Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 03.01.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 Veður víða um heim 2.1., kl. 18.00 Reykjavík 7 skýjað Hólar í Dýrafirði 8 alskýjað Akureyri 8 alskýjað Egilsstaðir 4 léttskýjað Vatnsskarðshólar 7 súld Nuuk -3 skýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 0 heiðskírt Kaupmannahöfn 1 heiðskírt Stokkhólmur -3 heiðskírt Helsinki -6 heiðskírt Lúxemborg 2 skýjað Brussel 5 heiðskírt Dublin 6 skýjað Glasgow -3 heiðskírt London 5 skúrir París 6 alskýjað Amsterdam 6 léttskýjað Hamborg 3 léttskýjað Berlín 2 snjóél Vín 2 snjóél Moskva -3 snjókoma Algarve 17 heiðskírt Madríd 13 heiðskírt Barcelona 11 heiðskírt Mallorca 18 heiðskírt Róm 10 léttskýjað Aþena 6 léttskýjað Winnipeg -15 snjókoma Montreal -15 skýjað New York 2 heiðskírt Chicago 0 snjókoma Orlando 23 alskýjað  3. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:18 15:48 ÍSAFJÖRÐUR 11:59 15:16 SIGLUFJÖRÐUR 11:43 14:58 DJÚPIVOGUR 10:55 15:09 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á föstudag Sunnan og suðvestan 5-13 og dálítil rigning eða súld, úrkomulítið á N- og A-landi. Á laugardag Sunnan 10-15 og víða rigning, en vest- lægari síðdegis og snjókoma eða él. Kólnandi. Hægur vindur austantil á landinu, lengst af suðvestan 8-15 m/s. Rigning eða súld með köflum og hiti 4 til 10 stig, en þurrt norðaustan- og austanlands. Lægir í kvöld. Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Aðeins einu sinni hafa fleiri ein- staklingar fengið úrskurðaða 75% örorku en árið 2018, en það var fyrir tveimur árum, 2016. Sé örorka metin 75% eða meiri er greiddur fullur örorkulífeyrir mánaðarlega, sem fer eftir tekjum og lengd búsetutíma á Íslandi. Alls fengu 1.619 einstaklingar úrskurðaða 75% örorku á árinu sem leið og hækkar þessi tala um 118 frá árinu 2017 þegar alls 1.501 einstaklingar fengu úrskurðaða 75% örorku. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Tryggingastofnun sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Hlutfallslega færri öryrkjar Eins og sjá má af grafinu til hliðar hefur nýgengi örorku aukist jafnt og þétt sl. nokkur ár og hef- ur raunar gert það lengra aftur í tímann, samkvæmt eldri tölum. Í samtali við Morgunblaðið segir Margrét Jónsdóttir hjá Trygg- ingastofnun (TR) þessar tölur þó ekki segja alla söguna þar sem hlutfall öryrkja af Íslendingum á aldrinum 18-66 ára hafi lækkað úr 8,2% árið 2017 í 8,1% árið 2018. Samt sem áður má tala um nokkuð stöðuga fjölgun Íslendinga í hópi öryrkja en sem dæmi töldu öryrkjar um 7% af fjölda Íslend- inga á sama aldursbili árið 2009. Spurð um þetta segir Margrét nú einfaldlega vera fleiri umsóknir um örorku en það sem áður var og nefnir að úrskurðir um örorku vegna geðraskana hafi aukist á seinustu árum, en sem dæmi voru þeir alls 501 á seinasta ári. Fleiri eru í virkni Margrét segir þó jákvætt að nú séu fleiri sem nýti sér endurhæf- ingarrúrræði heldur en áður. Hún nefnir að árið 2018 hafi fleiri verið með endurhæfingarlífeyri heldur en nokkru sinni fyrr, og það sé já- kvætt í ljósi þess að fleiri séu því í virkni. Hún telur að vinna TR við að beina fólki frekar í endurhæfing- arúrræði heldur en beint á ör- orkubætur hafi valdið því að þrátt fyrir að öryrkjum hafi fjölgað á síðustu árum hafi nú hægt á fjölg- uninni, en eins og áður segir voru 8,1% Íslendinga öryrkjar árið 2018 en 8,2% árið 2017. „Flestir sem nú eru á örorku- bótum hafa farið í gegnum ein- hvers konar endurhæfingarferli,“ segir Margrét og bendir á að ein- ungis þeir sem eru með alvarleg- ustu sjúkdómana fari á örorkubæt- ur. Sem fyrr er hlutur kvenna stærri en karla í hópi öryrkja, en sem dæmi voru 10,2% kvenna á Ís- landi öryrkjar í desember 2018, en 6,1% karla og er það svipað og verið hefur seinustu ár. Margrét segir að ekki liggi fyrir rannsóknir eða greiningar á því hvers vegna kynjaskipting er með þessu hætti. Morgunblaðið/Valli Landinn 8,1% landsmanna eru öryrkjar, samkvæmt nýjustu tölum. Hægði á fjölgun öryrkja í fyrra  Aðeins einu sinni hafa nýir öryrkjar verið fleiri en 2018 Nýgengi örorku* 2009 til 2018 2.000 1.500 1.000 500 0 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Tryggingastofnun 1.525 1.243 1.162 1.272 1.254 1.233 1.469 1.790 1.501 1.619 * Fjöldi einstaklinga sem úrskurðaðir eru með 75% örorku Öryrkjar á Íslandi » Flestir sem fengu úr- skurðaða 75% örorku í fyrra þjáðust af geðröskun og næst- flestir af stoðkerfissjúkdóm- um. » 729 örorkulífeyrisþegar fóru í fyrra yfir á ellilífeyri og 181 í hópnum lést. » 18.220 fengu greiðslu vegna örorkulífeyris í desember. Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ungmenni á aldrinum 13-19 ára sem vinna mikið með skóla eru líklegri til að finna stundum eða oft fyrir til- teknum tegundum stoðkerfisverkja, þ.e. verkjum í vöðvum og liðum, í hálsi og herðum og í baki auk vöðva- bólgu, en þeir sem ekki vinna með skóla. Þetta er meðal þess sem fram kemur í rannsókn Margrétar Ein- arsdóttur, ný- doktors í félags- fræði við Háskóla Íslands, en niður- stöðurnar eru hluti nýdoktors- rannsóknar henn- ar. Stoðkerfis- verkir á unglings- árum geta verið fyrirboði stoð- kerfisvandamála á fullorðinsárum og eru meðal algengra orsakaþátta örorku, sérstaklega meðal kvenna. „Ég skoðaði þetta aðeins í dokt- orsritgerðinni minni og er nú að fá sömu niðurstöður. Það styrkir fyrri niðurstöðuna, en sú rannsókn var lögð fyrir rétt fyrir hrun,“ segir Mar- grét, en niðurstaðan verður kynnt á líf- og heilbrigðisvísindaráðstefnu Heilbrigðisvísindasviðs HÍ sem fram fer í dag og á morgun. „Í millitíðinni hafa orðið breyt- ingar á vinnumarkaði og breytingar á því hvað þau vinna við, þessir krakk- ar, og niðurstaðan bendir til þess að þessi tengsl séu nokkuð stöðug,“ seg- ir hún. „Það sem niðurstaðan leiðir einnig í ljós er að það er þörf á frekari rannsóknum, þ.e.a.s. það þarf að kanna betur hvað skýrir þessi tengsl,“ segir hún. Rúm 50% unnu með skóla Í rannsókn Margrétar kom fram að 51,3% svarenda unnu með skóla veturinn 2017-2018 og hlutfall þeirra sem unnu í meira en tólf klukku- stundir á viku að jafnaði var 40,6%. Þrír fjórðu voru í fastri vinnu en fjórðungur vann af og til. 80,1% svar- enda var í vinnu sumarið 2017. Mar- grét segir að til að byrja með sé t.d. blaðburður algeng atvinna hjá strákum og barnapössun hjá stelpum þótt dregið hafi úr þessu, en síðar starfi ungmenni t.d. á veitingahúsum, skyndibitastöðum og í stórmörk- uðum. Tæplega fimmtungur svar- enda vann við fleira en eitt starf með skóla og verslunarstarf var algeng- asta aðalstarfið, eða í 42,7% tilvika. Tæpur þriðjungur svarenda hafði fengið vinnuverndarfræðslu í skóla og 14,6% þeirra sem unnu með skóla fengið öryggisþjálfun í vinnu sinni. Um 40% ungmennanna báru kennsl á einhverja slysaógn í aðal- vinnunni með skóla, 25,9% eina teg- und og 14,9% tvær eða fleiri tegundir. Sjötta hvert ungmenni hafði lent í vinnuslysi samkvæmt rannsókninni og 7,4% þeirra voru svo alvarleg að ungmennið var frá vinnu lengur en í eina viku. Þörf fyrir fræðslu og þjálfun Af niðurstöðunni eru dregnar þær ályktanir að bæta þurfi vinnuað- stæður íslenskra ungmenna þannig að þær ýti ekki undir stoðkerfisverki og sérstaklega þurfi að huga að vinnuaðstæðum stúlkna og þáttum sem ýti undir bakverki. Margrét seg- ir að margt megi gera til að bæta úr, t.d. þurfi að bæta fræðslu og þjálfun. „Niðurstöðurnar sýna að bakverkir tengjast mikilli vinnu, bæði hjá stelp- um og strákum. Það er mjög auðvelt að koma í veg fyrir álag á bak í vinnu, t.d. með því að kenna vinnustellingar og vera með hjálpartæki þannig að fólk sé ekki að lyfta og bera þunga hluti. Þetta kostar lítið sem ekkert. Rannsóknir mínar sýna líka að það vanti meiri fræðslu og meiri þjálfun. Atvinnurekendur bera mikla ábyrgð á því að starfsfólk þeirra komi heilt heim, en við sem samfélag berum líka mikla ábyrgð á ungu fólki. Við viljum ekki að börnin okkar tapi heilsunni í vinnu,“ segir hún. „Við viljum ekki að börnin okkar tapi heilsunni“  Ný rannsókn varpar ljósi á tengsl vinnu með skóla og stoðkerfisverkja Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vinna Rúm 50% svarenda unnu með skóla síðasta vetur. Margrét Einarsdóttir Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 NÝR BÆ KLINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.