Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 10

Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Plokk er að mestu voríþrótt en tíðin hefur að undanförnu verið mjög góð og því er mikill gangur í mönnum og margir að tína rusl,“ segir Einar Bárðarson, stofnandi Facebook- hópsins Plokk á Íslandi. Víða má nú á opnum svæðum sjá rusl eftir nýliðin áramót, s.s. umbúð- ir af skoteldum og skottertum, og hvetur meðal annars Reykjavíkur- borg íbúa til að taka til hendinni í sínu nánasta umhverfi. Starfsmenn hverfastöðvanna verða á ferðinni í einhverja daga og sjá þeir um að hirða skoteldarusl á þeim svæðum sem auglýst voru sérstaklega sem skotsvæði í borgarlandinu. Þeir munu hins vegar ekki fara inn í íbúðagötur eða á einkalóðir. „Mikil- vægt er að allir leggist á eitt og íbúar hreinsi upp sjálfir leifar af skoteld- um í sínu nánasta umhverfi,“ segir í tilkynningu sem birt er á heimasíðu Reykjavíkurborgar. Óskiljanlegt viðhorf hjá fólki Á áðurnefndri síðu plokkara er að finna ljósmyndir sem sýna afrakstur plokkferða fólks og eru margir plokkarar að fylla fjölmarga stóra ruslapoka af drasli eftir eina ferð. „Það er í raun óskiljanlegt að fólki finnist eðlilegt að skilja þetta drasl eftir á víðavangi. Skoteldarusl fýkur vanalega ekki, því það safnar svo miklum raka, svo það fer ekki úr augsýn. En það er auðvitað ekkert betra að láta þetta fjúka,“ segir Ein- ar og bendir á að skoteldarusl þurfi sérmeðferð og því má t.a.m. ekki henda skoteldatertum í tunnur fyrir pappír og pappa. Samkvæmt upplýsingum frá Sorpu eiga leifar skotelda að fara í gám fyrir blandaðan úrgang á endurvinnslustöð. Ónotaðir skot- eldar og skottertur flokkast aftur á móti sem spilliefni og fara í tilheyr- andi spilliefnagáma, en ekki í ruslið. Þá eiga stjörnuljós að fá sömu með- höndlun og aðrir málmar. Nánari upplýsingar um flokkun á jólarusli, allt frá mandarínukössum yfir í jóla- seríur og lítt eftirsóttar jólagjafir, má finna á heimasíðu Sorpu. Stór plokkdagur í apríl Dagur jarðar verður haldinn 22. apríl næstkomandi og í fyrra stóðu plokkarar fyrir hreinsunarátaki á þeim degi. Í ár segir Einar stefnt að því að halda eins konar plokkdag jarðar þann 25. apríl, á sumardaginn fyrsta. „Þá ætlum við að halda stór- an plokkdag, það veitir ekkert af slíku. Sorpblinda er hættulegur sjúkdómur sem þarf að fá meiri at- hygli í sínu ráðuneyti,“ segir hann. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í plokkdeginum stóra í apríl geta fundið nánari upplýsingar um þann viðburð á Facebook-síðunni „Plokk á Íslandi“. Fólk verður sjálft að koma leifum skotelda í tunnuna  Plokkarar hafa verið iðnir við tínslu undanfarið  Borgin hreinsar ekki hverfin Morgunblaðið/Hari Sóðaskapur Á Eskitorgi í Hlíðahverfi má sjá stóran haug skotelda og eiga kaupendur þeirra að sjá um förgun. „Á heildina litið var salan eitthvað minni nú en í fyrra. En þetta er svo sem ekkert öðruvísi sveifla en við höfum áður séð; sala fer upp hjá einni sveit en niður hjá ann- arri,“ segir Jón Svanberg Hjart- arson, framkvæmdastjóri Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, og vísar í máli sínu til sölu skotelda fyr- ir nýliðin áramót. Landsmenn munu áfram geta keypt skotelda um helgina fyrir þrettándann. „Hann gefur auðvitað vel líka en ekkert í líkingu við hitt,“ segir Jón. Björgunarsveitirnar buðu nú í fyrsta skipti upp á nýjan valkost um áramótin; svokallað rótarskot sem gefur af sér tré sem plantað er með stuðningi Skógræktarfélags Íslands. Jón segir 15.000 gjafaöskjur með rótarskoti hafa verið búnar til fyrir áramótin og seldust þær vel. „Það var mjög vel tekið í þetta, í raun mun betur en ég átti fyrst von á. Við létum búa til 15.000 umslög með táknrænu tré í og fóru þau næstum öll af lagernum okkar. Við höfum samt ekki fengið endanlega sölutölu, en það seldust mörg þús- und rótarskot,“ segir hann. Þá eru um 10 manns sagðir hafa leitað á slysadeild eftir skotelda- óhapp um áramótin, en að sögn Jóns var ekki tilkynnt neitt alvarlegt flug- eldaslys. khj@mbl.is Mörg rótar- skot seldust um áramót Jón Svanberg Hjartarson  Aðeins minni skot- eldasala í ár en í fyrra Lögreglan hefur tekið skýrslu af ökumanni jeppans sem fór í gegn- um vegrið á brúnni á Núpsvötnum á milli og jóla og nýárs með þeim afleiðingum að tvær konur og ungt barn létust. Áður hafði verið tekin skýrsla af farþeganum sem lifði en hann er bróðir ökumannsins. „Það tókst ekki í fyrstu tilraun að tala við ökumanninn,“ sagði Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn lögregl- unnar á Suðurlandi. Oddur segir það ekki tímabært að segja til um hvernig framburður ökumannsins var eða hvað kom fram í honum. „Það er svo sem bara innlegg í rannsóknina.“ Ástand ökumannsins er talið vera stöðugt. Fregnir sem mbl.is bárust herma að ökumaðurinn sé ekki á gjörgæsludeild heldur sé kominn á legudeild heila-, tauga- og bækl- unarskurðdeildar. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Eiginkonur bræðranna létust í slysinu sem og 11 mánaða gömul stúlka. Þá slösuðust tvö börn, sjö ára og níu ára. Skýrsla hefur verið tekin af ökumanni  „Innlegg í rannsóknina“ segir lögregla Str. 38-58 Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna ÚTSALAN ER HAFIN 30-50% afsláttur af öllum útsöluvörum 30-50%afsláttur ÚTSALA Ein sú magnaðasta Jakkaföt Stakir jakkar Kakí- og flauelsbuxur Stakar buxur Skyrtur Frakkar Yfirhafnir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.