Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.01.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 ný tækifæri í við- skiptum,“ segir Jacob. Vísar hann í máli sínu til samnings sem skipafélagið Eim- skip undirritaði á nýliðnu ári um smíði á tveimur gámaskipum, að virði yfir sex millj- arðar króna, sem eiga að verða grundvöllur að fyrirhug- uðu samstarfi félagsins við græn- lenska skipafélagið Royal Arctic Line. Þá vonast Jacob til að væntanlegar Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ég hef alltaf verið hrifinn af Íslandi þannig að það er gríðarlega spennandi tími framundan,“ segir Jacob S. Isbo- sethsen, nýskipaður sendimaður Grænlands á Íslandi. Hann er fyrsti maðurinn til að gegna þeirri stöðu hér fyrir Grænlendinga. Jacob hefur verið ráðgjafi í utan- ríkismálum Grænlendinga um langt skeið en honum er m.a. ætlað að liðka fyrir auknum viðskiptum þjóðanna. Samkvæmt samkomulagi Dana og Grænlendinga um heimastjórn er síð- arnefndu þjóðinni heimilt að opna sendiskrifstofur erlendis, en það hefur verið langtímamarkmið grænlenskra stjórnvalda að opna skrifstofur í ná- grannaríkjum sínum. Spurður um ástæðu þess segir Jacob að opnunin sé hluti af auknum samskiptum milli landanna. „Það hefur verið pólitískur vilji grænlenskra stjórnvalda að opna sendiskrifstofu hér á landi í mörg ár. Til lengri tíma litið vonumst við til þess að þetta þýði aukin samskipti og við- skipti milli landanna tveggja. Með nýj- um flugvelli og samkomulagi Royal Arctic Line og Eimskip munu skapast flugvallaframkvæmdir í Qaqortoq á Suður-Grænlandi (áður Julianehåb) muni hjálpa enn frekar til, en Air Ice- land Connect er nú þegar með fjóra áfangastaði á Grænlandi: Kulusuk, Narsarsuaq, Nuuk og Illulissat. Þá flýgur Norlandair, í samstarfi við Air Iceland Connect, á milli Akureyrar og Nerlerit Inaat, einnig nefnt Constable Point, sem þjónar bænum Ittoqqor- toomiit, og er með flug þangað á sumr- in frá Reykjavík. Loks flýgur Air Greenland á milli Keflavíkur og Nuuk einu sinni í viku yfir veturinn en tvisv- ar á sumrin. Ýmis íslensk fyrirtæki hafa verið með starfsemi á Grænlandi, m.a. verk- takafyrirtækið Ístak, sem hefur eink- um unnið við virkjunar- og hafnar- framkvæmdir. Nokkrar verkfræði- stofur hafa jafnframt verið með starfsmenn á sínum snærum á Græn- landi. Þannig hefur Efla verið með ein átta verkefni í gangi víðsvegar um Grænland og Mannvit verið með verk- efni á þremur stöðum á austurströnd- inni; við þyrlupall í Tasiilaq, flugvöllinn í Constable Point og við olíubirgðastöð í Danebrog. Þá hefur Verkís verið á Grænlandi, svo dæmi séu tekin. Vilja vera sýnilegri erlendis Á undanförnum árum hafa græn- lensk stjórnvöld opnað sendi- skrifstofur í þremur löndum; Dan- mörku, Belgíu og Bandaríkjunum. Jacob segir að opnun fyrrgreindra skrifstofa eigi að styðja við yfirlýs- ingar stjórnvalda á Grænlandi um að landið vilji vera sýnilegra. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að vera til staðar og vera viðbúinn að koma fram fyrir hönd landsins þegar á þarf að halda. Ég held að það hafi strax sýnt sig að það er mikilvægt að vera með sendiskrifstofu til staðar hér á landi,“ segir Jacob og bætir við að verkefni hans sem sendimaður hér á landi verði margvísleg. „Ég sé fyrir mér að við getum að- stoðað bæði Íslendinga og Grænlend- inga með ýmis mál. Þess utan er markmiðið að leggja meiri áherslu á þau atriði sem sameina okkur. Með þessu vonum við að þjóðirnar muni standa nær hvor annarri,“ segir Jacob. Svipar mjög til sendiráðs Spurður um helsta muninn á sendi- skrifstofu og sendiráði segir Jacob að hann sé minniháttar. „Við þurfum að fylgja dönsku stjórnarskránni og reglum um sjálf- stjórn. Við eigum, líkt og Færeyjar, í mjög góðu sambandi við danska utan- ríkisráðuneytið varðandi utanríkis- mál. Þess utan sér grænlenska ríkis- stjórnin um önnur mál og starfar í samræmi við það auk þess að vinna náið með dönsku ríkisstjórninni ef þess telst þörf,“ segir Jacob. Árið 2013 var Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið sett á stofn en markmið ráðsins er að efla og viðhalda við- skiptatengslum milli þjóðanna, ásamt því að efla tengsl á sviðum menntunar, menningar, viðskipta og stjórnmála. Jacob segir að opnun sendiskrif- stofunnar sé framhald af góðu sam- starfi síðustu ára. „Þetta er hluti af aukinni samvinnu landanna. Við vilj- um halda áfram að gera það sem vel gengur og reyna að bæta samvinnuna varðandi hluti sem betur mega fara,“ segir Jacob að endingu. Morgunblaðið/RAX Grænland Samstarf Íslands og Grænlands hefur verið að aukast á undanförnum árum. Nokkur ár eru síðan grænlensk-íslenska viðskiptaráðið var stofnað og þar eiga 77 fyrirtæki aðild. Nuuk Illulissat Narsarsuaq Kulusuk Áfangastaðir Air Iceland Connect á Grænlandi Skref í átt að enn betri samvinnu  Fyrsti sendimaður Grænlands á Íslandi tekinn til starfa  Segir spennandi tíma framundan í sam- starfi og viðskiptum Íslands og Grænlands  Fjölmörg íslensk fyrirtæki með starfsemi á Grænlandi Jacob S. Isbosethsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.