Morgunblaðið - 02.01.2019, Síða 25

Morgunblaðið - 02.01.2019, Síða 25
skömmustulegur yfir því að hafa ekki hlustað á ömmu og farið varlega. Þegar heim var komið tók amma vingjarnlega á móti mér, þerraði tárin, lét mig fá aðra köku, og ítrekaði beiðnina um að fara nú varlega á leiðinni. Seinni ferðin gekk mun betur og varð Alli afar þakklátur fyrir kveðjuna. Fyrir mér lýsir þetta litla atvik ömmu í hnotskurn. Þolinmæðinni og umhyggjunni við alla sem hún mætti á lífsleið- inni voru engin takmörk sett þó svo að maður ætti hana ekki allt- af skilið. Diddu ömmu verður alltaf saknað og margar af mínum bestu æskuminningum tengjast henni og fólkinu á Reykholti. Þó söknuðurinn sé stór, þá tel ég mig afskaplega lánsaman að hafa notið þeirra forréttinda að geta kallað þessa stórkostlegu konu ömmu mína. Þorsteinn Ólafsson. Háöldruð heiðurskona hefur kvatt og þökkin hlý yljar öldnum huga. Gömul og einstaklega góð kynni verða enn á ný sem ljóslif- andi í muna mér. Þau hjón Aðal- björg og Þorsteinn urðu mér undurkær, enda úrvalsmann- eskjur bæði tvö, samvalin hjón í hverju einu. En hún Aðalbjörg, eða Didda eins og okkur var tam- ast að kalla hana, rís hæst í huga mér í tveim bréfum og eru þó tæp tuttugu ár á milli bréfa og um alls óskyld efni. En efni þess- ara bréfa beggja urðu mér giftu- valdar hvort á sinn hátt og því eru þau nefnd hér, en bæði sýndu inn í gjöfulan huga hennar Diddu og gæði um leið. Ungur kennari var að stíga fyrstu skrefin að því að fara þá starfsbraut sem varði 18 ár og er enn eðlilega minn- isstæðasti hluti starfsævinnar. Ég hafði kvöldvökur fyrir eldri nemendurna með hjálp þeirra samkennara minna Ingvars Ing- ólfssonar og Elinborgar Gunn- arsdóttur og einu sinni fór ég anzi mikið fram úr mér og las þeim frumsamda draugasögu sem reyndar kom í ljós að var draumur og því ekki sem allir héldu meðan á lestri stóð. Við höfðum aðeins kertaljós kveikt í salnum og ég léði sögunni eins leikrænan blæ og mér var unnt. Ég fann að það var ærinn hrollur í nemendunum og þau fylgdu víst hvert öðru heim. En fjórum dög- um síðar fékk ég bréf frá henni Diddu sem þakkaði mér fyrir al- úð við kennsluna, en vék svo að sögunni, bað mig að gera slíkt aldrei aftur svo skelfingu lostnir sem sumir nemendurnir höfðu orðið og dreymt þetta aftur og aftur. Bréfið var þrungið þeirri alvöru, en jafnframt þeirri elsku- semi að betri lexíu hefi ég aldrei fengið og þökk til hennar Diddu er ævarandi, annað mál hversu tekist hefur að efna, en það var þó reynt. Seinna bréfið kom til mín árið sem ég skipti um starfs- vettvang og var setztur á hið háa Alþingi. Það bréf snerist um vanda austfirzkra barna sem voru þroskahömluð og þurftu að dvelja fjarri fjölskyldu vegna að- stöðuleysis heima fyrir. Spurn- ingin hennar Diddu var einföld: „Gætirðu flutt þingmál um heim- ili fyrir þroskahamlaða á Austur- landi er það kannski fram á of mikið farið?“, spurði sómakonan, „en nauðsynin er fyrir hendi“. Þeir sómamennirnir Karvel Pálmason og Vilhjálmur Hjálm- arson fluttu þetta þingmál með mér og við bættum heimili á Vestfjörðum við, en tillagan hlaut ekki náð hjá þeim sem hefðu þó átt að fagna þessu. En þetta var svo upphafið að Styrktarfélagi eystra og Vonar- land reis af grunni til fagnaðar- auka fyrir svo fjölmarga er þar áttu hlut að máli. Við Hanna sendum fólkinu hennar samúðarkveðjur. Blessuð sé minningin mæta um mann- kostakonuna Aðalbjörgu Magnúsdóttur. Helgi Seljan. