Morgunblaðið - 03.01.2019, Page 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
Ánýju ári er algengt aðfólk setji sér markmið ogoft tengjast þessi mark-mið heilsu og líðan – þ.e.
áætlun um að bæta heilsu sína.
Regluleg hreyfing er einn af mikil-
vægustu áhrifaþáttum heilbrigðis
og með því að stunda hreyfingu
sem hentar er bæði hægt að koma
draga úr líkum á vissum sjúkdóm-
um. Einnig er hægt að stemma
stigu við áframhaldandi þróun
sjúkdóma eða sjúkdómseinkenna.
Lífsstílssjúkdómar
valda flestum dauðsföllum
Talað hefur verið um faraldur
lífsstílssjúkdóma á Vesturlöndum
en slíkir sjúkdómar valda nú þegar
86% allra dauðsfalla í Evrópu.
Hreyfingarleysi er einmitt einn
af áhættuþáttum algengra sjúk-
dóma. Því er hreyfingin nauðsyn-
leg sem meðferð eða hluti með-
ferðar við þessum sjúkdómum.
Þróaðar hafa verið ýmsar aðferðir
til að beita hreyfingu sem meðferð
hjá þeim sem á því þurfa að halda.
Er hreyfiseðillinn eitt af þeim
meðferðarúrræðum sem heilbrigð-
isstarfsmenn nota til að meðhöndla
hina ýmsu sjúkdóma.
Takast á við
bætt heilbrigði og líðan
Frá því um áramótin 2016-2017
hefur hreyfiseðill verið í boði á öll-
um heilbrigðisstofnunum landsins
og á nánast öllum heilsugæslum á
höfuðborgarsvæðinu.
Ef heilbrigðisstarfsmaður telur
að hreyfing ætti að vera hluti af
meðferð við sjúkdómsástandi þá er
hreyfiseðill eitt af þeim úrræðum
sem einstaklingurinn ætti að nýta,
til að bæta heilbrigði sitt og líðan.
Heilbrigðisstarfsmaðurinn skrifar
út hreyfiseðil og bókar viðtalstíma
hjá hreyfistjóra, sem er sjúkra-
þjálfari og starfar á heilsugæsl-
unni.
Í þessu viðtali er farið yfir
ástand einstaklingsins og bæði
möguleikar og geta til hreyfingar
metin og rædd í sameiningu. Í
flestum tilfellum er framkvæmt 6
mínútna göngupróf. Einnig setur
einstaklingurinn sér markmið og
hreyfiáætlun er útbúin, yfirleitt til
þriggja eða sex mánaða.
Hreyfiáætlunin byggist á áhuga,
getu og bestu þekkingu um magn,
ákefð og tímalengd þeirrar hreyf-
ingar sem mælt er með sem með-
ferð við einkennum og/eða sjúk-
dómi viðkomandi. Sem dæmi má
nefna að ráðlögð hreyfing við til
dæmis þunglyndi er alls ekki sú
sama og fyrir einstaklinga með
hækkaðan blóðþrýsting.
Viðkomandi skráir síðan hreyf-
ingu sína rafrænt, en einnig er
hægt að hringja í ákveðið síma-
númer og þá skráist hreyfingin
inn á hreyfiáætlun einstaklings-
ins. Með þessu fyrirkomulagi á
skráningu hreyfingarinnar gefst
tækifæri til að fylgjast með
hvernig gengur miðað við mark-
miðin sem sett voru. Hreyfi-
stjórinn fylgist þannig með fram-
vindu og gangi mála, veitir aðhald
og hvatningu með símtölum og
tölvupóstum.
Lífsstíll skapar sjúkdóma
Við lok meðferðar tekur hreyfi-
stjóri saman greinargerð þar sem
lagt er mat á árangur meðferðar-
innar og greinargerðinni er komið
til annarra meðferðaraðila. Hver
ávísun hreyfiseðils getur varað í
allt að eitt ár en auðvitað er hægt
að fá hreyfiseðil úthlutaðan oftar
en einu sinni. Við hvetjum þig
sem ert að glíma við sjúkdóms-
ástand þar sem regluleg hreyfing
getur haft umtalsverð áhrif að
ræða við þinn lækni, hjúkrunar-
fræðing, sálfræðing eða sjúkra-
þjálfara um möguleika hreyfiseðils
fyrir þig. Dæmi um slíkt sjúk-
dómsástand er hár blóðþrýstingur,
fullorðinssykursýki, ofþyngd, lang-
vinnir verkir, depurð, kvíði og
streita.
Ábyrgð á heilsu með eigin atorku
Morgunblaðið/Ásdís
Sundlaug Að vera í vatni skapar vellíðan og sundtökin eru góð alhliða hreyfing sem reynir á flesta vöðva líkamans.
Hreyfing Misjafnt er hvað hverjum og einum hentar þegar kemur að því að stunda útivist og hreyfingu. Sumir vilja
hjóla en aðrir kjósa að hlaupa. Hér mætast rauður og gulur á Seltjarnarnesinu, en hvert leiðin liggur er óljóst.
Heilsuráð
Auður Ólafsdóttir
verkefnisstjóri Hreyfiseðils
í þróunarmiðstöð íslenskrar
heilsugæslu
Unnið í samstarfi við Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Sara Rós Jakobsdóttir, dansari úr
Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar, er
íþróttakona Hafnarfjarðar 2018 og
Axel Bóasson, kylfingur frá Golf-
klúbbnum Keili, íþróttakarl Hafnar-
fjarðar. Afrekslið Hafnarfjarðar 2018
er meistaraflokkur karla og kvenna í
frjálsum íþróttum hjá FH. Val á þessu
var kynnt rétt fyrir áramót þegar
fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar afhentu
viðurkenningar til íþróttafólks í bæn-
um.
Hátt í 500 manns var veitt viður-
kenning á hátíðinni. Þar var jafnframt
úthlutað 20 milljónum króna úr sjóði
sem Rio Tinto á Íslandi, ÍBH og
Hafnarfjarðarbær standa að til efl-
ingar íþróttastarfi 18 ára og yngri.
Meðal þessa hóps er góð þátttaka í
íþróttastarfi, það er í Haukum, FH og
Björk. Fleiri félög mætti tiltaka.
Íþróttamenn í Hafnarfirði
Dansari og
kylfingur best
Afreksfólk Sara Rós Jakobsdóttir og
Axel Bóasson eru í fremstu röð.
Bjarki Baldvinsson knattspyrnumað-
ur og Dagbjört Ingvarsdóttir knatt-
spyrnukona voru kjörin íþróttamaður
og -kona Völsungs á Húsavík fyrir ár-
ið 2018 á samkomu sem félagið stóð
fyrir á dögunum. Bjarki var fyrirliði
meistaraflokks Völsungs og fór fyrir
sínu liði með góðri spilamennsku en
Völsungur stóð sig vel í 2. deildinni
sl. sumar. Bjarki lagði upp mörk fyrir
félaga sína ásamt því að skora 5
sjálfur í 23 leikjum sínum í deild og
bikarkeppni.
Dagbjört er 22 ára og hefur spilað
með Völsungi allan sinn feril. Hún
hefur spilað 94 leiki með meistara-
flokki og skorað 13 mörk. Dagbjört
þykir vera kraftmikill leikmaður, með
góðan góðan leikskilning og vera
metnaðarfull. Hún er lykilmaður í Völ-
sungsliðinu.
Öflugir Völsungar á Húsavík
Bæði í boltanum
Völsungar Bjarki Baldvinsson og
Dagbjört Ingvarsdóttir eru sigursæl.
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta