Morgunblaðið - 02.01.2019, Síða 31
» Hátíðarhljómar við áramótvar yfirskrift áramótatón-
leika sem Listvinafélag Hall-
grímskirkju stóð fyrir í 26. sinn
í ár. Að vanda var leikin hátíð-
artónlist fyrir tvo trompeta og
orgel, en á efnisskránni voru
verk eftir Albinoni og Bach.
Flytjendur voru trompetleik-
ararnir Baldvin Oddsson og
Jóhann Nardeau og orgel-
leikarinn Björn Steinar Sól-
bergsson.
í 26. sinn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sæt saman Markús Már og Eydís Ýr á áramótatónleikunum.
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 2019
Elly (Stóra sviðið)
Fös 4/1 kl. 20:00 186. s Sun 13/1 kl. 20:00 189. s Sun 20/1 kl. 20:00 192. s
Lau 5/1 kl. 20:00 187. s Fös 18/1 kl. 20:00 190. s Fim 24/1 kl. 20:00 193. s
Lau 12/1 kl. 20:00 188. s Lau 19/1 kl. 20:00 191. s
Stjarna er fædd.
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Fim 3/1 kl. 20:00 2. s Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s
Sun 6/1 kl. 20:00 3. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s
Ég, tveggja stafa heimsveldi
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Fös 4/1 kl. 20:00 26. s Fös 18/1 kl. 20:00 27. s Fim 24/1 kl. 20:00 28. s
Gleðileikur um depurð.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 4/1 kl. 20:00 aukas. Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 2/2 kl. 20:00 27. s
Lau 5/1 kl. 20:00 aukas. Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s
Sun 6/1 kl. 20:00 15. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s
Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Lau 26/1 kl. 20:00 25. s
Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 1/2 kl. 20:00 26. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Núna 2019 (Litla sviðið)
Fös 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 12/1 kl. 17:00 2. s Sun 13/1 kl. 17:00 3. s
Núna er ekki á morgun, það er NÚNA
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 5/1 kl. 20:00 1. s Fim 17/1 kl. 20:00 3. s Fös 25/1 kl. 20:00 5. s
Sun 6/1 kl. 20:00 2. s Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Lau 26/1 kl. 20:00 6. s
Sannar en lygilegar sögur!
Ég dey (Nýja sviðið)
Fim 10/1 kl. 20:00 Frums. Mið 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 24/1 kl. 20:00 5. s
Sun 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s
Trúir þú á líf fyrir dauðann?
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s
Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s
Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s
Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s
Lífið er ekki nógu ávanabindandi
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 6/1 kl. 13:00 28.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn
Sun 6/1 kl. 16:00 29.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn
Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn
Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn
Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas.
Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn
Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka
Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka
Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka
Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Lau 5/1 kl. 19:30 4.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn
Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 1/2 kl. 19:30
Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn
Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn
Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn
Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Lau 16/3 kl. 15:00 15.sýn
Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn
Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Fly Me To The Moon (Kassinn)
Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn
Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti
Velkomin heim (Kassinn)
Fös 1/2 kl. 19:30 Lau 9/2 kl. 19:30 Fös 15/2 kl. 19:30
Lau 2/2 kl. 19:30 Sun 10/2 kl. 19:30
Insomnia (Kassinn)
Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn
Brandarinn sem aldrei deyr
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Sun 6/1 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00
Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fös 11/1 kl. 20:00 Lau 12/1 kl. 20:00 Fim 17/1 kl. 20:00
Fös 11/1 kl. 22:30 Lau 12/1 kl. 22:30 Fös 25/1 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
Vantar þig pípara?
FINNA.is
Það er ekki á hverjum degi sem nýjar íslenskar óperur líta dagsins
ljós, og hvað þá heldur íslenskar barnaóperur. Plastópera Gísla, við
líbrettó Árna Kristjánssonar, var frumsýnd á Óperudögum 2018 og
vakti verðskuldaða athygli. Verkið segir frá dóttur sem reynir að ná
athygli föður síns á meðan hann glímir við að semja skýrslu um plast-
mengun. Gísli segir að upphaflega hafi verið stefnt að því að óperan
fjallaði um umhverfismál en þegar verkið fór að taka á sig mynd kom
í ljós að það dró líka upp áhugaverða mynd af samskiptum foreldra og
barna.