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019 25 Smáauglýsingar Húsnæði óskast Íbúð með sérinngangi eða sérbýli óskast. Ábyrg reyklaus 4 manna fjölsk. óskar eftir húsnæði í Rvk eða nágr. Skilvísi, heiðarleiki, reglusemi, ekkert dýrahald. Vinsamlega sendið upplýs. á h34@simnet.is Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Verslun Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali Auk gullhringa eigum við m.a. titanium og tungstenpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og viðgerða- þjónusta. ERNA, Skipholti 3, s. 5520775, www.erna.is Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Handavinna með leiðb. kl. 9-16. Opin smíðastofa kl. 9-16. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16. Opið fyrir innipútt. Hádegis- matur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni, Allir vel- komnir. s: 535 2700. Boðinn Handavinnustofa opin frá kl. 9-15. Gjábakki Kl. 9, handavinna, kl. 13 Félagsvist. Gullsmári Myndlist kl. 9. Postulínsmálun kvennabridge kl 13. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, útvarpsleikfimi kl. 9.45 og hádegismatur kl. 11.30. Handavinna kl. 13 og eftirmiðdagskaffi kl. 14.30. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, morgunleik- fimi kl. 9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl. 10-12, upplestur kl. 11, bónusbíllinn kl. 14.40, heimildarmyndasýning kl. 16. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30-15.30. Allir vel- komnir. Síminn í Selinu er: 568 2586. Vantar þig fagmann? FINNA.is Færir þér fréttirnar mbl.is ✝ AðalsteinnSigursteinsson fæddist í gamla Brunnastaðaskól- anum á Vatns- leysuströnd 10. ágúst 1924. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Nesvöll- um 14. desember 2018. Foreldrar hans voru Steinvör Sím- onardóttir og Sigursteinn Bjarnason en leiðir þeirra skildu þegar Aðalsteinn var á öðru ári og ólst hann upp hjá móður sinni, móðurforeldrum og móðurbróður í Austurkoti í Brunnastaðahverfi ásamt yngri albróður, Guðbergi, sem er lát- inn. Á þeim tíma ólust einnig upp í Austurkoti þeir Óskar Guðmundsson og Ólafur Herj- ólfsson sem báðir eru látnir. Hálfsystkini Aðalsteins sam- alsteinn Gunnar, Sigríður Linda og Sunna Rós. 7) Steinþór, f. 1957. Maki Kolbrún Skúladótt- ir, f. 1960. Sonur Þorsteinn Rúnar. Langafabörnin eru tíu. Aðalsteinn fór snemma að vinna fyrir sér við ýmis tilfall- andi störf eins og þá tíðkaðist. Um tvítugsaldurinn vann hann í nokkur ár hjá Blikksmiðju Breiðfjörð í Reykjavík, að vinna við járnsmíði varð síðan ævi- starfið, lengst af við Vélsmiðju Björns Magnússonar í Keflavík við ketil- og plötusmíði og síðar í Skipasmíðastöð Njarðvíkur þar til heilsan gaf eftir og hann varð að hætta þeirri vinnu. Eftir að heim var komið tóku við önnur verkefni og þar undi hann sér best við blómin og gróðurinn í Sólhaga. Um miðjan áttunda áratug- inn byggðu þau Aðalsteinn og Sigríður sér hús í Brunna- staðahverfi sem þau nefndu Sól- haga og bjuggu þar það sem eftir var af þeirra búskapartíð. Sigríður lést árið 2011. Og litlu seinna fór Aðalsteinn á hjúkr- unarheimilið Nesvelli þar sem hann lést 14. desember 2018. Útförin fer fram í kyrrþey. feðra voru sjö og eru þrjú látin. Aðalsteinn hóf búskap ásamt eig- inkonu sinni, Sig- ríði Kristjáns- dóttur, fædd 18. október 1921, dáin 10. maí 2011, og bjuggu þau á loft- inu í Suðurkoti hjá foreldrum hennar og eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Jón Haukur, f. 1945, maki Jóna Harðardóttir, f. 1945. 2) Margrét Guðbjört, f. 1948, maki Pétur Einarsson, f. 1945, sonur Tómas Örn. 3) Steinþór, f. 1950, d. 1958. 4) Gróa Kristbjörg, f. 1952. Börn: Berglind, Jóhann Grétar og Jón Aðalsteinn. 5) Guðbergur Að- alsteinn, f. 1953. Maki Helga Jó- hannsdóttir, f. 1950, d. 2013. 6) Kristjana, f. 1955. Maki Helgi Kristjánsson, f. 1954. Börn: Að- Faðir minn var Vatnsleysu- strandarmaður í húð og hár, fæddur og uppalinn í Brunn- astaðahverfi á Vatnsleysuströnd og eignaðist þar sjö börn með móður minni, Sigríði Guðmundu Margréti Kristjánsdóttur. Sex af þessum Strandarbörnum eru enn á lífi og er ég eitt þeirra, bróðir minn, Steinþór, drukknaði í haf- inu stutt frá heimili okkar aðeins átta ára gamall og mín elsta minning er þegar hann kvaddi mig á hlaðinu við Suðurkot, hús afa og ömmu, með orðunum: „Ég finn eitthvað fallegt handa þér í fjörunni.“ Hann kom til baka liðið lík og við vorum leidd eitt af öðru inn í stofu til ömmu þar sem hann lá til þess að kyssa hann kveðju- koss. Yngsti bróðir minn lá í vöggu á efri hæðinni óskírður og var seinna skírður sama nafni. Ef þetta hefði gerst í dag hefði hver og einn einasti meðlimur fjölskyldu minnar notið áfalla- hjálpar en á þessum tíma var að- eins bitið á jaxlinn hvort sem maður var fimm ára eða áttatíu og fimm ára. Þessi atburður hafði meiri áhrif á föður minn en nokk- uð annað í hans lífi og þó svo það væri ekki öllum greinilegt bar hann þess merki alla tíð. Faðir minn var sterkur maður, bæði líkaminn og persónuleikinn, járnsmiður með sígarettu á bak- við eyrað og neistaflugið allt um kring þegar hann var að rafsjóða. Og hann naut þess að syngja með fallegu tenórröddinni sinni en ég passaði mig á því að steinþegja minnugur þess að ég var fullkom- lega laglaus að mati allra sem höfðu heyrt mig reyna slíkt. Fjölskyldan var stór og vann hann oft langt fram á kvöld við járnsmíðar. Þá stóðu iðulega ein- hver úr barnahópnum við glugga á efri hæðinni í Suðurkoti og biðu eftir því að sjá ljósin á Willys- jeppanum hans birtast. Sveim- hugar eins og ég þóttust jafnvel sjá glytta í glyrnur jeppans á Stapanum en aðrir raunsærri töldu ljósin fyrst sjást við vinkil- beygju sem var og er við afleggj- arann að Skipholti. Og þá lagði mamma fyrst kvöldmatinn á borð. Þegar við börnin hans uxum úr grasi voru það barnabörnin sem áttu hug hans ásamt móður minni. Þegar hún lést fyrir um það bil sjö árum síðan hrundu himnarnir yfir höfði hans. Eftir það var lífið aðeins biðtími. Nú er biðin á enda. Þakka þér, pabbi minn, fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Guðbergur. Elsku hjartans afi minn hefur kvatt okkur. Sá sem ég