Morgunblaðið - 03.01.2019, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019
ný tækifæri í við-
skiptum,“ segir
Jacob. Vísar hann
í máli sínu til
samnings sem
skipafélagið Eim-
skip undirritaði á
nýliðnu ári um
smíði á tveimur
gámaskipum, að
virði yfir sex millj-
arðar króna, sem
eiga að verða grundvöllur að fyrirhug-
uðu samstarfi félagsins við græn-
lenska skipafélagið Royal Arctic Line.
Þá vonast Jacob til að væntanlegar
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Ég hef alltaf verið hrifinn af Íslandi
þannig að það er gríðarlega spennandi
tími framundan,“ segir Jacob S. Isbo-
sethsen, nýskipaður sendimaður
Grænlands á Íslandi. Hann er fyrsti
maðurinn til að gegna þeirri stöðu hér
fyrir Grænlendinga.
Jacob hefur verið ráðgjafi í utan-
ríkismálum Grænlendinga um langt
skeið en honum er m.a. ætlað að liðka
fyrir auknum viðskiptum þjóðanna.
Samkvæmt samkomulagi Dana og
Grænlendinga um heimastjórn er síð-
arnefndu þjóðinni heimilt að opna
sendiskrifstofur erlendis, en það hefur
verið langtímamarkmið grænlenskra
stjórnvalda að opna skrifstofur í ná-
grannaríkjum sínum. Spurður um
ástæðu þess segir Jacob að opnunin sé
hluti af auknum samskiptum milli
landanna.
„Það hefur verið pólitískur vilji
grænlenskra stjórnvalda að opna
sendiskrifstofu hér á landi í mörg ár.
Til lengri tíma litið vonumst við til þess
að þetta þýði aukin samskipti og við-
skipti milli landanna tveggja. Með nýj-
um flugvelli og samkomulagi Royal
Arctic Line og Eimskip munu skapast
flugvallaframkvæmdir í Qaqortoq á
Suður-Grænlandi (áður Julianehåb)
muni hjálpa enn frekar til, en Air Ice-
land Connect er nú þegar með fjóra
áfangastaði á Grænlandi: Kulusuk,
Narsarsuaq, Nuuk og Illulissat. Þá
flýgur Norlandair, í samstarfi við Air
Iceland Connect, á milli Akureyrar og
Nerlerit Inaat, einnig nefnt Constable
Point, sem þjónar bænum Ittoqqor-
toomiit, og er með flug þangað á sumr-
in frá Reykjavík. Loks flýgur Air
Greenland á milli Keflavíkur og Nuuk
einu sinni í viku yfir veturinn en tvisv-
ar á sumrin.
Ýmis íslensk fyrirtæki hafa verið
með starfsemi á Grænlandi, m.a. verk-
takafyrirtækið Ístak, sem hefur eink-
um unnið við virkjunar- og hafnar-
framkvæmdir. Nokkrar verkfræði-
stofur hafa jafnframt verið með
starfsmenn á sínum snærum á Græn-
landi. Þannig hefur Efla verið með ein
átta verkefni í gangi víðsvegar um
Grænland og Mannvit verið með verk-
efni á þremur stöðum á austurströnd-
inni; við þyrlupall í Tasiilaq, flugvöllinn
í Constable Point og við olíubirgðastöð
í Danebrog. Þá hefur Verkís verið á
Grænlandi, svo dæmi séu tekin.
Vilja vera sýnilegri erlendis
Á undanförnum árum hafa græn-
lensk stjórnvöld opnað sendi-
skrifstofur í þremur löndum; Dan-
mörku, Belgíu og Bandaríkjunum.
Jacob segir að opnun fyrrgreindra
skrifstofa eigi að styðja við yfirlýs-
ingar stjórnvalda á Grænlandi um að
landið vilji vera sýnilegra.
„Ég held að það sé mjög mikilvægt
að vera til staðar og vera viðbúinn að
koma fram fyrir hönd landsins þegar á
þarf að halda. Ég held að það hafi
strax sýnt sig að það er mikilvægt að
vera með sendiskrifstofu til staðar hér
á landi,“ segir Jacob og bætir við að
verkefni hans sem sendimaður hér á
landi verði margvísleg.
„Ég sé fyrir mér að við getum að-
stoðað bæði Íslendinga og Grænlend-
inga með ýmis mál. Þess utan er
markmiðið að leggja meiri áherslu á
þau atriði sem sameina okkur. Með
þessu vonum við að þjóðirnar muni
standa nær hvor annarri,“ segir
Jacob.
Svipar mjög til sendiráðs
Spurður um helsta muninn á sendi-
skrifstofu og sendiráði segir Jacob að
hann sé minniháttar.
„Við þurfum að fylgja dönsku
stjórnarskránni og reglum um sjálf-
stjórn. Við eigum, líkt og Færeyjar, í
mjög góðu sambandi við danska utan-
ríkisráðuneytið varðandi utanríkis-
mál. Þess utan sér grænlenska ríkis-
stjórnin um önnur mál og starfar í
samræmi við það auk þess að vinna
náið með dönsku ríkisstjórninni ef
þess telst þörf,“ segir Jacob.
Árið 2013 var Grænlensk-íslenska
viðskiptaráðið sett á stofn en markmið
ráðsins er að efla og viðhalda við-
skiptatengslum milli þjóðanna, ásamt
því að efla tengsl á sviðum menntunar,
menningar, viðskipta og stjórnmála.
Jacob segir að opnun sendiskrif-
stofunnar sé framhald af góðu sam-
starfi síðustu ára. „Þetta er hluti af
aukinni samvinnu landanna. Við vilj-
um halda áfram að gera það sem vel
gengur og reyna að bæta samvinnuna
varðandi hluti sem betur mega fara,“
segir Jacob að endingu.
Morgunblaðið/RAX
Grænland Samstarf Íslands og Grænlands hefur verið að aukast á undanförnum árum. Nokkur ár eru síðan grænlensk-íslenska viðskiptaráðið var stofnað og þar eiga 77 fyrirtæki aðild.
Nuuk
Illulissat
Narsarsuaq
Kulusuk
Áfangastaðir Air Iceland Connect á Grænlandi
Skref í átt að enn betri samvinnu
Fyrsti sendimaður Grænlands á Íslandi tekinn til starfa Segir spennandi tíma framundan í sam-
starfi og viðskiptum Íslands og Grænlands Fjölmörg íslensk fyrirtæki með starfsemi á Grænlandi
Jacob S.
Isbosethsen