Morgunblaðið - 02.01.2019, Side 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019
Hátíðarhljómar við áramót í Hallgrímskirkju
Glaðar Sigrún Svavarsdóttir og Salvör Nordal í Hallgrímskirkju.
Listvinir Una Steinsdóttir og Reynir Valbergs mættu á áramótatónleikana.
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Halda mætti að Gísli Jóhann Grét-
arsson hefði skyndilega sprottið
fram; fullskapað tónskáld og stjórn-
andi. Það hefur ekki farið mikið fyr-
ir Gísla á íslensku listasenunni en
hann hefur látið rækilega að sér
kveða á undanförnum árum eftir að
hafa menntað sig og starfað í Sví-
þjóð og Noregi.
Meðal nýlegra afreka Gísla má
nefna Plastóperuna sem hann samdi
í samvinnu við Árna Kristjánsson,
verkið „Tröppurnar í París“ sem
samið var fyrir Kristján Karl Braga-
son og Hafdísi Vigfúsdóttur; og kór-
verkið Voiceland sem kammerkór-
inn Hymnodia frumflutti á Óperu-
dögum fyrir skemmstu. Þá er Gísli
um þessar mundir að leggja loka-
hönd á verk fyrir sópran, píanó,
slagverk og dansara við ljóðið „Du
må ikke sove“ eftir Arnulf Øverland
og verður það flutt í skólum vítt og
breitt um Noreg. „Øverland er
nokkurs konar Steinn Steinarr
Norðmanna og þurfa öll skólabörn
að læra ljóðið hans utan að enda
boðskapurinn kröftugur og minnir á
að við megum ekki sofna á verðinum
gagnvart öllu því slæma sem gerist í
heiminum,“ útskýrir Gísli.
Í eðlisfræði til að
læra eitthvað hagnýtt
En áður en lengra er haldið er
ágætt að gera grein fyrir því hvar
Gísli hefur haldið sig og hvers vegna
það er fyrst núna, orðinn hálf-
fertugur, að hann þeysir fram á tón-
listarsenuna með látum. Sagan hefst
á Akureyri, þar sem Gísli byrjaði
ungur í gítarnámi og æfði handbolta
af kappi eins og flest öll börnin í
bænum. „Þetta var gullöld KA,“ út-
skýrir hann. „Svo þegar kom að því
að fara í menntaskóla afréð ég að
klára bæði við eðlisfræðibraut og
tónlistarbraut hjá MA, sem er nokk-
uð sem ég mæli ekki með að nokkur
maður geri,“ segir Gísli, sem lauk
burtfararprófi í gítarleik sama ár og
hann útskrifaðist úr menntaskóla.
„Ég ætlaði mér alltaf að halda áfram
með sama hætti, og hugnaðist að
vera samtímis í námi í tónlist hjá
LHÍ og verkfræðinámi við HÍ, en
einhver við Listaháskólann sagði
mér að það myndi ekki ganga og
væri allt of mikil vinna – svo úr varð
að ég valdi Háskóla Íslands frekar
og útskrifaðist á endanum með
gráðu í eðlisfræði. Fólkið í kringum
mig hafði jú brýnt fyrir mér að það
væri gáfulegast að læra eitthvað
hagnýtt.“
Nema hvað, að þegar liðið var á
námið rann upp fyrir Gísla að köllun
hans væri í tónlistinni. „Ég tók alla
kúrsa í eðlisfræði sem í boði voru en
komst svo að því að þetta svið væri
einfaldlega ekki fyrir mig.“
Í gegnum frænda sinn, Eyþór
Inga Jónsson organista á Akureyri,
hafði Gísli heyrt góða hluti um LTU,
Tækniháskólann í Luleå í Svíþjóð,
og sækir þar um að komast nám í
tónsmíðum. „Er skondið að segja frá
því að LTU vildi ekki líta við eðl-
isfræðigráðunni minni en tók mig
inn vegna stúdentsprófsins,“ út-
skýrir Gísli. Þegar hér er komið
sögu er væntanlega farið að renna
upp fyrir lesendum að Gísli á ekki í
neinum vandræðum með nám. Hann
gerði sér lítið fyrir og lauk 50% fleiri
einingum en hann þurfti á hverri
önn og kláraði á undraskömmum
tíma bæði bachelor- og mast-
ersgráðu. „Eftir því sem náminu
vatt fram rann það betur upp fyrir
mér að það var tónlistin sem hafði
haldið mér á lífi í eðlisfræðinni, enda
hafði ég verið á kafi í kórastarfi og
öðrum tónlistarverkefnum á
meðan,“ segir Gísli.
Hættulega þægilegt
starf á þjóðlagasetri
Gísli útskrifaðist frá LTU árið
2012 og var í framhaldinu ráðinn til
að stýra þjóðlagasetri í Noregi. „Ég
einfaldlega sá starfið auglýst og
þótti skemmtilega „absúrd“ að ég
skyldi vera ráðinn enda sænsku-
mælandi Íslendingur með sáralítið
vit á norskum þjóðlögum. Það var
samt óneitanlega mikið happ að fá
þetta starf strax að náminu loknu og
að hafa fastar tekjur. Ég notaði
tækifærið til að ljúka ýmsum verk-
efnum sem ég hafði byrjað á í há-
skólanum en uppgötva síðan árið
2014 að ég átti ekkert eftir til að
stússast í. Um þetta leyti rennur
upp fyrir mér að það öryggi sem
fylgir reglulegum tekjum getur ver-
ið hættulega þægilegt og valdið því
að maður fer að skapa minna. Ég af-
réð því að hætta hjá þjóðlagasetr-
inu, byrja að vinna meira sjálfstætt
og einbeita mér að tónsmíðum og út-
setningum svo ég myndi ekki festast
í þægilegheitunum.“
Það var ástin – en ekki hvað – sem
síðan leiddi Gísla heim til Íslands.
Hann kynntist íslenskri konu í út-
landinu og í janúar á þessu ári snéri
Gísli aftur til fósturjarðarinnar eftir
um það bil ellefu ára fjarveru. Eins
og venjulega er Gísli með mörg járn
í eldinum: hann er í 75% starfi sem
deildarstjóri tónfræðideildar Tón-
listarskóla í Reykjanesbæ, er stjórn-
andi Árnesingakórsins í Reykjavík
og Jórukórsins á Selfossi, og hefur í
nógu að snúast við tónsmíðar.
Vilja ný verk því allt
þetta gamla er á Spotify
Ef til vill má rekja aukinn áhuga á nýjum verkum til þess
að allir hafa aðgang að ótæmandi safni tónlistar á netinu
Gísli Jóhann Grétarsson gerði góða hluti erlendis en
kemur núna eins og stormsveipur inn í íslenskt tónlistarlíf
Einnota „Í Noregi eru tónskáld farin að reka sig á alveg nýtt vandamál:
að þó svo að mikið sé af peningum til að kaupa ný verk þá virðist minna
úr að spila þegar kemur að því að flytja verkin aftur,“ segir Gísli.