bjó hjá bernskuárin og ég hef alltaf litið upp til, elskað og dáð. Sá sem hef- ur aðstoðað mig alla tíð, hvatt mig áfram, hughreyst og faðmað, elsku besti afi minn sem kom mér í föðurstað. Þakklæti er mér efst í huga þegar ég skrifa þessi orð. Þakk- læti fyrir að afi og amma skyldu taka mér og mömmu opnum örm- um inn á sitt heimili þrátt fyrir að hafa alið upp sjö börn sjálf. Þakk- lát fyrir að hafa notið samveru- stunda með þeim fram á fullorð- insár. Afi og amma áttu alltaf nóg af hlýju, ást og umhyggju til að gefa þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í gegnum árin. Afi tók mjög fljótt ákvörðun um að gæta mín og vernda. Ein af mínum fyrstu minningum er þeg- ar ég kom heim úr skólanum sex ára gömul, frekar dauf í bragði. Afi skynjaði það og spurði hvort eitthvað væri að angra mig. Ég sagði honum að krakkarnir í skól- anum væru að spyrja mig af hverju ég ætti ekki pabba og ég gæti ekki svarað því. Þá sagði hann: „Elsku Berglind mín, ekki hafa áhyggjur, ég skal sinna öllu því sem pabbar sinna, því skal ég lofa.“ Frá þeim degi var ég örugg um að hann myndi koma mér í föðurstað. Ég áttaði mig betur á því á unglingsárunum af hverju afi átti auðvelt með að taka þessa ákvörðun. Hann gat sett sig í mín spor því hann ólst upp án föður síns og vissi að það gæti stundum verið sárt. Hann tók því ákvörðun að sinna þessu hlutverki fyrir mig af mikilli nærgætni og einlægni. Afi var lærður járnsmiður, stundaði sjómennsku af krafti með öðrum fjölskyldumeðlinum, laginn við bíla, sá um viðhald á heimilinu, las mikið og var afar fróður um næringu og mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og líkamlega heilsu. Garðrækt var eitt af hans helstu áhugamálum og var unun og eins konar frelsi þegar ég gekk um garðinn hjá afa og ömmu. Á sínum yngri árum stundaði afi box og var mjög stolt- ur af því. Þó að hann væri afar hlédrægur maður og sjaldan að hreykja sjálfum sér þá átti hann einstaka sinnum til að gorta af því að hafa verið öflugur í boxinu. Hann afi var sannarlega einstak- ur maður og fyrirmynd í alla staði. Þegar amma dó tók við mikil sorg hjá afa. Hann hafði hugsað um ömmu af mikilli alúð í hennar veikindum og átti erfitt með að kveðja. Honum fór fljótt að hraka enda saknaði hann ömmu mikið enda fyrsta og eina ástin hans og þau staðið þétt við bakið á hvort öðru í rúmlega 70 ár. Eftir að amma dó talaði afi oftar um drenginn sem þau misstu en Denni litli drukknaði aðeins 8 ára gamall. Það hafði áhrif á þau bæði til endaloka enda gríðarleg sorg sem fylgir því að missa barn. Á þessum tíma var engin áfallahjálp en þau leituð bæði í trúna og bæn- irnar sem amma talaði oft um. Það er sárt að kveðja fyrir- mynd sína sem í senn var afi og faðir þrátt fyrir háan aldur en minningarnar lifa um einstaklega fallegan og góðhjartaðan mann sem hvatti mig áfram í öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Hann á stóran þátt í því hver ég er í dag. Takk fyrir allt, elsku besti, afi ég mun sakna þín og nærveru þinnar en ég veit að nú dvelur þú hjá ömmu og fallega drengnum ykkar. Þín Berglind Kristjánsdóttir. Aðalsteinn Sigursteinsson Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.