Morgunblaðið - 03.01.2019, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Í fyrra bárust lögreglunni 285
leitarbeiðnir vegna týndra barna.
Árið á undan voru beiðnirnar 249
og árið þar á undan 190 svo aukn-
ingin er umtalsverð. Tuttugu ein-
staklingar eru með fjórar leitar-
beiðnir eða fleiri á árinu en
Guðmundur Fylkisson, aðalvarð-
stjóri hjá lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu, segir hópinn hafa tekið
vaxtarkipp í fyrra.
„Í þrjú ár hefur þetta verið nokk-
uð stöðugt. Þótt fjöldi leitarbeiðn-
anna hafi verið svolítið misjafn þá
var hópurinn, einstaklingarnir, sá
sami, þeir voru bara rétt um átta-
tíu. Nú er hópurinn orðinn stærri,
um hundrað einstaklingar.“
Þrjú dauðsföll ástæðan
Fyrsta nóvember 2014 hófst
verkefni hjá lögreglunni á höfuð-
borgarsvæðinu sem miðaði að því
að halda betur utan um leit að týnd-
um börnum. Guðmundur hefur
sinnt verkefninu frá upphafi og er
það hans aðalstarf. Starf hans varð
til af sorglegri ástæðu.
„Árið 2014 dóu þrjár stúlkur og
það varð til þess að kerfið fór af
stað því eitthvað þurfti að gera. Ein
af þessum stúlkum dó þremur dög-
um fyrir sextán ára afmælið sitt.“
Guðmundur er ekki með neitt
sérstakt teymi með sér við að leita
týndra barna svo verkefninu sinnir
hann mestmegnis upp á eigin spýt-
ur.
Spurður að því hvers vegna hann
kjósi að vinna starf sem hljóti að
taka mikið á segir Guðmundur:
„Þetta er ótrúlega gefandi og það
er í raun heila málið.“ Hann segir
einnig að það sé sérstaklega gaman
að hitta krakka sem hafi náð sér á
strik. „En ég hef líka séð krakka
sem hafa náð sér á strik en síðan
fallið aftur. Það er mjög sárt. En
mörg hver komast sem betur fer út
og það er það sem gerir þetta starf
vinnandi, skemmtilegt og gleðilegt,
það er í raun og veru sú endurgjöf
sem heldur mér í þessu.“ Af leitar-
beiðnunum 285 sem bárust í fyrra
voru 111 börn send á meðferðar-
stöðina á Stuðlum eftir að þau fund-
ust. Árið 2017 voru 84 börn í sömu
stöðu. Það gefur til kynna að málin
séu ekki einungis að verða fleiri
heldur einnig erfiðari.
Guðmundur segir að í fyrra hafi
verið áberandi að yngri hópur ein-
staklinga en áður hafi verið byrj-
aður að sprauta sig með fíkniefnum.
Þrátt fyrir að svo mörg börn hafi
verið vistuð á Stuðlum eftir að þau
fundust þá var átján sinnum ekki
laust pláss á neyðarvistun Stuðla
þegar á þurfti að halda.
Ef börn geta ekki farið á Stuðla
og geta ekki farið heim eru í raun
engin önnur úrræði í boði að sögn
Guðmundar.
„Ef það er ekki laust þá fara þau
heim. Í fyrra gerðist það að stúlka
var ekki velkomin heim og ekkert
pláss var á neyðarvistun. Þá þurfti
ég að láta þessa stelpu labba út eft-
ir að ég var búinn að finna hana
vegna þess að það voru engin úr-
ræði til staðar og það var ekki hægt
að skjóta yfir hana neinu skjóls-
húsi.“
Guðmundur hefur engar sér-
stakar skýringar á því hvers vegna
hópurinn fer stækkandi en biðlar til
fræðasamfélagsins að rannsaka
málið.
