið,
vísir að Fróðasetri.
Fornleifafundurinn í sumar hefur
hleypt nýju lífi í Oddafélagið. Ágúst
segir að fundurinn hafi vakið mikla
athygli og aukið áhuga fólks á að
ganga í félagið og vinna með því.
Rannsóknin í sumar sem Krist-
borg Þórsdóttir fornleifafræðingur
stjórnaði var byrjunin á umfangs-
meira verki. Ágúst reiknar með að
fyrsta verkefni næsta sumars verði
að rannsaka hellinn sem fannst sl.
sumar. Vonast Ágúst til þess að
styrkir fáist úr Fornminjasjóði til
rannsókna og kortlagningar minja
næstu árin.
Húsið nýtist við rannsóknir
Oddafélagið er að koma sér upp
aðstöðu í Odda. Sveitarfélagið studdi
ósk Landgræðslu ríkisins um að
yfirtaka ríkisjörðina Langekru við
Odda þegar jörðinni var skilað úr
ábúð á síðasta ári. Það gekk eftir og
er ætlunin að vinna þar að endur-
heimt votlendis í samræmi við
sóknaráætlun í loftslagsmálum.
Sveitarfélagið fékk íbúarhúsið í
Langekru keypt ásamt 4 hektara lóð
og tók jafnframt að sér að farga
ónýtum útihúsum. Því verki er lokið.
Ákveðið var að halda eftir hluta af
hlöðu sem fylgdi fjósinu.
Ágúst segir að hugmyndin sé að
nota íbúðarhúsið og hlöðuna í
tengslum við fornleifarannsóknir og
hlöðuna megi ef til vill nota fyrir
samkomur og sýningar. Kaupin voru
gerð til þess að styðja við framtíðar-
uppbyggingu og endurreisn Odda-
staðar og hefur sveitarfélagið lýst yf-
ir vilja til að reksturinn verði í
höndum Oddafélagsins.
Aðstaða fyrir félagið
Talað er um aðstöðuna sem grunn-
inn að Fróðasetri í Odda og er þar
vísað til Sæmundar fróða Sigfússon-
ar sem þar bjó og var lærðasti maður
á Íslandi í þá tíð. Vinna er hafin við
endurbætur á íbúðarhúsinu í Lang-
ekru en það á að nýta sem aðstöðu
fyrir fornleifafræðinga sem starfa
munu að Oddarannsókninni á næstu
árum, fyrir námshópa og til kynn-
ingar á sögu höfuðbólsins Odda.
Vísir að Fróðasetri í Odda
Hellafundurinn hefur hleypt nýju lífi í Oddafélagið Stefnt að áframhald-
andi rannsóknum næsta sumar Félagið fær íbúðarhúsið í Langekru til afnota
Morgunblaðið/Golli
Höfuðból Oddi á Rangárvöllum var höfðingjasetur. Unnið er að því að endurreisa staðinn sem menningarsetur.
Ágúst Sigurðsson
Hellir Fornleifafræðingar koma niður á fornan helli við rannsóknina.
Ármúla 26 | 108 Reykjavík | Sími 578 4400 | heimilioghugmyndir.is
Orka náttúrunnar, ON, hefur sett
upp 50 hlöður víða um land, sem not-
aðar eru til að hlaða rafmagnsbíla.
Um jólin var 50. hlaðan tekin í notk-
un við Geysi í Haukadal. Er hún með
tveimur hraðhleðslutengjum auk
svonefndrar Type2-hleðslu.
Í tilkynningu frá ON kemur meðal
annars fram að sala rafbíla hér á
landi hafi aukist mikið og drægni
nýrra bíla vaxi ört. ON hafi einsett
sér að vera í fararbroddi uppbygg-
ingar innviða fyrir rafbíla, til að
þjóna stækkandi hópi rafbílaeig-
enda.
„Undanfarin fjögur ár hefur ON
byggt upp hlöður á höfuðborgar-
svæðinu og hringinn um landið. ON
er í forystu um uppbyggingu innviða
fyrir orkuskipti í samgöngum og því
má segja að ON hafi opnað hringinn
fyrir þá sem kjósa umhverfisvænsta
kostinn sem í boði er,“ segir Berg-
lind Rán Ólafsdóttir, framkvæmda-
stjóri ON, í tilkynningu frá fyrir-
tækinu.
Vígsla á hlöðunni við Geysi fór
fram að viðstöddum fulltrúum Blá-
skógabyggðar. Haft er eftir Ástu
Stefánsdóttur sveitarstjóra að mikil
ánægja sé með tilkomu hleðslutækis
fyrir rafbílana. Hlaðan muni nýtast
bæði ferðamönnum og íbúum Blá-
skógabyggðar.
Ljósmynd/Orka náttúrunnar
Rafbílar Frá vígslu hlöðunnar við Geysi í Haukadal á dögunum.
50 hlöður fyrir rafbíla
komnar víða um land
Bláa lónið afhenti fyrir skömmu
Krabbameinsfélaginu 2,6 milljónir
króna vegna þátttöku þess í árvekn-
isátakinu „Bleikur október“. Í því
fólst að 20% af söluandvirði Rejuve-
nating Lip Balm-varasalvans í októ-
bermánuði rann beint til átaksins.
Af þessu tilefni var varasalvinn
sérpakkaður í bleikar umbúðir og
seldur í verslunum Bláa lónsins í
Bláa lóninu, Laugavegi 15, Flugstöð
Leifs Eiríkssonar, Hreyfingu
Glæsibæ og í vefverslun fyrir-
tækisins.
„Við erum afar þakklát Bláa lón-
inu fyrir þennan rausnarlega styrk.
Krabbameinsfélagið reiðir sig á
stuðning fyrirtækja og einstaklinga
til að vinna að markmiðum félagsins
um að fækka þeim sem greinast með
krabbamein, draga úr dauðsföllum
af völdum krabbameina og auka lífs-
gæði þeirra sem greinast og lifa með
krabbamein og aðstandenda þeirra,“
er haft eftir Höllu Þorvaldsdóttur,
framkvæmdastjóra Krabbameins-
félagsins, í tilkynningu. „Velvild
styrktaraðila er grundvöllur þess að
félagið geti starfað og það er sér-
staklega ánægjulegt að stuðningur
Bláa lónsins eflist með ári hverju.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bláa lónið Viðskiptavinir voru dug-
legir að kaupa varasalva í október.
Bláa lónið
gaf 2,6
milljónir
Andvirði söfn-
unar í október