Að sögn Gísla er það töluverð áskorun að semja óperu fyrir börn,
enda þarf verkið að vera nægilega aðgengilegt til að yngstu hlustend-
urnir geti notið þess, en um leið vera áhugaverð á að hlýða fyrir for-
eldrana sem fylgja börnunum á sýningarnar. „Svona verk eru líka
skemmtilegt tækifæri til að kynna börnin fyrir mismunandi tónlistar-
stílum og er t.d. í Plastóperunni aría í anda Rossini og önnur sem
minnir á Puccini, blandað saman við nútímalega tónmálið sem börnin
þekkja kannski hvað best.“
Gísli segir óperur líka kjörinn miðil fyrir ádeilur og góðan boðskap,
og hann minnir á að lengi var bannað að flytja Brúðkaup Fígarós í
Austurríki enda var ópera Mozarts skörp ádeila á yfirstéttina.
„Óperuverk eru ekki endilega betri eða verri eftir því hvort þeim er
einfaldlega ætlað að gleðja og kæta, eða miðla áríðandi boðskap, en ef
á að verja einhvern málstað þá er vandfundið betra vopn en lagstúfur
sem fólk heldur áfram að syngja löngu eftir að sýningunni er lokið.“
Leitun að öflugra vopni
en grípandi lagstúfi
Gísli segir það mikla upplifun að
sjá hvernig menningarlífið á Íslandi
hefur sprungið út á meðan hann var
í burtu. „Það er ótrúlegt hve miikið
er um að vera og margt að gerast.
Að vísu hafa Norðmennirnir það
fram yfir Íslendinga að meira virðist
til af peningum til að borga fyrir
hlutina.“
Alla langar að panta verk
Meðal þess sem hefur breyst
þann tíma sem Gísli var fjarverandi
er að mun algengara virðist að tón-
listarfólk og menningarhátíðir panti
ný verk hjá tónskáldum. Plastóper-
an var samin fyrir Óperudaga, sem
sóttust gagngert eftir því að geta
frumflutt nýja íslenska barnaóperu,
og eins og fyrr var getið var verkið
um „Tröppurnar í París“ pantað af
íslenskum flytjendum og myndaði
hluta af tónleikaröð Félags íslenskra
tónlistarmanna í Norræna húsinu.
Aðspurður hvað gæti skýrt þenn-
an mikla áhuga á að panta ný verk
segir Gísli að mögulega sé ástæðan
sú hvað íslenskir tónleika- og óperu-
gestir eru duglegir neytendur tón-
listar. „Raunin er að í dag getur fólk
fundið hvaða verk sem er, flutt nán-
ast af hverjum sem er, á YouTube
og Spotify. Þegar svo er komið fer
tónlistarunnendur að langa að heyra
eitthvað alveg nýtt,“ útskýrir Gísli
og bætir við að svo virðist sem að
allstór hluti landsmanna hafi þróað
með sér smekk fyrir meira krefjandi
verkum. „Þetta sást t.d. á nýlegum
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar-
innar þar sem húsfyllir hlustaði á
Shostakovitsj, sem óhætt er að segja
að hafi samið minna aðgengileg
verk.“
Þá gæti skýringin líka verið sú að
það þyki einfaldlega eftirsóknarvert
að hafa átt þátt í að skapa nýtt verk,
og óneitanlega meira í það varið ef
að t.d. tónlistarhátíð verður til þess
að nýtt verk bætist við tónlistarflór-
una. „Í Noregi eru tónskáld samt
farin að reka sig á alveg nýtt vanda-
mál: að þó svo að mikið sé af pen-
ingum til að kaupa ný verk þá virðist
minna úr að spila þegar kemur að
því að flytja verkin aftur. Heill
haugur af nýjum verkum hefur kom-
ið út undanfarin misseri og ár en
þau eru mörg hver aðeins flutt einu
sinni. Virðist eins og það sé hag-
kvæmara fyrir kóra og tónlist-
arhópa að panta nýtt verk en að
endurflytja nýleg verk, og veldur
þetta því að margar góðar tón-
smíðar fá ekki að njóta sín eins og
þær ættu að gera.“Morgunblaðið/Hari