„Ég er eiginlega byrjaður að
kalla svolítið á það að einhver í aka-
demíska samfélaginu, einhver í
meistara- eða doktorsnámi, fari nú
að taka sig til, fái aðgang að gögn-
unum okkar og skoði þennan hóp,
reyni að skilja hvað er að gerast.“
Umræða um fíkniefni
of jákvæð
Aðspurður segir Guðmundur að
samfélagið geti tekið á þessum vax-
andi vanda.
„Mér finnst við þurfa að bakka
aðeins í þessu samþykki á neyslu,
hvort sem um ræðir áfengi eða
fíkniefni. Umræðan er of jákvæð
um hvort tveggja. Svo er það er
þessi hraði í samfélaginu; ég held
að fólk mætti gefa sér aðeins meiri
tíma hvað fyrir annað. Samveran er
oft nóg, að þegja saman. Það þarf
ekkert endilega að vera einhver of-
boðsleg athafnasemi í kringum það.
En það er orðinn svolítill hraði í
öllu,“ segir Guðmundur og bætir við
að snjalltækjavæðing hjálpi ekki til.
„Mér finnst sumir foreldrar taka
ranga ákvörðun þegar þau eru að
keppast við að börnin þeirra séu
með nýjasta og fullkomnasta bún-
aðinn. Og foreldrarnir hafa svo ekki
hugmynd um hvað unglingarnir eru
að gera í símunum sínum.“
Hafa aldrei leitað fleiri barna
285 leitarbeiðnir bárust vegna týndra barna í fyrra 18 sinnum var ekki pláss fyrir börn sem leit-
að var að í neyðarvistun Stuðla Yngri börn en áður farin að sprauta sig með fíkniefnum
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Leitar að týndum börnum Guðmundur Fylkisson segir að börnin sýni honum virðingu og hafi aldrei beitt hann ofbeldi.
Leitarbeiðnir vegna barna
Fjöldi leitarbeiðna á höfuðborgarsvæðinu árið 2018
Fjöldi leitarbeiðna eftir árum
Höfuðborgarsvæð 2015-2018
Fjöldi leitarbeiðna
eftir kyni árið 2018
Heimild: LRH
40
30
20
10
0
300
250
200
150
100
50
0
2015 2016 2017 2018
187 190
249
285
121 vegna pilta
164 vegna stúlkna
102 einstaklingar voru á bak
við leitarbeiðnir árið
2018 eða 54 piltar og
48 stúlkur
Alls
285
jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des.
Þegar verkefni Guðmundar hófst
fyrir fjórum árum var ákveðið að
draga verulega úr því að lýsa eftir
týndum börnum opinberlega, en
mikið var um það áður fyrr.
Guðmundur segir að til að byrja
með hafi einhverjir krakkanna sem
týndust orðið svekktir yfir því.
„Þegar við byrjuðum á þessu þá
voru krakkar sem kvörtuðu yfir því
að ekki hefði verið lýst eftir þeim.
Þetta truflaði þau í sínu klifri upp
stallana innan unglingahópsins. En
ég hef alltaf sagt að þessir krakkar
eiga í nægum vanda fyrir og við eig-
um að gera allt sem við getum til að
leggja ekki meira á þau.“ Börnin hafi
þó áttað sig þegar Guðmundur út-
skýrði málið en eins og áður hefur
komið fram nýtir fólk í misjöfnum
erindagjörðum sér slíkar auglýsing-
ar gjarnan.
Nú er svo komið að sum barnanna
gefa sig fram ef þau vita að það verði
hugsanlega lýst eftir þeim.
„Þau vita alveg hvernig þetta end-
ar. Þó þau séu í talsvert mikilli
neyslu þá kjósa þau frekar að koma
heim eða gefa sig fram, vitandi það
að þau verði vistuð uppi á neyðar-
vistun, heldur en að fá nafnið sitt og
mynd í blöðin.“
Morgunblaðið/Hari
Auglýsingar Lögreglan hefur markvisst forðast að lýsa eftir börnum
opinberlega síðan verkefnið hófst fyrir fjórum árum.
Vildu áður fyrr
láta lýsa eftir sér
Horfa á annan hátt á málið í dag